Þýskir þingmenn telja rétt að borga guðsteinn bjarnason skrifar 18. mars 2015 09:00 Gesine Schwan, fyrrverandi forsetaframbjóðandi þýskra sósíaldemókrata segir Grikki eiga rétt á frekari stríðsskaðabótum. fréttablaðið/EPA Áhrifamiklir þingmenn úr röðum bæði Sósíaldemókrata og Græningja hafa nú tekið undir með Grikkjum og segja rétt að þýsk stjórnvöld greiði Grikklandi frekari stríðsskaðabætur. „Ég held að af hálfu Þjóðverja væri gott ef við horfðumst í augu við okkar eigin fortíð. Þetta snýst um að viðurkenna að við beittum fólk miklum órétti í Grikklandi,“ hefur þýska tímaritið Der Spiegel eftir Gesine Schwan, sem tvisvar hefur verið í framboði til forseta Þýskalands fyrir hönd Sósíaldemókrataflokksins. Ralf Stegner, varaformaður flokksins, tekur undir þetta: „Þetta snýst um það hvernig við umgöngumst okkar eigin sögu.“ Anton Hofreiter, þingflokksformaður Græningja, er sömu skoðunar: „Þýskaland getur ekki bara sópað þessum kröfum Grikklands út af borðinu,“ segir hann. „Hvorki siðferðilega né lagalega er þessum kafla endanlega lokið.“ Bæði Sósíaldemókratar og Græningjar eru í stjórnarandstöðu á þýska þinginu. Innan stjórnarandstöðunnar hafa þó til þessa einungis þingmenn Vinstriflokksins, sem eru arftakar gamla austurþýska Kommúnistaflokksins, viljað taka undir kröfur Grikkja um stríðsskaðabætur. Þýska stjórnin hefur vísað þessum kröfum alfarið á bug. Auk Grikkja hafa reyndar Rússar einnig farið fram á nýjar skaðabætur frá Þjóðverjum vegna framferðis þeirra í stríðinu. Rússneska dagblaðið Ísvestía skýrði í byrjun febrúar frá því að hópur rússneskra þingmanna ætli sér að setja nefnd í þetta mál og krefjast bóta. Þjóðverjar hafi aldrei greitt Rússum raunverulegar skaðabætur, því einu bæturnar sem Rússar fengu á sínum tíma voru eignir í Austur-Þýskalandi sem Sovétríkin gátu sjálf hirt af Þjóðverjum. Aðallega hafi þetta verið húsgögn, föt og iðn af ýmsu tagi, að því er fram kemur í frásögn þýska tímaritsins Der Spiegel. Grikkland Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Áhrifamiklir þingmenn úr röðum bæði Sósíaldemókrata og Græningja hafa nú tekið undir með Grikkjum og segja rétt að þýsk stjórnvöld greiði Grikklandi frekari stríðsskaðabætur. „Ég held að af hálfu Þjóðverja væri gott ef við horfðumst í augu við okkar eigin fortíð. Þetta snýst um að viðurkenna að við beittum fólk miklum órétti í Grikklandi,“ hefur þýska tímaritið Der Spiegel eftir Gesine Schwan, sem tvisvar hefur verið í framboði til forseta Þýskalands fyrir hönd Sósíaldemókrataflokksins. Ralf Stegner, varaformaður flokksins, tekur undir þetta: „Þetta snýst um það hvernig við umgöngumst okkar eigin sögu.“ Anton Hofreiter, þingflokksformaður Græningja, er sömu skoðunar: „Þýskaland getur ekki bara sópað þessum kröfum Grikklands út af borðinu,“ segir hann. „Hvorki siðferðilega né lagalega er þessum kafla endanlega lokið.“ Bæði Sósíaldemókratar og Græningjar eru í stjórnarandstöðu á þýska þinginu. Innan stjórnarandstöðunnar hafa þó til þessa einungis þingmenn Vinstriflokksins, sem eru arftakar gamla austurþýska Kommúnistaflokksins, viljað taka undir kröfur Grikkja um stríðsskaðabætur. Þýska stjórnin hefur vísað þessum kröfum alfarið á bug. Auk Grikkja hafa reyndar Rússar einnig farið fram á nýjar skaðabætur frá Þjóðverjum vegna framferðis þeirra í stríðinu. Rússneska dagblaðið Ísvestía skýrði í byrjun febrúar frá því að hópur rússneskra þingmanna ætli sér að setja nefnd í þetta mál og krefjast bóta. Þjóðverjar hafi aldrei greitt Rússum raunverulegar skaðabætur, því einu bæturnar sem Rússar fengu á sínum tíma voru eignir í Austur-Þýskalandi sem Sovétríkin gátu sjálf hirt af Þjóðverjum. Aðallega hafi þetta verið húsgögn, föt og iðn af ýmsu tagi, að því er fram kemur í frásögn þýska tímaritsins Der Spiegel.
Grikkland Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira