Misskilningur í postulínsbúðinni Ólafur Stephensen skrifar 5. mars 2015 07:00 Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ríkisfyrirtækisins Íslandspósts (ÍSP), gerði því skóna í viðtali í Fréttablaðinu á þriðjudag að gagnrýni greinarhöfundar á starfsemi fyrirtækisins væri á misskilningi byggð. Það er á forstjóranum að skilja að aðskilnaður einkaréttarstarfsemi og samkeppnisrekstrar hjá Íslandspósti sé óskaplega flókinn. Lögin eru hins vegar einföld. Það má ekki niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum af einkarétti. Í ákvörðun 18/2013 hafnaði Póst- og fjarskiptastofnun forsendum og útreikningum Íslandspósts á kostnaði sem er millifærður frá samkeppnisrekstri yfir á einkarétt. Stofnunin taldi að ÍSP yrði að gera betur grein fyrir ástæðum taprekstrar í einstökum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri, þannig að unnt væri að meta hvort verið væri að niðurgreiða samkeppni við einkaaðila. Fyrirtækið hefur enn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum hvað þetta varðar. Það er því misskilningur hjá forstjóranum þegar hann segir að hann hafi „ekki fengið neinar meldingar frá eftirlitsaðilum okkar um að við séum að gera eitthvað rangt“. PFS hefur gert margvíslegar athugasemdir við bókhald og fjárhagslegan aðskilnað. Samkeppniseftirlitið hefur beitt bráðabirgðaákvörðunum, hótað dagsektum og sent félaginu andmælaskjal, þar sem kemur skýrt fram að stofnunin telji samkeppnisbrot hafa átt sér stað. Forstjórinn heldur því síðan fram að sáttameðferðin, sem ÍSP hefur undirgengizt hjá samkeppnisyfirvöldum, feli ekki í sér að nein samkeppnisbrot hafi verið framin, heldur sé „tilraun til að skýra málin“. Sáttameðferð samkvæmt 17. grein f. í samkeppnislögum hefst hins vegar ekki nema talið sé að samkeppnisbrot hafi átt sér stað og viðkomandi fyrirtæki samþykki að undirgangast sátt. Loks uppástendur forstjórinn að Íslandspóstur eigi í raun enga keppinauta: „Það er hægt að segja við fólk að við séum á kafi í samkeppni en það er bara enginn sem við erum að keppa við.“ Það er ákaflega hæpið að keppinautar Íslandspósts, til dæmis í prentþjónustu, gagnageymslu, flutningsmiðlun, sendibílaþjónustu eða póstdreifingu, skrifi upp á að þeir séu ekki til. Hér er ástæða til að ítreka spurninguna úr fyrri grein: Á löggjafinn að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki? Alveg sérstaklega þegar æðsti stjórnandi þess er haldinn svona alvarlegum misskilningi um að hann hafi ekkert gert af sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ríkisfyrirtækisins Íslandspósts (ÍSP), gerði því skóna í viðtali í Fréttablaðinu á þriðjudag að gagnrýni greinarhöfundar á starfsemi fyrirtækisins væri á misskilningi byggð. Það er á forstjóranum að skilja að aðskilnaður einkaréttarstarfsemi og samkeppnisrekstrar hjá Íslandspósti sé óskaplega flókinn. Lögin eru hins vegar einföld. Það má ekki niðurgreiða samkeppnisrekstur með tekjum af einkarétti. Í ákvörðun 18/2013 hafnaði Póst- og fjarskiptastofnun forsendum og útreikningum Íslandspósts á kostnaði sem er millifærður frá samkeppnisrekstri yfir á einkarétt. Stofnunin taldi að ÍSP yrði að gera betur grein fyrir ástæðum taprekstrar í einstökum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri, þannig að unnt væri að meta hvort verið væri að niðurgreiða samkeppni við einkaaðila. Fyrirtækið hefur enn ekki gert hreint fyrir sínum dyrum hvað þetta varðar. Það er því misskilningur hjá forstjóranum þegar hann segir að hann hafi „ekki fengið neinar meldingar frá eftirlitsaðilum okkar um að við séum að gera eitthvað rangt“. PFS hefur gert margvíslegar athugasemdir við bókhald og fjárhagslegan aðskilnað. Samkeppniseftirlitið hefur beitt bráðabirgðaákvörðunum, hótað dagsektum og sent félaginu andmælaskjal, þar sem kemur skýrt fram að stofnunin telji samkeppnisbrot hafa átt sér stað. Forstjórinn heldur því síðan fram að sáttameðferðin, sem ÍSP hefur undirgengizt hjá samkeppnisyfirvöldum, feli ekki í sér að nein samkeppnisbrot hafi verið framin, heldur sé „tilraun til að skýra málin“. Sáttameðferð samkvæmt 17. grein f. í samkeppnislögum hefst hins vegar ekki nema talið sé að samkeppnisbrot hafi átt sér stað og viðkomandi fyrirtæki samþykki að undirgangast sátt. Loks uppástendur forstjórinn að Íslandspóstur eigi í raun enga keppinauta: „Það er hægt að segja við fólk að við séum á kafi í samkeppni en það er bara enginn sem við erum að keppa við.“ Það er ákaflega hæpið að keppinautar Íslandspósts, til dæmis í prentþjónustu, gagnageymslu, flutningsmiðlun, sendibílaþjónustu eða póstdreifingu, skrifi upp á að þeir séu ekki til. Hér er ástæða til að ítreka spurninguna úr fyrri grein: Á löggjafinn að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki? Alveg sérstaklega þegar æðsti stjórnandi þess er haldinn svona alvarlegum misskilningi um að hann hafi ekkert gert af sér?
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun