Grikkir standa frammi fyrir erfiðum viðræðum guðsteinn bjarnason skrifar 5. febrúar 2015 07:15 Alexis Tsipras fékk góðar móttökur hjá Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. fréttablaðið/EPA Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í gær of snemmt að velta fyrir sér samningum við Grikkland, þar sem nýja stjórnin þar í landi hefur ekki enn gert neina grein fyrir því hvernig fara eigi að því að létta skuldabyrðinni af Grikklandi. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði ljóst að samningaviðræður um grísku skuldirnar yrðu erfiðar. Grikkland þyrfti að leggja þar sitt af mörkum.Angela MerkelÞessi orð féllu í gær eftir að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hafði gengið á fund Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tsipras hitti einnig fleiri ráðamenn í Brussel, en bæði Tsipras og Janis Varúfakis, fjármálaráðherra stjórnar hans, hafa undanfarna daga ferðast til margra helstu höfuðborga Evrópuríkja til að ræða við ráðamenn um breytingar á skuldaskilmálum. „Við erum að bíða eftir áþreifanlegum tillögum, og þá getum við spjallað betur saman,“ sagði Merkel. Ekki er reiknað með að hún hitti Tsipras fyrr en 12. febrúar, á næsta leiðtogafundi Evrópusambandsins. „Við erum ekki komnir strax með samning, en við erum á góðri leið með að finna raunhæft samkomulag,“ sagði Tsipras hins vegar eftir fund sinn með Juncker. „Ég er mjög bjartsýnn á að við séum á góðri leið eftir þessar viðræður.“ Eitt af því sem fyrri stjórnvöld í Grikklandi hafa verið gagnrýnd fyrir er að ráðast ekki gegn þeirri landlægu spillingu og kerfismisnotkun sem keyrði landið í strand efnahagslega. Í viðtali við þýska fjölmiðilinn Zeit Online segir Varúfakis fjármálaráðherra að í þessu sé nýja gríska stjórnin frábrugðin fyrri stjórnvöldum: „Við erum kannski óreyndir, en við erum ekki partur af kerfinu,“ svarar Varúfakis. „Og við fáum ráðgjöf.“ Hann gaf líka afdráttarlaust loforð í þessu viðtali: „Grikkland mun, að frádregnum vaxtagjöldum, aldrei nokkurn tímann aftur verða með halla á fjárlögum. Aldrei, aldrei aldrei!“ Svo kom hann með eina tillögu um það, hvernig hægt væri að lækka greiðslubyrði skuldanna án þess að lækka skuldirnar sjálfar: „Vaxtagreiðslur verði tengdar við hagvöxtinn.“ Grikkland Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í gær of snemmt að velta fyrir sér samningum við Grikkland, þar sem nýja stjórnin þar í landi hefur ekki enn gert neina grein fyrir því hvernig fara eigi að því að létta skuldabyrðinni af Grikklandi. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði ljóst að samningaviðræður um grísku skuldirnar yrðu erfiðar. Grikkland þyrfti að leggja þar sitt af mörkum.Angela MerkelÞessi orð féllu í gær eftir að Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hafði gengið á fund Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tsipras hitti einnig fleiri ráðamenn í Brussel, en bæði Tsipras og Janis Varúfakis, fjármálaráðherra stjórnar hans, hafa undanfarna daga ferðast til margra helstu höfuðborga Evrópuríkja til að ræða við ráðamenn um breytingar á skuldaskilmálum. „Við erum að bíða eftir áþreifanlegum tillögum, og þá getum við spjallað betur saman,“ sagði Merkel. Ekki er reiknað með að hún hitti Tsipras fyrr en 12. febrúar, á næsta leiðtogafundi Evrópusambandsins. „Við erum ekki komnir strax með samning, en við erum á góðri leið með að finna raunhæft samkomulag,“ sagði Tsipras hins vegar eftir fund sinn með Juncker. „Ég er mjög bjartsýnn á að við séum á góðri leið eftir þessar viðræður.“ Eitt af því sem fyrri stjórnvöld í Grikklandi hafa verið gagnrýnd fyrir er að ráðast ekki gegn þeirri landlægu spillingu og kerfismisnotkun sem keyrði landið í strand efnahagslega. Í viðtali við þýska fjölmiðilinn Zeit Online segir Varúfakis fjármálaráðherra að í þessu sé nýja gríska stjórnin frábrugðin fyrri stjórnvöldum: „Við erum kannski óreyndir, en við erum ekki partur af kerfinu,“ svarar Varúfakis. „Og við fáum ráðgjöf.“ Hann gaf líka afdráttarlaust loforð í þessu viðtali: „Grikkland mun, að frádregnum vaxtagjöldum, aldrei nokkurn tímann aftur verða með halla á fjárlögum. Aldrei, aldrei aldrei!“ Svo kom hann með eina tillögu um það, hvernig hægt væri að lækka greiðslubyrði skuldanna án þess að lækka skuldirnar sjálfar: „Vaxtagreiðslur verði tengdar við hagvöxtinn.“
Grikkland Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Sjá meira