Öfgar geta af sér öfgar Starri Reynisson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Hér á landi, líkt og í öðrum löndum í Evrópu, er hópur fólks sem er að berjast fyrir því að framin verði kerfisbundin mannréttindabrot og ákveðnum minnihlutahóp verði mismunað vegna þess hverrar trúar hann er. Eflaust er þetta upp til hópa ágætis fólk sem er einfaldlega mjög afvegaleitt og áttar sig sennilega ekki á því hversu viðbjóðslegar og hættulegar skoðanir þess eru. Auðvitað er þessu fólki frjálst að koma sínum skoðunum á framfæri, en óneitanlega væri heimurinn betri staður ef færri deildu þessum skoðunum. Sannleikurinn er einfaldlega sá að það er ekki hægt að setja alla múslima undir sama hatt og gera ráð fyrir því að þetta séu allt hryðjuverkamenn. Það að ætla að hafa sérstakt eftirlit með múslimum á þessum forsendum er álíka fáránlegt og að ætla að hafa sérstakt eftirlit með kaþólskum prestum á þeim forsendum að þeir séu allir barnaníðingar. Langflestir múslimar eru bara ósköp eðlilegt og gott fólk, öfgamennirnir eru aðeins hávær minnihluti og tala ekki fyrir alla múslima neitt frekar en t.d. Westboro Baptist Church talar fyrir alla sem eru kristnir, Ku Klux Klan talar fyrir alla hægrimenn, já eða bara forstöðumenn Facebook-síðunnar „Mótmælum mosku á Íslandi“ fyrir alla Íslendinga. Öfgar geta af sér öfgar, og það virkar í báðar áttir. Hryðjuverk á borð við árásina í París gera fátt annað en að gera öfgaþjóðernissinna enn öfgafyllri, og ummæli og aðgerðir þessara þjóðernissinna gera ekkert nema skvetta bensíni á eldinn hjá öfgatrúuðum múslimum. Þetta er þróun sem allt gott og vel meinandi fólk ætti að leggjast á eitt við að sporna gegn. Það er einfaldlega þannig að ef við viðurkennum að skoðanir sem byggjast á fordómum, mismunun og mannréttindabrotum eigi rétt á sér erum við um leið að segja að fordómar, mismunun og mannréttindabrot séu á einhvern hátt réttlætanlegir hlutir, sem þeir eru alls ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Hér á landi, líkt og í öðrum löndum í Evrópu, er hópur fólks sem er að berjast fyrir því að framin verði kerfisbundin mannréttindabrot og ákveðnum minnihlutahóp verði mismunað vegna þess hverrar trúar hann er. Eflaust er þetta upp til hópa ágætis fólk sem er einfaldlega mjög afvegaleitt og áttar sig sennilega ekki á því hversu viðbjóðslegar og hættulegar skoðanir þess eru. Auðvitað er þessu fólki frjálst að koma sínum skoðunum á framfæri, en óneitanlega væri heimurinn betri staður ef færri deildu þessum skoðunum. Sannleikurinn er einfaldlega sá að það er ekki hægt að setja alla múslima undir sama hatt og gera ráð fyrir því að þetta séu allt hryðjuverkamenn. Það að ætla að hafa sérstakt eftirlit með múslimum á þessum forsendum er álíka fáránlegt og að ætla að hafa sérstakt eftirlit með kaþólskum prestum á þeim forsendum að þeir séu allir barnaníðingar. Langflestir múslimar eru bara ósköp eðlilegt og gott fólk, öfgamennirnir eru aðeins hávær minnihluti og tala ekki fyrir alla múslima neitt frekar en t.d. Westboro Baptist Church talar fyrir alla sem eru kristnir, Ku Klux Klan talar fyrir alla hægrimenn, já eða bara forstöðumenn Facebook-síðunnar „Mótmælum mosku á Íslandi“ fyrir alla Íslendinga. Öfgar geta af sér öfgar, og það virkar í báðar áttir. Hryðjuverk á borð við árásina í París gera fátt annað en að gera öfgaþjóðernissinna enn öfgafyllri, og ummæli og aðgerðir þessara þjóðernissinna gera ekkert nema skvetta bensíni á eldinn hjá öfgatrúuðum múslimum. Þetta er þróun sem allt gott og vel meinandi fólk ætti að leggjast á eitt við að sporna gegn. Það er einfaldlega þannig að ef við viðurkennum að skoðanir sem byggjast á fordómum, mismunun og mannréttindabrotum eigi rétt á sér erum við um leið að segja að fordómar, mismunun og mannréttindabrot séu á einhvern hátt réttlætanlegir hlutir, sem þeir eru alls ekki.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun