Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2025 22:27 Linda Dröfn Gunnarsdóttir er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Vísir/Einar Gróft ofbeldi í nánum samböndum virðist vera að aukast, að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. Komum kvenna í athvarfið fjölgaði milli ára. Ársskýrsla Kvennaathvarfsins fyrir árið 2024 kom út á dögunum, en þar sést að komum í athvarfið fjölgaði frá árinu 2023, úr 214 í 279. Árið 2022 voru þær þó 301. Fyrstu komum fjölgar Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir komum kvenna utan athvarfsins í viðtalsþjónustu hafa fjölgað umtalsvert. „Og einnig fyrstu komu í dvöl, sem sagt konur sem eru að koma í fyrsta sinn. Sú tala hefur aldrei verið jafn há. Það er alltaf frekar flókið að lesa í þessar tölur. Það er okkar tilfinning að ofbeldi sé ekkert endilega að aukast. Ofbeldið er þarna úti,“ segir Linda Dröfn. Mögulega sé fjölgunin tengd auknum sýnileika athvarfsins. „Þannig að við trúum að það gæti verið að aukin umræða og aukinn sýnileiki verði til þess að konur sæki frekar í viðtöl. Og þau væru líklega fleiri ef við hefðum betri aðstöðu, sem verður í nýja athvarfinu okkar þar sem við verðum með fleiri viðtalsherbergi.“ Nánast alltaf andlegt ofbeldi Hlutfall kvenna sem greina frá kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi hækkar milli ára, sem og hlutfall þeirra sem greina frá andlegu ofbeldi. Hlutfall þeirra á síðasta ári var 94 prósent. „Það segir okkur að ofbeldi í nánum samböndum er eiginlega ekki til nema það sé andlegt ofbeldi, það er alltaf í bakgrunninum. Þetta eru ekki einhver einstök atvik. Það er alltaf undirliggjandi ofbeldi, og það stoppar ekkert við svefnherbergisdyrnar.“ Gróft ofbeldi í samböndum virðist þá vera að færast í aukana. „Við höfum séð meira um morðhótanir og kyrkingatak, þetta grófa ofbeldi. Eins erum við að sjá mikið meira af eltihrellum og það sé verið að fylgjast með þolendum. Ef eitthvað er þá er það að verða grófara,“ segir Linda Dröfn. Kynbundið ofbeldi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Ársskýrsla Kvennaathvarfsins fyrir árið 2024 kom út á dögunum, en þar sést að komum í athvarfið fjölgaði frá árinu 2023, úr 214 í 279. Árið 2022 voru þær þó 301. Fyrstu komum fjölgar Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir komum kvenna utan athvarfsins í viðtalsþjónustu hafa fjölgað umtalsvert. „Og einnig fyrstu komu í dvöl, sem sagt konur sem eru að koma í fyrsta sinn. Sú tala hefur aldrei verið jafn há. Það er alltaf frekar flókið að lesa í þessar tölur. Það er okkar tilfinning að ofbeldi sé ekkert endilega að aukast. Ofbeldið er þarna úti,“ segir Linda Dröfn. Mögulega sé fjölgunin tengd auknum sýnileika athvarfsins. „Þannig að við trúum að það gæti verið að aukin umræða og aukinn sýnileiki verði til þess að konur sæki frekar í viðtöl. Og þau væru líklega fleiri ef við hefðum betri aðstöðu, sem verður í nýja athvarfinu okkar þar sem við verðum með fleiri viðtalsherbergi.“ Nánast alltaf andlegt ofbeldi Hlutfall kvenna sem greina frá kynferðislegu ofbeldi í nánu sambandi hækkar milli ára, sem og hlutfall þeirra sem greina frá andlegu ofbeldi. Hlutfall þeirra á síðasta ári var 94 prósent. „Það segir okkur að ofbeldi í nánum samböndum er eiginlega ekki til nema það sé andlegt ofbeldi, það er alltaf í bakgrunninum. Þetta eru ekki einhver einstök atvik. Það er alltaf undirliggjandi ofbeldi, og það stoppar ekkert við svefnherbergisdyrnar.“ Gróft ofbeldi í samböndum virðist þá vera að færast í aukana. „Við höfum séð meira um morðhótanir og kyrkingatak, þetta grófa ofbeldi. Eins erum við að sjá mikið meira af eltihrellum og það sé verið að fylgjast með þolendum. Ef eitthvað er þá er það að verða grófara,“ segir Linda Dröfn.
Kynbundið ofbeldi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira