Rekstrarform í heilsugæslu Oddur Steinarsson skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Nokkuð hefur verið skrifað undanfarið um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi í heilbrigðisþjónustu. Undirritaður hefur saknað nokkuð faglegs samanburðar og staðreynda í þeirri umfjöllun. Hvað varðar heilsugæsluna þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Í nýlegri skýrslu Health Consumer Powerhouse er Holland í efsta sæti í Evrópu hvað varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Þar er mjög öflugt kerfi heimilislækna sem fá að starfa sjálfstætt. Noregur er efst Norðurlandanna, eða í 3. sæti þar. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001, en það var vinstri stjórn Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna á landsvísu. Það skarð er í dag að mestu fyllt. Góður árangur Í Svíþjóð var innleitt breytt kerfi í heilsugæslunni á árunum 2007-2009, en það var gert eftir að horft var til fyrirmynda meðal annars frá Danmörku og Noregi. Þetta kerfi byggist á valfrelsi einstaklingsins þar sem heilsugæslur sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingarnir geta valið hvert þeir sækja þjónustuna og fjármagnið fylgir með. Hvað varðar árangur af þessu þá hafa stóru háskólarnir gert greiningar og niðurstaðan er sú að árangurinn sé almennt góður. Jafnframt gefa aðrar stofnanir reglulega út greiningar á árangri. Karolinska Institutet hefur reglulega birt skýrslur um árangur í Stokkhólmi. Þar jukust læknisheimsóknir í heilsugæslunni um 28% á árunum 2006-2009 og heildarkostnaður jókst um 2,8% á sama tíma. Árið 2006 voru það íbúar á svæðum með háar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir, en 2009 voru það íbúar á svæðum með lágar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir til heimilislækna. Í Gautaborg og nágrenni jukust læknisheimsóknir um nærri 15% í heilsugæslunni og kostnaðurinn þar hefur verið undir þessari aukningu líkt og í Stokkhólmi. Við kerfisbreytingarnar í Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um 223 og eru nú um 1.200 á landsvísu. Sænska ríkisendurskoðunin birti í haust skýrslu þar sem vissir þættir kerfisins voru gagnrýndir, en sú skýrsla hefur verið umdeild og verklagi við hana mótmælt harðlega af til dæmis VG region (Gautaborg og nágrenni), sem gerði athugasemdir um að notuð hefðu verið röng viðmið. Eftir kerfisbreytingarnar í Svíþjóð hefur heimilislæknum verið að fjölga og ásókn í heimilislækningar aukist mjög. Þar fengu um 300 læknar sérfræðileyfi í heimilislækningum árið 2009, en 603 árið 2013. Í Gautaborg og nágrenni voru sérnámslæknar í heimilislækningum 173 í ársbyrjun 2009, en hafði fjölgað í 350 á miðju ári 2013. Til samanburðar útskrifuðust 8 með sérfræðileyfi í heimilislækningum á tveggja ára tímabili 2013-2014 á Íslandi, eða um fjórir á ári (Svíar eru um 30 sinnum fleiri en við, þannig að ef við fylgdum þeim þá ættu um 10-20 að útskrifast á ári). Á sama tíma var meðalaldur sérfræðinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 55 ár í haust og aðeins 27% undir 50 ára aldri. Jafnframt var birt viðhorfskönnun læknanema til sérgreina í Læknablaðinu nú í febrúar sl., en þar höfðu aðeins 10 læknanemar af 205 sem svöruðu mestan áhuga á heimilislækningum. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Heilsugæsla Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið skrifað undanfarið um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi í heilbrigðisþjónustu. Undirritaður hefur saknað nokkuð faglegs samanburðar og staðreynda í þeirri umfjöllun. Hvað varðar heilsugæsluna þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Í nýlegri skýrslu Health Consumer Powerhouse er Holland í efsta sæti í Evrópu hvað varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Þar er mjög öflugt kerfi heimilislækna sem fá að starfa sjálfstætt. Noregur er efst Norðurlandanna, eða í 3. sæti þar. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001, en það var vinstri stjórn Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna á landsvísu. Það skarð er í dag að mestu fyllt. Góður árangur Í Svíþjóð var innleitt breytt kerfi í heilsugæslunni á árunum 2007-2009, en það var gert eftir að horft var til fyrirmynda meðal annars frá Danmörku og Noregi. Þetta kerfi byggist á valfrelsi einstaklingsins þar sem heilsugæslur sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingarnir geta valið hvert þeir sækja þjónustuna og fjármagnið fylgir með. Hvað varðar árangur af þessu þá hafa stóru háskólarnir gert greiningar og niðurstaðan er sú að árangurinn sé almennt góður. Jafnframt gefa aðrar stofnanir reglulega út greiningar á árangri. Karolinska Institutet hefur reglulega birt skýrslur um árangur í Stokkhólmi. Þar jukust læknisheimsóknir í heilsugæslunni um 28% á árunum 2006-2009 og heildarkostnaður jókst um 2,8% á sama tíma. Árið 2006 voru það íbúar á svæðum með háar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir, en 2009 voru það íbúar á svæðum með lágar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir til heimilislækna. Í Gautaborg og nágrenni jukust læknisheimsóknir um nærri 15% í heilsugæslunni og kostnaðurinn þar hefur verið undir þessari aukningu líkt og í Stokkhólmi. Við kerfisbreytingarnar í Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um 223 og eru nú um 1.200 á landsvísu. Sænska ríkisendurskoðunin birti í haust skýrslu þar sem vissir þættir kerfisins voru gagnrýndir, en sú skýrsla hefur verið umdeild og verklagi við hana mótmælt harðlega af til dæmis VG region (Gautaborg og nágrenni), sem gerði athugasemdir um að notuð hefðu verið röng viðmið. Eftir kerfisbreytingarnar í Svíþjóð hefur heimilislæknum verið að fjölga og ásókn í heimilislækningar aukist mjög. Þar fengu um 300 læknar sérfræðileyfi í heimilislækningum árið 2009, en 603 árið 2013. Í Gautaborg og nágrenni voru sérnámslæknar í heimilislækningum 173 í ársbyrjun 2009, en hafði fjölgað í 350 á miðju ári 2013. Til samanburðar útskrifuðust 8 með sérfræðileyfi í heimilislækningum á tveggja ára tímabili 2013-2014 á Íslandi, eða um fjórir á ári (Svíar eru um 30 sinnum fleiri en við, þannig að ef við fylgdum þeim þá ættu um 10-20 að útskrifast á ári). Á sama tíma var meðalaldur sérfræðinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 55 ár í haust og aðeins 27% undir 50 ára aldri. Jafnframt var birt viðhorfskönnun læknanema til sérgreina í Læknablaðinu nú í febrúar sl., en þar höfðu aðeins 10 læknanemar af 205 sem svöruðu mestan áhuga á heimilislækningum. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun