Rekstrarform í heilsugæslu Oddur Steinarsson skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Nokkuð hefur verið skrifað undanfarið um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi í heilbrigðisþjónustu. Undirritaður hefur saknað nokkuð faglegs samanburðar og staðreynda í þeirri umfjöllun. Hvað varðar heilsugæsluna þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Í nýlegri skýrslu Health Consumer Powerhouse er Holland í efsta sæti í Evrópu hvað varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Þar er mjög öflugt kerfi heimilislækna sem fá að starfa sjálfstætt. Noregur er efst Norðurlandanna, eða í 3. sæti þar. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001, en það var vinstri stjórn Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna á landsvísu. Það skarð er í dag að mestu fyllt. Góður árangur Í Svíþjóð var innleitt breytt kerfi í heilsugæslunni á árunum 2007-2009, en það var gert eftir að horft var til fyrirmynda meðal annars frá Danmörku og Noregi. Þetta kerfi byggist á valfrelsi einstaklingsins þar sem heilsugæslur sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingarnir geta valið hvert þeir sækja þjónustuna og fjármagnið fylgir með. Hvað varðar árangur af þessu þá hafa stóru háskólarnir gert greiningar og niðurstaðan er sú að árangurinn sé almennt góður. Jafnframt gefa aðrar stofnanir reglulega út greiningar á árangri. Karolinska Institutet hefur reglulega birt skýrslur um árangur í Stokkhólmi. Þar jukust læknisheimsóknir í heilsugæslunni um 28% á árunum 2006-2009 og heildarkostnaður jókst um 2,8% á sama tíma. Árið 2006 voru það íbúar á svæðum með háar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir, en 2009 voru það íbúar á svæðum með lágar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir til heimilislækna. Í Gautaborg og nágrenni jukust læknisheimsóknir um nærri 15% í heilsugæslunni og kostnaðurinn þar hefur verið undir þessari aukningu líkt og í Stokkhólmi. Við kerfisbreytingarnar í Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um 223 og eru nú um 1.200 á landsvísu. Sænska ríkisendurskoðunin birti í haust skýrslu þar sem vissir þættir kerfisins voru gagnrýndir, en sú skýrsla hefur verið umdeild og verklagi við hana mótmælt harðlega af til dæmis VG region (Gautaborg og nágrenni), sem gerði athugasemdir um að notuð hefðu verið röng viðmið. Eftir kerfisbreytingarnar í Svíþjóð hefur heimilislæknum verið að fjölga og ásókn í heimilislækningar aukist mjög. Þar fengu um 300 læknar sérfræðileyfi í heimilislækningum árið 2009, en 603 árið 2013. Í Gautaborg og nágrenni voru sérnámslæknar í heimilislækningum 173 í ársbyrjun 2009, en hafði fjölgað í 350 á miðju ári 2013. Til samanburðar útskrifuðust 8 með sérfræðileyfi í heimilislækningum á tveggja ára tímabili 2013-2014 á Íslandi, eða um fjórir á ári (Svíar eru um 30 sinnum fleiri en við, þannig að ef við fylgdum þeim þá ættu um 10-20 að útskrifast á ári). Á sama tíma var meðalaldur sérfræðinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 55 ár í haust og aðeins 27% undir 50 ára aldri. Jafnframt var birt viðhorfskönnun læknanema til sérgreina í Læknablaðinu nú í febrúar sl., en þar höfðu aðeins 10 læknanemar af 205 sem svöruðu mestan áhuga á heimilislækningum. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Heilsugæsla Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið skrifað undanfarið um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi í heilbrigðisþjónustu. Undirritaður hefur saknað nokkuð faglegs samanburðar og staðreynda í þeirri umfjöllun. Hvað varðar heilsugæsluna þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Í nýlegri skýrslu Health Consumer Powerhouse er Holland í efsta sæti í Evrópu hvað varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Þar er mjög öflugt kerfi heimilislækna sem fá að starfa sjálfstætt. Noregur er efst Norðurlandanna, eða í 3. sæti þar. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001, en það var vinstri stjórn Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna á landsvísu. Það skarð er í dag að mestu fyllt. Góður árangur Í Svíþjóð var innleitt breytt kerfi í heilsugæslunni á árunum 2007-2009, en það var gert eftir að horft var til fyrirmynda meðal annars frá Danmörku og Noregi. Þetta kerfi byggist á valfrelsi einstaklingsins þar sem heilsugæslur sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingarnir geta valið hvert þeir sækja þjónustuna og fjármagnið fylgir með. Hvað varðar árangur af þessu þá hafa stóru háskólarnir gert greiningar og niðurstaðan er sú að árangurinn sé almennt góður. Jafnframt gefa aðrar stofnanir reglulega út greiningar á árangri. Karolinska Institutet hefur reglulega birt skýrslur um árangur í Stokkhólmi. Þar jukust læknisheimsóknir í heilsugæslunni um 28% á árunum 2006-2009 og heildarkostnaður jókst um 2,8% á sama tíma. Árið 2006 voru það íbúar á svæðum með háar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir, en 2009 voru það íbúar á svæðum með lágar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir til heimilislækna. Í Gautaborg og nágrenni jukust læknisheimsóknir um nærri 15% í heilsugæslunni og kostnaðurinn þar hefur verið undir þessari aukningu líkt og í Stokkhólmi. Við kerfisbreytingarnar í Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um 223 og eru nú um 1.200 á landsvísu. Sænska ríkisendurskoðunin birti í haust skýrslu þar sem vissir þættir kerfisins voru gagnrýndir, en sú skýrsla hefur verið umdeild og verklagi við hana mótmælt harðlega af til dæmis VG region (Gautaborg og nágrenni), sem gerði athugasemdir um að notuð hefðu verið röng viðmið. Eftir kerfisbreytingarnar í Svíþjóð hefur heimilislæknum verið að fjölga og ásókn í heimilislækningar aukist mjög. Þar fengu um 300 læknar sérfræðileyfi í heimilislækningum árið 2009, en 603 árið 2013. Í Gautaborg og nágrenni voru sérnámslæknar í heimilislækningum 173 í ársbyrjun 2009, en hafði fjölgað í 350 á miðju ári 2013. Til samanburðar útskrifuðust 8 með sérfræðileyfi í heimilislækningum á tveggja ára tímabili 2013-2014 á Íslandi, eða um fjórir á ári (Svíar eru um 30 sinnum fleiri en við, þannig að ef við fylgdum þeim þá ættu um 10-20 að útskrifast á ári). Á sama tíma var meðalaldur sérfræðinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 55 ár í haust og aðeins 27% undir 50 ára aldri. Jafnframt var birt viðhorfskönnun læknanema til sérgreina í Læknablaðinu nú í febrúar sl., en þar höfðu aðeins 10 læknanemar af 205 sem svöruðu mestan áhuga á heimilislækningum. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar