Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. mars 2025 00:04 Óalgengt er að Rússlandsforseti klæðist herklæðum í opinberum heimsóknum sínum. Hann er sagður hafa heimsótt stjórnstöð í Kúrsk í kvöld. EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti er staddur í Kúrskhéraði í Rússlandi í fyrsta skipti síðan Úkraínuher réðist skyndilega inn í héraðið í ágúst í fyrra. Harðir bardagar hafa átt sér stað frá innrás Úkraínuhers í Kúrsk. Rússar hafa undanfarnar vikur sölsað undir sig landsvæði í héraðinu. BBC hefur eftir Valery Gerasimov yfirhershöfðingja í Rússlandi að Rússar hafi nú endurheimt um 1100 ferkílómetra af landsvæðinu og fangað um 430 úkraínska hermenn á svæðinu. Rússnesk yfirvöld segjast meðal annars hafa náð yfirráðum yfir borginni Sudzha í héraðinu, sem úkraínsk yfirvöld segja ekki rétt. Fyrr í dag bárust fréttir af því að úkraínskir hermenn væru að hörfa frá yfirráðasvæðinu þeirra í Kúrsk, flestar byggðir sem Úkraínumenn hafi haldið í Kúrsk væru orðnar tómar. Pútín hefur enn ekki brugðist við vopnahléstillögu sem Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði Úkraínumenn hafa samþykkt í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu fer Steve Witkoff sendifulltrúi Trump til Moskvu síðar í vikunni til að ræða tillöguna. Heimildarmenn Reuters sögðu í dag ólíklegt að Pútín samþykkti vopnahléstillögu að svo stöddu, eins og hún liti út í dag. Aftur á móti hefur Pútín farið hörðum orðum um stöðuna í Kursk, þar sem hann er nú staddur klæddur herklæðum, samkvæmt rússneskum miðlum. Hann skipar rússneska hernum að ná fullum yfirráðum yfir héraðinu á ný. Þá segir hann að farið verði með úkraínska hermenn á svæðinu eins og hryðjuverkamenn, frekar en stríðsfanga, samkvæmt rússneskum lögum. Í frétt Guardian segir að með ummælunum hafi Pútín gefið í skyn að hermennirnir sem Rússlandsher hefur fangað gætu átt yfir höfði sér margra tuga ára langa fangelsisvist í Rússlandi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Afstaða Rússlands ræðst ekki af samþykktum eða viðleitni aðila utan Rússlands, heldur innan Rússlands. Þetta sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, í morgun. 12. mars 2025 07:42 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira
Harðir bardagar hafa átt sér stað frá innrás Úkraínuhers í Kúrsk. Rússar hafa undanfarnar vikur sölsað undir sig landsvæði í héraðinu. BBC hefur eftir Valery Gerasimov yfirhershöfðingja í Rússlandi að Rússar hafi nú endurheimt um 1100 ferkílómetra af landsvæðinu og fangað um 430 úkraínska hermenn á svæðinu. Rússnesk yfirvöld segjast meðal annars hafa náð yfirráðum yfir borginni Sudzha í héraðinu, sem úkraínsk yfirvöld segja ekki rétt. Fyrr í dag bárust fréttir af því að úkraínskir hermenn væru að hörfa frá yfirráðasvæðinu þeirra í Kúrsk, flestar byggðir sem Úkraínumenn hafi haldið í Kúrsk væru orðnar tómar. Pútín hefur enn ekki brugðist við vopnahléstillögu sem Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði Úkraínumenn hafa samþykkt í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu fer Steve Witkoff sendifulltrúi Trump til Moskvu síðar í vikunni til að ræða tillöguna. Heimildarmenn Reuters sögðu í dag ólíklegt að Pútín samþykkti vopnahléstillögu að svo stöddu, eins og hún liti út í dag. Aftur á móti hefur Pútín farið hörðum orðum um stöðuna í Kursk, þar sem hann er nú staddur klæddur herklæðum, samkvæmt rússneskum miðlum. Hann skipar rússneska hernum að ná fullum yfirráðum yfir héraðinu á ný. Þá segir hann að farið verði með úkraínska hermenn á svæðinu eins og hryðjuverkamenn, frekar en stríðsfanga, samkvæmt rússneskum lögum. Í frétt Guardian segir að með ummælunum hafi Pútín gefið í skyn að hermennirnir sem Rússlandsher hefur fangað gætu átt yfir höfði sér margra tuga ára langa fangelsisvist í Rússlandi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Afstaða Rússlands ræðst ekki af samþykktum eða viðleitni aðila utan Rússlands, heldur innan Rússlands. Þetta sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, í morgun. 12. mars 2025 07:42 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02
Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Afstaða Rússlands ræðst ekki af samþykktum eða viðleitni aðila utan Rússlands, heldur innan Rússlands. Þetta sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, í morgun. 12. mars 2025 07:42