Vill milda tilskipanir EES kolbeinn óttarsson proppé skrifar 16. febrúar 2015 08:00 Frosti Sigurjónsson vill meta fordómalaust hvort fríverslunarsamningar gagnist Íslendingum betur en EES-samningurinn, en margt skaðlegt fylgi honum. fréttablaðið/gva Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að reglugerðafarganið sem berist í gegnum EES hafi lengi verið eitur í beinum framsóknarmanna og annarra. Hún hefur velt því upp hvort ekki sé hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. „Ég hef líka rætt það niðri í ráðuneyti, eftir að ég kom, að ég hefði ígrundað þetta með sjálfri mér, hvort við tækjum ekki réttu íslensku orðin inn oft og tíðum.“Sigrún MagnúsdóttirVaxandi pirrings virðist gæta innan Framsóknarflokksins í garð Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og þeirra Evróputilskipana sem Íslendingar verða að innleiða vegna veru sinnar í EES. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir regluverk EES íþyngjandi og ekki allt Íslendingum í hag sem þaðan komi, þótt margt sé ágætt. Hann vísar í þrýsting um að lögleiða gengistryggð lán. Meta þurfi kosti og galla samstarfsins. „Það þarf að hlusta líka á sjónarmið Íslendinga í þessu. Ef þetta á að vera gott samband, þetta Evrópska efnahagssvæði, þá verður að taka tillit til aðstæðna sem hér eru. Þær eru öðruvísi.“ Frosti telur einnig að leggjast eigi yfir hvort aðild Íslendinga að Schengen hafi verið til góðs eða ekki. Til að mynda hafi ekki tekist að efna loforð um ferðalög án vegabréfs. Þá þurfi að spyrja sig að því hví Bretar velji að vera utan Schengen að hluta. Frosti situr í utanríkismálanefnd Alþingis. Mun hann beita sér fyrir endurmati á aðild að EES og Schengen? „Já, já, ég gæti alveg hugsað mér það. Ég mundi alveg styðja það allavega að þetta yrði skoðað og metið hver hefur verið árangurinn af verunni í Schengen, hverjir væru kostir þess og gallar. Og ég held að við ættum líka í sambandi við Evrópska efnahagssvæðið að meta það öðru hvoru hvort það sé besta mögulega formið á samstarfinu við þessi aðildarríki,“ segir Frosti og vísar í önnur samstarfsform eins og fríverslunarsamninga. Málið kom upp á fundi Framsóknarflokksins á laugardag, þar sem nokkrir fundarmenn lýstu yfir efasemdum varðandi EES-aðild. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að í þingflokkum beggja stjórnarflokkanna séu mjög miklar áhyggjur af þeim fjölda Evróputilskipana sem Alþingi berist til samþykktar. Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að reglugerðafarganið sem berist í gegnum EES hafi lengi verið eitur í beinum framsóknarmanna og annarra. Hún hefur velt því upp hvort ekki sé hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. „Ég hef líka rætt það niðri í ráðuneyti, eftir að ég kom, að ég hefði ígrundað þetta með sjálfri mér, hvort við tækjum ekki réttu íslensku orðin inn oft og tíðum.“Sigrún MagnúsdóttirVaxandi pirrings virðist gæta innan Framsóknarflokksins í garð Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og þeirra Evróputilskipana sem Íslendingar verða að innleiða vegna veru sinnar í EES. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir regluverk EES íþyngjandi og ekki allt Íslendingum í hag sem þaðan komi, þótt margt sé ágætt. Hann vísar í þrýsting um að lögleiða gengistryggð lán. Meta þurfi kosti og galla samstarfsins. „Það þarf að hlusta líka á sjónarmið Íslendinga í þessu. Ef þetta á að vera gott samband, þetta Evrópska efnahagssvæði, þá verður að taka tillit til aðstæðna sem hér eru. Þær eru öðruvísi.“ Frosti telur einnig að leggjast eigi yfir hvort aðild Íslendinga að Schengen hafi verið til góðs eða ekki. Til að mynda hafi ekki tekist að efna loforð um ferðalög án vegabréfs. Þá þurfi að spyrja sig að því hví Bretar velji að vera utan Schengen að hluta. Frosti situr í utanríkismálanefnd Alþingis. Mun hann beita sér fyrir endurmati á aðild að EES og Schengen? „Já, já, ég gæti alveg hugsað mér það. Ég mundi alveg styðja það allavega að þetta yrði skoðað og metið hver hefur verið árangurinn af verunni í Schengen, hverjir væru kostir þess og gallar. Og ég held að við ættum líka í sambandi við Evrópska efnahagssvæðið að meta það öðru hvoru hvort það sé besta mögulega formið á samstarfinu við þessi aðildarríki,“ segir Frosti og vísar í önnur samstarfsform eins og fríverslunarsamninga. Málið kom upp á fundi Framsóknarflokksins á laugardag, þar sem nokkrir fundarmenn lýstu yfir efasemdum varðandi EES-aðild. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að í þingflokkum beggja stjórnarflokkanna séu mjög miklar áhyggjur af þeim fjölda Evróputilskipana sem Alþingi berist til samþykktar.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira