Skorið niður í þágu framfara Skjóðan skrifar 8. apríl 2015 14:00 Framvegis skal framhaldsskólanám á Íslandi vera þrjú ár en ekki fjögur eins og verið hefur almenn regla fram til þessa. Rökin fyrir þessari styttingu framhaldsskólans eru sögð þau að Íslendingar séu lengur í skóla en aðrir og útskrifist seinna með stúdentspróf. Rætt er fram og til baka um að stytta nám til stúdentsprófs og menn greinir á um hvort stytta skuli grunnskólann eða framhaldsskólann eða bæði stigin. Því miður hefur minna borið á umræðu um dýpri vandamál íslenska skólakerfisins, sem skilar stórum hluta drengja ólæsum út úr tíu ára grunnskólanámi á sama tíma og miðlungsnemendur og betri þjást og gætu sem best hafið nám í framhaldsskóla ári fyrr en nú er. En niðurstaða stjórnvalda er að skera af framhaldsskólanum í stað þess að endurskoða grunnskólann, sem virðist þó fremur vera vandamálið. Ástæðan fyrir þessu er augljós. Stytting skólastigs um eitt ár leiðir til sparnaðar í rekstri og því einblínir ríkisvaldið á framhaldsskólana þegar kemur að styttingu náms til stúdentsprófs. Sveitarfélögin reka grunnskólana. Framhaldsskólar á Íslandi þjóna mismunandi hópum og uppfylla mismunandi þarfir. Ólíkt skólakerfinu í heild hafa einstakir framhaldsskólar skarað fram úr jafnvel í alþjóðlegum samanburði. Sem dæmi um þetta má nefna að nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík hafa verið áberandi í keppnisliðum Íslands sem hafa á undanförnum árum staðið sig með prýði á Ólympíuleikum í eðlisfræði, þar sem þeir etja kappi við nemendur frá fjölmörgum löndum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur nokkra sérstöðu. Skólinn er hinn eini hér á landi sem býður upp á nám í ýmsum klassískum fræðum og tungumálum. Stúdentar úr skólanum þykja vel búnir undir akademískt nám. Stjórnendur MR hafa óskað eftir að varðveita sérstöðu skólans, t.d. með því að taka inn nemendur ári fyrr en nú tíðkast en halda í fjögurra ára skólann, en talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Nú skal spara í skólakerfinu og spara skal hjá ríkinu en ekki sveitarfélögum. Allir skólar skulu verða þriggja ára skólar og hafa það hlutverk eitt að miðla staðlaðri grunnnámsskrá inn í kollinn á nemendum. Framhaldsskólanám verður starfsnám og undirbúningur frekara starfsnáms. Akademískt nám er dýr lúxus og óþarfur að mati skólayfirvalda. Í framhaldinu verður væntanlega hægt að straumlínulaga Háskóla íslands og leggja af óþarfar greinar á borð við hugvísindi. Eflaust verður skólum á borð við MR og Kvennaskólann, sem eru með bekkjakerfi, í framhaldinu gert að taka upp áfangakerfi svo hægt sé að afmá alla þeirra sérstöðu. Þetta verður vitanlega innleitt undir fána jafnréttis og framfara.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Framvegis skal framhaldsskólanám á Íslandi vera þrjú ár en ekki fjögur eins og verið hefur almenn regla fram til þessa. Rökin fyrir þessari styttingu framhaldsskólans eru sögð þau að Íslendingar séu lengur í skóla en aðrir og útskrifist seinna með stúdentspróf. Rætt er fram og til baka um að stytta nám til stúdentsprófs og menn greinir á um hvort stytta skuli grunnskólann eða framhaldsskólann eða bæði stigin. Því miður hefur minna borið á umræðu um dýpri vandamál íslenska skólakerfisins, sem skilar stórum hluta drengja ólæsum út úr tíu ára grunnskólanámi á sama tíma og miðlungsnemendur og betri þjást og gætu sem best hafið nám í framhaldsskóla ári fyrr en nú er. En niðurstaða stjórnvalda er að skera af framhaldsskólanum í stað þess að endurskoða grunnskólann, sem virðist þó fremur vera vandamálið. Ástæðan fyrir þessu er augljós. Stytting skólastigs um eitt ár leiðir til sparnaðar í rekstri og því einblínir ríkisvaldið á framhaldsskólana þegar kemur að styttingu náms til stúdentsprófs. Sveitarfélögin reka grunnskólana. Framhaldsskólar á Íslandi þjóna mismunandi hópum og uppfylla mismunandi þarfir. Ólíkt skólakerfinu í heild hafa einstakir framhaldsskólar skarað fram úr jafnvel í alþjóðlegum samanburði. Sem dæmi um þetta má nefna að nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík hafa verið áberandi í keppnisliðum Íslands sem hafa á undanförnum árum staðið sig með prýði á Ólympíuleikum í eðlisfræði, þar sem þeir etja kappi við nemendur frá fjölmörgum löndum. Menntaskólinn í Reykjavík hefur nokkra sérstöðu. Skólinn er hinn eini hér á landi sem býður upp á nám í ýmsum klassískum fræðum og tungumálum. Stúdentar úr skólanum þykja vel búnir undir akademískt nám. Stjórnendur MR hafa óskað eftir að varðveita sérstöðu skólans, t.d. með því að taka inn nemendur ári fyrr en nú tíðkast en halda í fjögurra ára skólann, en talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Nú skal spara í skólakerfinu og spara skal hjá ríkinu en ekki sveitarfélögum. Allir skólar skulu verða þriggja ára skólar og hafa það hlutverk eitt að miðla staðlaðri grunnnámsskrá inn í kollinn á nemendum. Framhaldsskólanám verður starfsnám og undirbúningur frekara starfsnáms. Akademískt nám er dýr lúxus og óþarfur að mati skólayfirvalda. Í framhaldinu verður væntanlega hægt að straumlínulaga Háskóla íslands og leggja af óþarfar greinar á borð við hugvísindi. Eflaust verður skólum á borð við MR og Kvennaskólann, sem eru með bekkjakerfi, í framhaldinu gert að taka upp áfangakerfi svo hægt sé að afmá alla þeirra sérstöðu. Þetta verður vitanlega innleitt undir fána jafnréttis og framfara.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira