Krabbamein er stórt orð Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 27. mars 2015 07:00 Algengt er að það sé fólki mikið áfall að greinast með krabbamein þótt vissulega sé það einstaklingsbundið. Af stað fer ákveðið ferli þar sem fólk þarf tíma til að átta sig á því hvað felst í greiningunni, hver staða dagsins í dag er og hverjar framtíðarhorfurnar eru. Það þarf tíma til að sætta sig við þá stöðu sem upp er komin og tíma til að syrgja fyrra heilbrigði. Margvíslegar breytingar á lífsháttum og færni fólks geta haft gífurlegar afleiðingar á líðan og tilfinningalíf fólks. Það getur verið bæði erfitt og orkufrekt að laga sig að nýjum lífstakti. Þessar breytingar hafa ekki síður áhrif á fjölskylduna sem einingu en sjúklinginn sem einstakling. Veikindi eins fjölskyldumeðlims eru ekki bara áfall fyrir hann sjálfan, heldur líka fólkið sem stendur honum nær. Aðstandendur eru oft áhyggjufullir og vita ekki við hverju er að búast þegar kemur að sjúkdómsframvindu og hvaða hlutverki þeir geta gegnt í því ferli sem farið er af stað. Flestir aðstandendur vilja ekkert fremur en að styðja við ástvin sinn sem þeim frekast er unnt, en oft vita þeir ekki hvers konar stuðningur er gagnlegastur. Við það bætist að skert færni hjá einum í fjölskyldunni getur leitt til breytinga á fjölskyldumynstri á marga vegu. Fjölskyldumeðlimir, bæði börn og maki, þurfa oft að taka á sig nýjar skyldur og meiri ábyrgð en áður, samhliða því að hafa áhyggjur af velferð sjúklingsins. Þetta getur valdið spennu og ruglingi, ekki síst þegar hlutverkaskipan hefur verið í föstum skorðum árum, jafnvel áratugum saman. Að ná jafnvæginu getur því verið heljarinnar verkefni. Maki og börn geta upplifað sig ráðvillt og vanmáttug, sjúklingurinn sömuleiðis. Hvernig er best að haga málum svo að aðlögunin takist sem best? Að geta leitað stuðnings, talað um áhyggjur sínar, hugðarefni og sorgir við aðra manneskju er hverjum manni nauðsynlegt. Við sem manneskjur þurfum á öðru fólki að halda og aldrei er stuðningsnetið, sem fjölskyldan myndar saman, mikilvægara en þegar erfiðleika ber að garði. Að takast á við hlutina saman eykur möguleika allra til að komast yfir erfiðleikana og vinna úr þeim á heilbrigðan hátt. Stuðningsfélag Mörgum finnst þó óþægilegt að leggja nema visst á fólkið sitt. Ennfremur leiðir nálægðin af sér litla yfirsýn yfir málin á þeirri stundu sem þau gerast. Og suma hluti skilja aðeins þeir sem hafa gengið í gegnum þá sjálfir. Að geta leitað til manneskju, sem hefur staðið í sporum manns og er reynslunni ríkari getur því verið ómetanlegt. Að geta speglað sig í þeim sem hafa gengið í gengum svipaða hluti og komist í gegnum þá. Að fá spurningum sem brenna á manni svarað. Að sjá það með eigin augum að það er ljós við enda ganganna. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þess. Hjá Krafti bjóðum við meðlimum upp á öflugt stuðningsnet þar sem allir stuðningsfulltrúar hafa farið á námskeið og haldið er utan um starfið af sálfræðingi sem býður handleiðslu og stuðning. Ennfremur býðst meðlimum Krafts að koma í stuðningsviðtal hjá sálfræðingi, kjósi þeir það fremur, en mörgum finnst gott að koma og tala við fagmanneskju í eitt til tvö skipti. Þegar áföll ber að garði er algengt að við mannfólkið verðum ráðvillt og eigum erfitt með að finna bestu leiðina til að takast á við þau. Fólki líður oft eins og því sé hent inn í aðstæðurnar án leiðbeininga, enda eru viðbrögð við áföllum ekki meðfædd og ekki eru þau kennd í skóla heldur. Ef erfiðlega gengur að finna taktinn á eigin spýtur er engin skömm að því að leita sér hjálpar til að læra þær aðferðir sem vænlegastar eru til árangurs og fá hlutlausa manneskju til að ljá sér eyra og stuðning. Frekari upplýsingar um bæði stuðningsnetið og sálfræðiþjónustu má finna á heimasíðu okkar, www.kraftur.org og á Facebook-síðu samtakanna, https://www.facebook.com/kraftur.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Algengt er að það sé fólki mikið áfall að greinast með krabbamein þótt vissulega sé það einstaklingsbundið. Af stað fer ákveðið ferli þar sem fólk þarf tíma til að átta sig á því hvað felst í greiningunni, hver staða dagsins í dag er og hverjar framtíðarhorfurnar eru. Það þarf tíma til að sætta sig við þá stöðu sem upp er komin og tíma til að syrgja fyrra heilbrigði. Margvíslegar breytingar á lífsháttum og færni fólks geta haft gífurlegar afleiðingar á líðan og tilfinningalíf fólks. Það getur verið bæði erfitt og orkufrekt að laga sig að nýjum lífstakti. Þessar breytingar hafa ekki síður áhrif á fjölskylduna sem einingu en sjúklinginn sem einstakling. Veikindi eins fjölskyldumeðlims eru ekki bara áfall fyrir hann sjálfan, heldur líka fólkið sem stendur honum nær. Aðstandendur eru oft áhyggjufullir og vita ekki við hverju er að búast þegar kemur að sjúkdómsframvindu og hvaða hlutverki þeir geta gegnt í því ferli sem farið er af stað. Flestir aðstandendur vilja ekkert fremur en að styðja við ástvin sinn sem þeim frekast er unnt, en oft vita þeir ekki hvers konar stuðningur er gagnlegastur. Við það bætist að skert færni hjá einum í fjölskyldunni getur leitt til breytinga á fjölskyldumynstri á marga vegu. Fjölskyldumeðlimir, bæði börn og maki, þurfa oft að taka á sig nýjar skyldur og meiri ábyrgð en áður, samhliða því að hafa áhyggjur af velferð sjúklingsins. Þetta getur valdið spennu og ruglingi, ekki síst þegar hlutverkaskipan hefur verið í föstum skorðum árum, jafnvel áratugum saman. Að ná jafnvæginu getur því verið heljarinnar verkefni. Maki og börn geta upplifað sig ráðvillt og vanmáttug, sjúklingurinn sömuleiðis. Hvernig er best að haga málum svo að aðlögunin takist sem best? Að geta leitað stuðnings, talað um áhyggjur sínar, hugðarefni og sorgir við aðra manneskju er hverjum manni nauðsynlegt. Við sem manneskjur þurfum á öðru fólki að halda og aldrei er stuðningsnetið, sem fjölskyldan myndar saman, mikilvægara en þegar erfiðleika ber að garði. Að takast á við hlutina saman eykur möguleika allra til að komast yfir erfiðleikana og vinna úr þeim á heilbrigðan hátt. Stuðningsfélag Mörgum finnst þó óþægilegt að leggja nema visst á fólkið sitt. Ennfremur leiðir nálægðin af sér litla yfirsýn yfir málin á þeirri stundu sem þau gerast. Og suma hluti skilja aðeins þeir sem hafa gengið í gegnum þá sjálfir. Að geta leitað til manneskju, sem hefur staðið í sporum manns og er reynslunni ríkari getur því verið ómetanlegt. Að geta speglað sig í þeim sem hafa gengið í gengum svipaða hluti og komist í gegnum þá. Að fá spurningum sem brenna á manni svarað. Að sjá það með eigin augum að það er ljós við enda ganganna. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þess. Hjá Krafti bjóðum við meðlimum upp á öflugt stuðningsnet þar sem allir stuðningsfulltrúar hafa farið á námskeið og haldið er utan um starfið af sálfræðingi sem býður handleiðslu og stuðning. Ennfremur býðst meðlimum Krafts að koma í stuðningsviðtal hjá sálfræðingi, kjósi þeir það fremur, en mörgum finnst gott að koma og tala við fagmanneskju í eitt til tvö skipti. Þegar áföll ber að garði er algengt að við mannfólkið verðum ráðvillt og eigum erfitt með að finna bestu leiðina til að takast á við þau. Fólki líður oft eins og því sé hent inn í aðstæðurnar án leiðbeininga, enda eru viðbrögð við áföllum ekki meðfædd og ekki eru þau kennd í skóla heldur. Ef erfiðlega gengur að finna taktinn á eigin spýtur er engin skömm að því að leita sér hjálpar til að læra þær aðferðir sem vænlegastar eru til árangurs og fá hlutlausa manneskju til að ljá sér eyra og stuðning. Frekari upplýsingar um bæði stuðningsnetið og sálfræðiþjónustu má finna á heimasíðu okkar, www.kraftur.org og á Facebook-síðu samtakanna, https://www.facebook.com/kraftur.org.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun