Vaktin: Halla kjörin formaður VR Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. mars 2025 11:40 Halla Gunnarsdóttir er sigurvegari kosninganna um formann VR. Hún hefur setið í embættinu frá því í desember þegar hún tók við af Ragnari Þór Ingólfssyni. Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir hefur verið kjörin formaður VR samkvæmt heimildum fréttastofu. Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kjörs formanns og stjórnar VR lauk á hádegi í dag. Fréttastofa fylgist með þróun mála í vaktinni og í beinni útsendingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks VR vegna kjörsins hófst að morgni fimmtudagsins 6. mars og lauk í dag. Atkvæðagreiðslan er rafræn og er valið milli fjögurra frambjóðenda til formanns VR og 16 frambjóðenda til stjórnar VR. Mest spenna er í formannsslagnum en frambjóðendurnir fjórir til formanns eru: Bjarni Þór Sigurðsson, Flosi Eiríksson, Halla Gunnarsdóttir og Þorsteinn Skúli Sveinsson. Fréttastofa ræddi við frambjóðendurna fjóra í gær um baráttuna sem hefur harðnað nokkuð á síðustu dögum. Sjá einnig: Ögurstund upp runnin hjá VR Sextán frambjóðendur eru til stjórnar: Andrea Rut Pálsdóttir, Birgitta Ragnarsdóttir, Eldar Ástþórsson, Guðmundur Ásgeirsson, Jennifer Schröder, Karl F. Thorarensen, Kristján Gísli Stefánsson, Maria Araceli Quintana, Mateusz Gabríel Kowalczyk Róbertsson, Ólafur Reimar Gunnarsson, Selma Björk Grétarsdóttir, Styrmir Jökull Einarsson, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Tómas Elí Guðmundsson, Vala Ólöf Kristinsdóttir og Þórir Hilmarsson. Upp úr 14 hefst bein útsending Stöðvar 2 frá Húsi verslunarinnar. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða hana.
Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks VR vegna kjörsins hófst að morgni fimmtudagsins 6. mars og lauk í dag. Atkvæðagreiðslan er rafræn og er valið milli fjögurra frambjóðenda til formanns VR og 16 frambjóðenda til stjórnar VR. Mest spenna er í formannsslagnum en frambjóðendurnir fjórir til formanns eru: Bjarni Þór Sigurðsson, Flosi Eiríksson, Halla Gunnarsdóttir og Þorsteinn Skúli Sveinsson. Fréttastofa ræddi við frambjóðendurna fjóra í gær um baráttuna sem hefur harðnað nokkuð á síðustu dögum. Sjá einnig: Ögurstund upp runnin hjá VR Sextán frambjóðendur eru til stjórnar: Andrea Rut Pálsdóttir, Birgitta Ragnarsdóttir, Eldar Ástþórsson, Guðmundur Ásgeirsson, Jennifer Schröder, Karl F. Thorarensen, Kristján Gísli Stefánsson, Maria Araceli Quintana, Mateusz Gabríel Kowalczyk Róbertsson, Ólafur Reimar Gunnarsson, Selma Björk Grétarsdóttir, Styrmir Jökull Einarsson, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Tómas Elí Guðmundsson, Vala Ólöf Kristinsdóttir og Þórir Hilmarsson. Upp úr 14 hefst bein útsending Stöðvar 2 frá Húsi verslunarinnar. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða hana.
Formannskjör í VR 2025 Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira