Sviðin tollvernd Andrés Magnússon og Lárus M. K. Ólafsson skrifar 29. janúar 2015 07:00 Fram hefur komið í fréttum að innlendir kjötframleiðendur eru orðnir uppiskroppa með hina þjóðlegu framleiðslu sem svið sannarlegu eru. Er svo komið að nú á þorranum fá verslanakeðjur hér á landi ekki þessa rammíslensku vöru frá framleiðendum og því ófærar um að anna eftirspurn neytenda. Fram hefur komið að ein ástæða þessa er að framleiðendur eru farnir að herja á erlenda markaði með þessa vöru. Ástand þetta er enn ein áminning um á hvaða endastöð innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum eru komnar. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa allt frá stofnun barist fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum og auknu frelsi á þessu sviði bæði verslun og neytendum til hagsbóta. Í þessu skyni hafa samtökin m.a. leitað til umboðsmanns Alþingis, dómstóla og Eftirlitsstofnunar EFTA sem og vakið athygli opinberra aðila á þeim meingöllum sem uppi eru og þarfnast endurskoðunar. Að mati SVÞ er það fagnaðarefni að innlendir aðilar nái að söðla um á erlendum markaði með sína framleiðslu og skiptir engu hvort um er að ræða sviðakjamma eða aðra vöru. Hins vegar svíður það að slík framganga sé á kostnað innlendra neytenda og verslana og að innlend framleiðsla, sem styrkt er af skattfé og framleidd í fullkomnu skjóli tollverndar, standi ekki innlendum neytendum til boða. SVÞ ítreka að rök ríkisins fyrir viðvarandi tollvernd og innflutningstakmörkunum hafa ávallt verið að með þeirri framkvæmd sé verið að styðja við innlenda framleiðslu og tryggja framboð á þeim vörum til handa innlendum neytendum. Það kann því að skjóta skökku við að sú tollvernd sé farin að snúast upp í andhverfu sína á þá vegu að verndin sé til þess fallin að tryggja framleiðslu hér á landi fyrir erlenda neytendur. Með öðrum orðum er hin ríkisstyrkta framleiðsla í þágu erlendra matgæðinga. Í áralangri baráttu SVÞ fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum hafa samtökin löngu rekið sig á að núverandi tollvernd er meingölluð en nú kveður við annan tón, þ.e. að tollverndin er ekki eingöngu gölluð – hún er sviðin. SVÞ skora á landbúnaðarráðherra að taka tillit til gagnrýni samtakanna um ágalla á núverandi tollkvótakerfi. Skorað er á ráðherra að tryggja innlendri framleiðslu aukið aðhald með innflutningi á landbúnaðarvörum án þess að hann sé undirorpinn himinháum tollamúrum og óyfirstíganlegum innflutningshömlum. Síðast en ekki síst skora SVÞ á landbúnaðarráðherra að taka af skarið og tryggja íslenskum neytendum aukið vöruval á landbúnaðarvörum á lægra verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Fram hefur komið í fréttum að innlendir kjötframleiðendur eru orðnir uppiskroppa með hina þjóðlegu framleiðslu sem svið sannarlegu eru. Er svo komið að nú á þorranum fá verslanakeðjur hér á landi ekki þessa rammíslensku vöru frá framleiðendum og því ófærar um að anna eftirspurn neytenda. Fram hefur komið að ein ástæða þessa er að framleiðendur eru farnir að herja á erlenda markaði með þessa vöru. Ástand þetta er enn ein áminning um á hvaða endastöð innflutningstakmarkanir á landbúnaðarvörum eru komnar. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa allt frá stofnun barist fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum og auknu frelsi á þessu sviði bæði verslun og neytendum til hagsbóta. Í þessu skyni hafa samtökin m.a. leitað til umboðsmanns Alþingis, dómstóla og Eftirlitsstofnunar EFTA sem og vakið athygli opinberra aðila á þeim meingöllum sem uppi eru og þarfnast endurskoðunar. Að mati SVÞ er það fagnaðarefni að innlendir aðilar nái að söðla um á erlendum markaði með sína framleiðslu og skiptir engu hvort um er að ræða sviðakjamma eða aðra vöru. Hins vegar svíður það að slík framganga sé á kostnað innlendra neytenda og verslana og að innlend framleiðsla, sem styrkt er af skattfé og framleidd í fullkomnu skjóli tollverndar, standi ekki innlendum neytendum til boða. SVÞ ítreka að rök ríkisins fyrir viðvarandi tollvernd og innflutningstakmörkunum hafa ávallt verið að með þeirri framkvæmd sé verið að styðja við innlenda framleiðslu og tryggja framboð á þeim vörum til handa innlendum neytendum. Það kann því að skjóta skökku við að sú tollvernd sé farin að snúast upp í andhverfu sína á þá vegu að verndin sé til þess fallin að tryggja framleiðslu hér á landi fyrir erlenda neytendur. Með öðrum orðum er hin ríkisstyrkta framleiðsla í þágu erlendra matgæðinga. Í áralangri baráttu SVÞ fyrir umbótum varðandi innflutning á landbúnaðarvörum hafa samtökin löngu rekið sig á að núverandi tollvernd er meingölluð en nú kveður við annan tón, þ.e. að tollverndin er ekki eingöngu gölluð – hún er sviðin. SVÞ skora á landbúnaðarráðherra að taka tillit til gagnrýni samtakanna um ágalla á núverandi tollkvótakerfi. Skorað er á ráðherra að tryggja innlendri framleiðslu aukið aðhald með innflutningi á landbúnaðarvörum án þess að hann sé undirorpinn himinháum tollamúrum og óyfirstíganlegum innflutningshömlum. Síðast en ekki síst skora SVÞ á landbúnaðarráðherra að taka af skarið og tryggja íslenskum neytendum aukið vöruval á landbúnaðarvörum á lægra verði.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar