Olíuleit á Drekasvæðinu og markmið okkar í loftslagsmálum Guðni A. Jóhannesson skrifar 10. apríl 2015 07:00 Mannkynið stendur nú frammi fyrir mikilli ögrun. Notkun okkar á jarðefnaeldsneyti, landnýting og fleiri þættir, sem tengjast hinu mannlega umhverfi, eru að valda mikilli röskun á kolefnisjafnvægi lofthjúpsins, sem aftur getur haft mikil og víðtæk áhrif á loftslag og náttúrufar. Sviðsmyndir og líkanreikningar benda til þess að það þurfi verulega minnkun kolefnislosunar frá núverandi gildum til þess að koma í veg fyrir meiri háttar áföll tengd loftslagsbreytingum. Það dylst engum, sem að þessum málum kemur, að hér er um að véla sérlega flókið orsakasamhengi. Í fyrsta lagi hver áhrif verða á loftslag og náttúrufar vegna kolefnislosunar, í öðru lagi hver áhrif verða á velferð mannkyns vegna þeirra aðgerða sem við verðum að grípa til til þess að minnka kolefnislosun og í þriðja lagi hvaða afleiðingar loftslagsbreytingar og náttúruhamfarir hafa á samfélög manna á jarðarkringlunni. Það er ljóst að það eru engar einfaldar lausnir til. Við þurfum að grípa til róttækra aðgerða til þess að draga verulega úr kolefnislosun. Samtímis þurfum við að gera okkur grein fyrir því að þær munu draga úr hagvexti sem bæði þýðir rýrnun á efnislegum kjörum íbúa iðnríkjanna og jafnframt að möguleikar okkar til þess að ráðast gegn fátækt, hungri og aðstöðuleysi þess stóra hluta jarðarbúa, sem nú búa við afspyrnu vond kjör, takmarkast að sama skapi. Það hefur hingað til verið nokkuð almenn samstaða meðal þeirra þjóða sem tekið hafa forystu í loftslagsmálunum um það að helsta leiðin til þess að draga úr kolefnislosun sé að leggja gjald á útblástur kolefnis. Þá verður hagkvæmt að nýta kolefnisfría orkugjafa og að skilja kolefni úr útblæstri kolaorkuvera og stærri iðjuvera og síðan farga þeim. Til þess að ná árangri í að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa hefur verið talað um að gjaldið þyrfti að vera u.þ.b. 30 bandaríkjadalir á tonn af koldíoxíði og til þess að gera förgun eða endurnýtingu koldíoxíðs frá kolabrennslu, sem er stærsti mengunarvaldurinn, mögulega þurfi gjaldið að vera um 80-90 Bandaríkjadalir á tonnið. Í seinna tilfellinu þýddi þetta t.d. að lítrinn af eldsneyti myndi hækka um u.þ.b. 100 kr. Þannig myndu hins vegar í upphafi, t.d. á Íslandi innheimtast um 70 milljarðar á ári sem mætti nýta til þess að fjárfesta í orkuskiptum með rafmagnsbílum og lestarsamgöngum, framleiðslu á eldsneyti úr raforku og kolefnisútblæstri, repjufræjum og hvers kyns úrgangi svo dæmi séu nefnd. Þurfum að vanda vel valið Í bók sinni Thinking Fast and Slow lýsir sálfræðingurinn Daniel Kahnemann stöðugri viðleitni mannsandans til þess að yfirfæra flóknar og vandasamar ákvarðanir í einfaldari vandamál sem útheimta mun auðveldari rökleiðslur og lausnamengi. Í þessum anda hafa ýmsir aðilar, og nú síðast landsfundur Samfylkingarinnar, bent á og ályktað um aðrar leiðir til þess að draga úr kolefnislosun. Þeir vilja hætta við áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu, slíta gerðum samningum um olíuleit og vinnslu og sýna þannig öðrum útflutningslöndum á olíu það eftirdæmi sem þau þurfa til þess að finna hjá sér þörf til þess að gera slíkt hið sama. Ef við miðum við útflutningstölur frá 2011 þá verða helstu nemendur í þessum sunnudagaskóla: Sádi-Arabía og Rússland með ca. 7 milljónir tunna á dag hvort land og Kúveit, Nígería, Írak, Íran, Noregur, Sameinaðu arabísku furstadæmin, Angóla og Venesúela með 1,5 til 2 milljónir tunna á dag hvert land. Miðað við núverandi olíuverð eru það sennilega sameiginlegt hagsmunamál þessara þjóða að draga úr eftirspurn, til þess að ná fram verðhækkun, þótt það hafi enn ekki gerst fyrst og fremst vegna samstöðuleysis þeirra. Það er hins vegar alveg ljóst að samdráttur framboðs og hækkun olíuverðs til einhvers konar jafnvægis við vistvæna orkugjafa takmarkar mjög möguleika þeirra ríkja, sem nota jarðefnaeldsneyti, til þess að leggja á kolefnisgjald og fjármagna þannig græn orkuskipti. Við getum svo aftur velt því fyrir okkur hversu líklegir þeir, sem ráða yfir hagnaðinum af olíuvinnslunni í ofangreindum löndum, eru til þess að verja þeim til góðra hluta í þágu alls mannkyns. Þjóðir með sterka lýðræðishefð, eins og Noregur og Ísland, eru líklegri til þess að nýta hagnað af olíuvinnslu skynsamlega, en eru jafnframt háðar því að slík vinnsla njóti stuðnings meirihluta kjósenda. Noregur hefur enn sérstöðu meðal olíuframleiðenda með því að leggja hagnaðinn af olíuvinnslu í sjóð til þess að skila hagnaðinum til komandi kynslóða í anda markmiða um sjálfbærni. Ég held að við séum flest sammála um alvarleika málsins og markmið okkar. Við þurfum hins vegar að vanda vel valið á þeim aðgerðum, sem við viljum grípa til. Okkur ber rík siðferðileg skylda til þess velja aðgerðir okkar þannig, að þær skili sem mestum árangri í minnkandi losun kolefnis með sem minnstum neikvæðum áhrifum á afkomumöguleika mannkynsins í heild. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Olíuleit á Drekasvæði Loftslagsmál Orkumál Bensín og olía Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mannkynið stendur nú frammi fyrir mikilli ögrun. Notkun okkar á jarðefnaeldsneyti, landnýting og fleiri þættir, sem tengjast hinu mannlega umhverfi, eru að valda mikilli röskun á kolefnisjafnvægi lofthjúpsins, sem aftur getur haft mikil og víðtæk áhrif á loftslag og náttúrufar. Sviðsmyndir og líkanreikningar benda til þess að það þurfi verulega minnkun kolefnislosunar frá núverandi gildum til þess að koma í veg fyrir meiri háttar áföll tengd loftslagsbreytingum. Það dylst engum, sem að þessum málum kemur, að hér er um að véla sérlega flókið orsakasamhengi. Í fyrsta lagi hver áhrif verða á loftslag og náttúrufar vegna kolefnislosunar, í öðru lagi hver áhrif verða á velferð mannkyns vegna þeirra aðgerða sem við verðum að grípa til til þess að minnka kolefnislosun og í þriðja lagi hvaða afleiðingar loftslagsbreytingar og náttúruhamfarir hafa á samfélög manna á jarðarkringlunni. Það er ljóst að það eru engar einfaldar lausnir til. Við þurfum að grípa til róttækra aðgerða til þess að draga verulega úr kolefnislosun. Samtímis þurfum við að gera okkur grein fyrir því að þær munu draga úr hagvexti sem bæði þýðir rýrnun á efnislegum kjörum íbúa iðnríkjanna og jafnframt að möguleikar okkar til þess að ráðast gegn fátækt, hungri og aðstöðuleysi þess stóra hluta jarðarbúa, sem nú búa við afspyrnu vond kjör, takmarkast að sama skapi. Það hefur hingað til verið nokkuð almenn samstaða meðal þeirra þjóða sem tekið hafa forystu í loftslagsmálunum um það að helsta leiðin til þess að draga úr kolefnislosun sé að leggja gjald á útblástur kolefnis. Þá verður hagkvæmt að nýta kolefnisfría orkugjafa og að skilja kolefni úr útblæstri kolaorkuvera og stærri iðjuvera og síðan farga þeim. Til þess að ná árangri í að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa hefur verið talað um að gjaldið þyrfti að vera u.þ.b. 30 bandaríkjadalir á tonn af koldíoxíði og til þess að gera förgun eða endurnýtingu koldíoxíðs frá kolabrennslu, sem er stærsti mengunarvaldurinn, mögulega þurfi gjaldið að vera um 80-90 Bandaríkjadalir á tonnið. Í seinna tilfellinu þýddi þetta t.d. að lítrinn af eldsneyti myndi hækka um u.þ.b. 100 kr. Þannig myndu hins vegar í upphafi, t.d. á Íslandi innheimtast um 70 milljarðar á ári sem mætti nýta til þess að fjárfesta í orkuskiptum með rafmagnsbílum og lestarsamgöngum, framleiðslu á eldsneyti úr raforku og kolefnisútblæstri, repjufræjum og hvers kyns úrgangi svo dæmi séu nefnd. Þurfum að vanda vel valið Í bók sinni Thinking Fast and Slow lýsir sálfræðingurinn Daniel Kahnemann stöðugri viðleitni mannsandans til þess að yfirfæra flóknar og vandasamar ákvarðanir í einfaldari vandamál sem útheimta mun auðveldari rökleiðslur og lausnamengi. Í þessum anda hafa ýmsir aðilar, og nú síðast landsfundur Samfylkingarinnar, bent á og ályktað um aðrar leiðir til þess að draga úr kolefnislosun. Þeir vilja hætta við áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu, slíta gerðum samningum um olíuleit og vinnslu og sýna þannig öðrum útflutningslöndum á olíu það eftirdæmi sem þau þurfa til þess að finna hjá sér þörf til þess að gera slíkt hið sama. Ef við miðum við útflutningstölur frá 2011 þá verða helstu nemendur í þessum sunnudagaskóla: Sádi-Arabía og Rússland með ca. 7 milljónir tunna á dag hvort land og Kúveit, Nígería, Írak, Íran, Noregur, Sameinaðu arabísku furstadæmin, Angóla og Venesúela með 1,5 til 2 milljónir tunna á dag hvert land. Miðað við núverandi olíuverð eru það sennilega sameiginlegt hagsmunamál þessara þjóða að draga úr eftirspurn, til þess að ná fram verðhækkun, þótt það hafi enn ekki gerst fyrst og fremst vegna samstöðuleysis þeirra. Það er hins vegar alveg ljóst að samdráttur framboðs og hækkun olíuverðs til einhvers konar jafnvægis við vistvæna orkugjafa takmarkar mjög möguleika þeirra ríkja, sem nota jarðefnaeldsneyti, til þess að leggja á kolefnisgjald og fjármagna þannig græn orkuskipti. Við getum svo aftur velt því fyrir okkur hversu líklegir þeir, sem ráða yfir hagnaðinum af olíuvinnslunni í ofangreindum löndum, eru til þess að verja þeim til góðra hluta í þágu alls mannkyns. Þjóðir með sterka lýðræðishefð, eins og Noregur og Ísland, eru líklegri til þess að nýta hagnað af olíuvinnslu skynsamlega, en eru jafnframt háðar því að slík vinnsla njóti stuðnings meirihluta kjósenda. Noregur hefur enn sérstöðu meðal olíuframleiðenda með því að leggja hagnaðinn af olíuvinnslu í sjóð til þess að skila hagnaðinum til komandi kynslóða í anda markmiða um sjálfbærni. Ég held að við séum flest sammála um alvarleika málsins og markmið okkar. Við þurfum hins vegar að vanda vel valið á þeim aðgerðum, sem við viljum grípa til. Okkur ber rík siðferðileg skylda til þess velja aðgerðir okkar þannig, að þær skili sem mestum árangri í minnkandi losun kolefnis með sem minnstum neikvæðum áhrifum á afkomumöguleika mannkynsins í heild. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun