Haftalosun virðist föst í höftum kolbeinn óttarsson proppé skrifar 6. mars 2015 07:15 Það hvernig til tekst við losun hafta mun hafa mikil áhrif á efnahagslíf, ekki síður en vinsældir þeirra flokka sem bera ábyrgð á afnámi haftanna. fréttablaðið/vilhelm „Eins og háttvirtur þingmaður veit er um gríðarlega hagsmuni að ræða, hagsmuni sem velta á því hvernig til tekst við losun hafta, ekki bara hagsmuni samfélagsins og almennings hér á landi heldur geysilega umfangsmikla hagsmuni, m.a. erlendra kröfuhafa bankanna.“ Þessi orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, á Alþingi á mánudag, lýsa því vel hve stórt mál afnám fjármagnshafta er. Það hvernig tekst til getur haft gríðarlega mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. Nokkrir starfshópar starfa að losun hafta, enda er málið stórt. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti vinnunni þannig á þingi í gær að síðustu árin hefði hún „falist í því að greina umfang vandans og eðli en ekkert síður að gera upp á milli þeirra valkosta sem við stöndum frammi fyrir“. Hann ítrekaði hins vegar að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um leiðir. Sú leið sem helst hefur verið nefnd er útgönguskattur. Með útgönguskatti er átt við skatt á útgreiðslu á gjaldeyri og er hann sérstaklega hugsaður til að hluti af þrotabúum gömlu bankanna renni til ríkissjóðs.Eitt yfir alla Sú leið er ekki án vandkvæða, frekar en aðrar. Stóra spurningin er sú hvort hægt sé að setja útgönguskatt sem gildi aðeins fyrir þrotabú bankanna. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja svo ekki vera. Eitt verði að ganga yfir alla í þeim efnum. Það þýðir þá að öll útgreiðsla á gjaldeyri félli undir útgönguskattinn. Það gildir þá bæði um greiðslu af erlendum skuldum fyrirtækja, eins og Landsvirkjunar og álvera, svo dæmi séu tekin, og fjárfestingar utan landsteinanna, ekki síst hjá lífeyrissjóðunum. Það býður upp á ýmiss konar vanda. Rætt hefur verið um að útgönguskatturinn verði á bilinu 30 til 35 prósent og er þá miðað við virði innlendra eigna þrotabúa föllnu bankanna. Indefence-hópurinn setti í vikunni fram þá hugmynd að skatturinn yrði allt að 60 prósent, en sá hópur hefur verið tryggt bakland Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum að lífeyrissjóðir, eða aðrir fjárfestar, hafa lítinn hvata til að fjárfesta erlendis ef þeir þurfa að greiða þriðjung eða meira af upphæðinni í útgönguskatt.Ekkert ákveðið með skattinn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var hins vegar býsna skýr um það á þingi í gær að engin ákvörðun hefði verið tekin um skattinn. „Varðandi útgönguskattinn hef ég margoft tekið fram að ekki hefur verið tekin ákvörðun um útgönguskatt og þaðan af síður hef ég boðað einhverja tiltekna prósentu sem menn eru farnir að vísa til.“ Þetta orðalag lætur kannski ekki mikið yfir sér, en ef það er sett í það samhengi að menn séu farnir að ræða prósentustig mögulegs skatts er ljóst að Bjarni hefur ekki sæst á neitt hvað það varðar. Heimildum Fréttablaðsins ber heldur ekki saman um hve fýsilegan kost stjórnvöld telji útgönguskattinn. Af framansögðum ástæðum hafa æ fleiri haldið því fram að erfitt sé að setja skattinn á og sumir telja að tekin hafi verið ákvörðun um að útgönguskattur sé ekki leiðin. Aðrir telja að enn sé unnið út frá honum og verið sé að finna leiðir fram hjá vandanum. Af orðum Bjarna má þó ljóst vera að ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um að setja skattinn á, hvað þá hve hár hann verður.Flókin umgjörð Sú leið hefur verið nefnd að hægt sé að setja lög um að erlendar skuldir íslenskra fyrirtækja standi utan við útgönguskattinn. Slíkt ætti að vera gerlegt, en óvíst er hvort erlendir kröfuhafar sætti sig við það og það býður því hættunni á málssókn heim með þeim rökum að brotið sé gegn jafnræðisreglu. Öðru máli gildir varðandi erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna og annarra. Heimildarmenn blaðsins telja engan kost á öðru en að útgönguskatturinn mundi ná yfir þær. Þeim ber þó ekki saman um hve alvarlegt það yrði. Lífeyrissjóðirnir fengu undanþágu í kjölfar hrunsins til að fjárfesta erlendis og standa ágætlega hvað það varðar. Innlend fjárfesting þeirra hefur líka skilað ágætis hagnaði. Hvað sem öðru líður er ljóst að útgönguskattinn yrði að útfæra í flókinni umgjörð og með hættu á málssóknum, verði sú leið farin.Kvartað yfir samráðsleysi Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, varaði við því í Fréttablaðinu í síðustu viku að undirbúa þyrfti þjóðina undir losun haftanna. Það að krónan fari á flot geti þýtt gengissveiflur sem hafi áhrif á stöðu lána heimilanna. „Það þarf að undirbúa þjóðina,“ sagði Ásgeir. „Afnám hafta kemur ekki ofan frá, þjóðin verður að vera með.“ Ljóst er að Sigmundur Davíð og Bjarni deila ekki þessari skoðun Ásgeirs. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði þá báða út í upplýsingagjöf um haftalosun á þingi í vikunni. „Af hverju er ekki hægt að taka mjög opinbera umræðu um allt þetta? Vegna þess að sérhvert orð sem sagt er í þeirri umræðu getur til dæmis haft áhrif á markaðina, á skráð skuldabréf og svo framvegis,“ sagði Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð telur það geta þjónað hagsmunum kröfuhafa ef vinnan er gerð opinber og segir „mikilvægt að þessi vinna verði ekki gerð opinber fyrr en hún hefur verið kláruð eða er komin á það stig að ekki sé hætta á að hún verði á einhvern hátt skemmd, unnið á henni eitthvert það tjón sem mundi gera íslenska ríkinu erfiðara fyrir við að leysa úr höftunum á farsælan hátt fyrir allan almenning í landinu“.Þolinmæðin á þrotum Fulltrúar allra stjórnmálaflokka eiga sæti í samráðsnefnd um afnám hafta. Ekki hefur verið haldinn fundur í henni síðan í desember. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að meðal Vinstri grænna séu uppi raddir um að segja sig úr því samráði, þar sem flokkurinn telur að ekkert raunverulegt samráð sé í gangi. Hvað sem verður er ljóst að um risastórt mál er að ræða sem enn ríkir algjör óvissa um. Hvernig til tekst með losunina mun hafa gríðarleg áhrif á stöðu þjóðarbúsins. Það mun ekki síður hafa áhrif á pólitíska stöðu flokka. Sem dæmi um hve málið er viðkvæmt má nefna að enginn þeirra fjölmörgu viðmælenda sem Fréttablaðið ræddi við við vinnslu þessarar fréttar vildi koma fram undir nafni. Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
„Eins og háttvirtur þingmaður veit er um gríðarlega hagsmuni að ræða, hagsmuni sem velta á því hvernig til tekst við losun hafta, ekki bara hagsmuni samfélagsins og almennings hér á landi heldur geysilega umfangsmikla hagsmuni, m.a. erlendra kröfuhafa bankanna.“ Þessi orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, á Alþingi á mánudag, lýsa því vel hve stórt mál afnám fjármagnshafta er. Það hvernig tekst til getur haft gríðarlega mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. Nokkrir starfshópar starfa að losun hafta, enda er málið stórt. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti vinnunni þannig á þingi í gær að síðustu árin hefði hún „falist í því að greina umfang vandans og eðli en ekkert síður að gera upp á milli þeirra valkosta sem við stöndum frammi fyrir“. Hann ítrekaði hins vegar að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um leiðir. Sú leið sem helst hefur verið nefnd er útgönguskattur. Með útgönguskatti er átt við skatt á útgreiðslu á gjaldeyri og er hann sérstaklega hugsaður til að hluti af þrotabúum gömlu bankanna renni til ríkissjóðs.Eitt yfir alla Sú leið er ekki án vandkvæða, frekar en aðrar. Stóra spurningin er sú hvort hægt sé að setja útgönguskatt sem gildi aðeins fyrir þrotabú bankanna. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja svo ekki vera. Eitt verði að ganga yfir alla í þeim efnum. Það þýðir þá að öll útgreiðsla á gjaldeyri félli undir útgönguskattinn. Það gildir þá bæði um greiðslu af erlendum skuldum fyrirtækja, eins og Landsvirkjunar og álvera, svo dæmi séu tekin, og fjárfestingar utan landsteinanna, ekki síst hjá lífeyrissjóðunum. Það býður upp á ýmiss konar vanda. Rætt hefur verið um að útgönguskatturinn verði á bilinu 30 til 35 prósent og er þá miðað við virði innlendra eigna þrotabúa föllnu bankanna. Indefence-hópurinn setti í vikunni fram þá hugmynd að skatturinn yrði allt að 60 prósent, en sá hópur hefur verið tryggt bakland Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum að lífeyrissjóðir, eða aðrir fjárfestar, hafa lítinn hvata til að fjárfesta erlendis ef þeir þurfa að greiða þriðjung eða meira af upphæðinni í útgönguskatt.Ekkert ákveðið með skattinn Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var hins vegar býsna skýr um það á þingi í gær að engin ákvörðun hefði verið tekin um skattinn. „Varðandi útgönguskattinn hef ég margoft tekið fram að ekki hefur verið tekin ákvörðun um útgönguskatt og þaðan af síður hef ég boðað einhverja tiltekna prósentu sem menn eru farnir að vísa til.“ Þetta orðalag lætur kannski ekki mikið yfir sér, en ef það er sett í það samhengi að menn séu farnir að ræða prósentustig mögulegs skatts er ljóst að Bjarni hefur ekki sæst á neitt hvað það varðar. Heimildum Fréttablaðsins ber heldur ekki saman um hve fýsilegan kost stjórnvöld telji útgönguskattinn. Af framansögðum ástæðum hafa æ fleiri haldið því fram að erfitt sé að setja skattinn á og sumir telja að tekin hafi verið ákvörðun um að útgönguskattur sé ekki leiðin. Aðrir telja að enn sé unnið út frá honum og verið sé að finna leiðir fram hjá vandanum. Af orðum Bjarna má þó ljóst vera að ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um að setja skattinn á, hvað þá hve hár hann verður.Flókin umgjörð Sú leið hefur verið nefnd að hægt sé að setja lög um að erlendar skuldir íslenskra fyrirtækja standi utan við útgönguskattinn. Slíkt ætti að vera gerlegt, en óvíst er hvort erlendir kröfuhafar sætti sig við það og það býður því hættunni á málssókn heim með þeim rökum að brotið sé gegn jafnræðisreglu. Öðru máli gildir varðandi erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna og annarra. Heimildarmenn blaðsins telja engan kost á öðru en að útgönguskatturinn mundi ná yfir þær. Þeim ber þó ekki saman um hve alvarlegt það yrði. Lífeyrissjóðirnir fengu undanþágu í kjölfar hrunsins til að fjárfesta erlendis og standa ágætlega hvað það varðar. Innlend fjárfesting þeirra hefur líka skilað ágætis hagnaði. Hvað sem öðru líður er ljóst að útgönguskattinn yrði að útfæra í flókinni umgjörð og með hættu á málssóknum, verði sú leið farin.Kvartað yfir samráðsleysi Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, varaði við því í Fréttablaðinu í síðustu viku að undirbúa þyrfti þjóðina undir losun haftanna. Það að krónan fari á flot geti þýtt gengissveiflur sem hafi áhrif á stöðu lána heimilanna. „Það þarf að undirbúa þjóðina,“ sagði Ásgeir. „Afnám hafta kemur ekki ofan frá, þjóðin verður að vera með.“ Ljóst er að Sigmundur Davíð og Bjarni deila ekki þessari skoðun Ásgeirs. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði þá báða út í upplýsingagjöf um haftalosun á þingi í vikunni. „Af hverju er ekki hægt að taka mjög opinbera umræðu um allt þetta? Vegna þess að sérhvert orð sem sagt er í þeirri umræðu getur til dæmis haft áhrif á markaðina, á skráð skuldabréf og svo framvegis,“ sagði Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð telur það geta þjónað hagsmunum kröfuhafa ef vinnan er gerð opinber og segir „mikilvægt að þessi vinna verði ekki gerð opinber fyrr en hún hefur verið kláruð eða er komin á það stig að ekki sé hætta á að hún verði á einhvern hátt skemmd, unnið á henni eitthvert það tjón sem mundi gera íslenska ríkinu erfiðara fyrir við að leysa úr höftunum á farsælan hátt fyrir allan almenning í landinu“.Þolinmæðin á þrotum Fulltrúar allra stjórnmálaflokka eiga sæti í samráðsnefnd um afnám hafta. Ekki hefur verið haldinn fundur í henni síðan í desember. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að meðal Vinstri grænna séu uppi raddir um að segja sig úr því samráði, þar sem flokkurinn telur að ekkert raunverulegt samráð sé í gangi. Hvað sem verður er ljóst að um risastórt mál er að ræða sem enn ríkir algjör óvissa um. Hvernig til tekst með losunina mun hafa gríðarleg áhrif á stöðu þjóðarbúsins. Það mun ekki síður hafa áhrif á pólitíska stöðu flokka. Sem dæmi um hve málið er viðkvæmt má nefna að enginn þeirra fjölmörgu viðmælenda sem Fréttablaðið ræddi við við vinnslu þessarar fréttar vildi koma fram undir nafni.
Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira