Öfgar geta af sér öfgar Starri Reynisson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Hér á landi, líkt og í öðrum löndum í Evrópu, er hópur fólks sem er að berjast fyrir því að framin verði kerfisbundin mannréttindabrot og ákveðnum minnihlutahóp verði mismunað vegna þess hverrar trúar hann er. Eflaust er þetta upp til hópa ágætis fólk sem er einfaldlega mjög afvegaleitt og áttar sig sennilega ekki á því hversu viðbjóðslegar og hættulegar skoðanir þess eru. Auðvitað er þessu fólki frjálst að koma sínum skoðunum á framfæri, en óneitanlega væri heimurinn betri staður ef færri deildu þessum skoðunum. Sannleikurinn er einfaldlega sá að það er ekki hægt að setja alla múslima undir sama hatt og gera ráð fyrir því að þetta séu allt hryðjuverkamenn. Það að ætla að hafa sérstakt eftirlit með múslimum á þessum forsendum er álíka fáránlegt og að ætla að hafa sérstakt eftirlit með kaþólskum prestum á þeim forsendum að þeir séu allir barnaníðingar. Langflestir múslimar eru bara ósköp eðlilegt og gott fólk, öfgamennirnir eru aðeins hávær minnihluti og tala ekki fyrir alla múslima neitt frekar en t.d. Westboro Baptist Church talar fyrir alla sem eru kristnir, Ku Klux Klan talar fyrir alla hægrimenn, já eða bara forstöðumenn Facebook-síðunnar „Mótmælum mosku á Íslandi“ fyrir alla Íslendinga. Öfgar geta af sér öfgar, og það virkar í báðar áttir. Hryðjuverk á borð við árásina í París gera fátt annað en að gera öfgaþjóðernissinna enn öfgafyllri, og ummæli og aðgerðir þessara þjóðernissinna gera ekkert nema skvetta bensíni á eldinn hjá öfgatrúuðum múslimum. Þetta er þróun sem allt gott og vel meinandi fólk ætti að leggjast á eitt við að sporna gegn. Það er einfaldlega þannig að ef við viðurkennum að skoðanir sem byggjast á fordómum, mismunun og mannréttindabrotum eigi rétt á sér erum við um leið að segja að fordómar, mismunun og mannréttindabrot séu á einhvern hátt réttlætanlegir hlutir, sem þeir eru alls ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hér á landi, líkt og í öðrum löndum í Evrópu, er hópur fólks sem er að berjast fyrir því að framin verði kerfisbundin mannréttindabrot og ákveðnum minnihlutahóp verði mismunað vegna þess hverrar trúar hann er. Eflaust er þetta upp til hópa ágætis fólk sem er einfaldlega mjög afvegaleitt og áttar sig sennilega ekki á því hversu viðbjóðslegar og hættulegar skoðanir þess eru. Auðvitað er þessu fólki frjálst að koma sínum skoðunum á framfæri, en óneitanlega væri heimurinn betri staður ef færri deildu þessum skoðunum. Sannleikurinn er einfaldlega sá að það er ekki hægt að setja alla múslima undir sama hatt og gera ráð fyrir því að þetta séu allt hryðjuverkamenn. Það að ætla að hafa sérstakt eftirlit með múslimum á þessum forsendum er álíka fáránlegt og að ætla að hafa sérstakt eftirlit með kaþólskum prestum á þeim forsendum að þeir séu allir barnaníðingar. Langflestir múslimar eru bara ósköp eðlilegt og gott fólk, öfgamennirnir eru aðeins hávær minnihluti og tala ekki fyrir alla múslima neitt frekar en t.d. Westboro Baptist Church talar fyrir alla sem eru kristnir, Ku Klux Klan talar fyrir alla hægrimenn, já eða bara forstöðumenn Facebook-síðunnar „Mótmælum mosku á Íslandi“ fyrir alla Íslendinga. Öfgar geta af sér öfgar, og það virkar í báðar áttir. Hryðjuverk á borð við árásina í París gera fátt annað en að gera öfgaþjóðernissinna enn öfgafyllri, og ummæli og aðgerðir þessara þjóðernissinna gera ekkert nema skvetta bensíni á eldinn hjá öfgatrúuðum múslimum. Þetta er þróun sem allt gott og vel meinandi fólk ætti að leggjast á eitt við að sporna gegn. Það er einfaldlega þannig að ef við viðurkennum að skoðanir sem byggjast á fordómum, mismunun og mannréttindabrotum eigi rétt á sér erum við um leið að segja að fordómar, mismunun og mannréttindabrot séu á einhvern hátt réttlætanlegir hlutir, sem þeir eru alls ekki.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar