Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 18. apríl 2025 23:02 Krossfestingin í ár var sú 36. hjá Filippseyingnum Ruben Enaje. Þar í landi er áralöng hefð fyrir því að menn sviðsetji krossfestingu Jesú krists á föstudaginn langa. Myndin er tekin í fyrra. EPA Föstudagurinn langi var haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Mismunandi hefðir tengdar deginum er að finna í öllum heimshornum til að minnast píslargöngu Krists. Meðan Íslendingar létu sér nægja að flagga í hálfa stöng sviðsettu einhverjir Filippseyingar krossfestingu. Í tékknesku borginni Ceske Búde-jovitse hélt hópur fólks upp á þá hefð að klæðast svörtu og hvítum grímum meðan gengið var niður götur með litla timburvagna, sem á að endurspegla leyndardóma páskanna. Venju samkvæmt létu kaþólikkar á Filippseyjum krossfesta sig til minningar um fórnir Jesús Krists. Fjöldi áhorfenda flykktist að og fylgdist með í Pampanga-héraði þar sem krossfesting á föstudaginn langa er orðin áratugalöng hefð. Ruben Enaje trúrækinn Filippseyingur, var einn þeirra sem lét krossfesta sig. „Þetta var 36. skiptið hjá mér. Ég bað fyrir því að kosningarnar yrðu friðsamlegar á Filippseyjum. Ég vona að náttúruhamförum fækki aðeins og við endum ekki með það sem hefur komið fyrir önnur lönd,“ er haft eftir Enaje. Óljóst með páskana í Páfagarði Hér heima var einnig haldið upp á föstudaginn langa með hátíðlegum hætti. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru að vanda lesnir í heild sinni í Hallgrímskirkju í ár en þeir fjalla um píslargöngu Jesú Krists. Hópur lesara úr röðum menninga og lista skiptust á að lesa upp úr sálmunum og þá léku organistar kirkjunnar tónlist tengda passíusálmunum á bæði orgel kirkjunnar. Þá var víðast hvar flaggað í hálfa stöng en samkvæmt forsetaúrskurði um fánadaga skal svo gert á föstudaginn langa. Bregða þurfti frá venjunni í Páfagarði í dag en hefð er fyrir því að páfinn leiði guðsþjónustur á föstudaginn langa. Frans páfi er enn að jafna sig eftir lungnabólgu og hefur því falið kardinálum kaþólsku kirkjunnar að leiða guðsþjónustur dagsins. Á páskadag er einnig hefð fyrir því að páfinn leiði blessun og flytji hugleiðingu, athöfn sem einungis páfinn er bær til að leiða. Óljóst er hvort Frans páfi verði í stakk búinn að leiða athöfnina á páskadag. Páskar Filippseyjar Trúmál Tékkland Páfagarður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Í tékknesku borginni Ceske Búde-jovitse hélt hópur fólks upp á þá hefð að klæðast svörtu og hvítum grímum meðan gengið var niður götur með litla timburvagna, sem á að endurspegla leyndardóma páskanna. Venju samkvæmt létu kaþólikkar á Filippseyjum krossfesta sig til minningar um fórnir Jesús Krists. Fjöldi áhorfenda flykktist að og fylgdist með í Pampanga-héraði þar sem krossfesting á föstudaginn langa er orðin áratugalöng hefð. Ruben Enaje trúrækinn Filippseyingur, var einn þeirra sem lét krossfesta sig. „Þetta var 36. skiptið hjá mér. Ég bað fyrir því að kosningarnar yrðu friðsamlegar á Filippseyjum. Ég vona að náttúruhamförum fækki aðeins og við endum ekki með það sem hefur komið fyrir önnur lönd,“ er haft eftir Enaje. Óljóst með páskana í Páfagarði Hér heima var einnig haldið upp á föstudaginn langa með hátíðlegum hætti. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru að vanda lesnir í heild sinni í Hallgrímskirkju í ár en þeir fjalla um píslargöngu Jesú Krists. Hópur lesara úr röðum menninga og lista skiptust á að lesa upp úr sálmunum og þá léku organistar kirkjunnar tónlist tengda passíusálmunum á bæði orgel kirkjunnar. Þá var víðast hvar flaggað í hálfa stöng en samkvæmt forsetaúrskurði um fánadaga skal svo gert á föstudaginn langa. Bregða þurfti frá venjunni í Páfagarði í dag en hefð er fyrir því að páfinn leiði guðsþjónustur á föstudaginn langa. Frans páfi er enn að jafna sig eftir lungnabólgu og hefur því falið kardinálum kaþólsku kirkjunnar að leiða guðsþjónustur dagsins. Á páskadag er einnig hefð fyrir því að páfinn leiði blessun og flytji hugleiðingu, athöfn sem einungis páfinn er bær til að leiða. Óljóst er hvort Frans páfi verði í stakk búinn að leiða athöfnina á páskadag.
Páskar Filippseyjar Trúmál Tékkland Páfagarður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira