Óþarfa orkusuga Stjórnarmaðurinn skrifar 21. janúar 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn varð þeirrar gæfu aðnjótandi hér áður að fá tækifæri til að starfa erlendis um árabil. Eitt greinir íslenska stjórnendur frá erlendum kollegum þeirra, og það er sú tilhneiging að tjá sig um og velta fyrir sér pólitík í tíma og ótíma. Þetta er nokkuð sem stjórnarmaðurinn hefur ekki orðið vitni að annars staðar. Hver skyldi nú ástæðan vera fyrir þessum mikla pólitíska áhuga stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum? Stjórnarmaðurinn myndi glaður gleypa þá skýringu að hér sé um hreinan áhuga að ræða og eldmóð fyrir málefnum líðandi stundar. Líklegri skýring er þó að íslenskir stjórnendur hafi ríkari ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart stjórnmálamönnum. Þeir væru hreinlega ekki að sinna sínum störfum, ef þeir hefðu ekki helstu pólitísku hræringar á hreinu. Staðreyndin er nefnilega sú að á Íslandi hafa pólitík og viðskipti alla tíð tvinnast saman. Ofgnótt er af dæmum, en e.t.v. er einkavæðing bankanna í upphafi þessarar aldar besta nýlega dæmið. Þessu gerir Björgólfur Thor Björgólfsson góð skil í bók sinni. Björgólfur segir hreinlega að þar sem einhverjir hafi litið svo á að hann og faðir hans væru tengdir Sjálfstæðisflokknum – sem Björgólfur þvertekur fyrir – þá hafi kaupin á eyrinni gerst þannig að eftir söluna á Landsbankanum, hafi hreinlega orðið að selja Búnaðarbankann mönnum handgengnum Framsókn. Þetta telur Björgólfur að hafi haft lykiláhrif á það hvernig bankamarkaðurinn þróaðist hér á árunum eftir aldamót, enda stór biti fyrir óþroskaðan markað að standa allt í einu uppi með tvo einkavædda ríkisbanka, í stað eins. Ákveðið afturhvarf hefur orðið í þessum efnum frá hruni enda ríkisvaldið nú í þeirri stöðu að geta haft meiri áhrif á lífvænleika og framtíðarhorfur fyrirtækja í landinu en tíðkast hefur á seinni árum. Hér ríkja gjaldeyrishöft og stærsta fjármálastofnun landsins er í ríkiseigu. Stjórnarmaðurinn er reyndar á því að Steinþór Pálsson bankastjóri hafi útskýrt mál sitt vel á dögunum þegar að honum var sótt vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Aðstæður á Íslandi eru hins vegar þannig að eðlilegt er að fólk sé tortryggið. Sporin hræða eins og frásögn Björgólfs ber með sér. Vonandi berum við gæfu til þess á næstu árum að leysa úr þessum flækjum svo að stjórnendur geti einbeitt sér að því sem máli skiptir fyrir þeirra fyrirtæki – og geti hætt að velta fyrir sér pólitík. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Stjórnarmaðurinn varð þeirrar gæfu aðnjótandi hér áður að fá tækifæri til að starfa erlendis um árabil. Eitt greinir íslenska stjórnendur frá erlendum kollegum þeirra, og það er sú tilhneiging að tjá sig um og velta fyrir sér pólitík í tíma og ótíma. Þetta er nokkuð sem stjórnarmaðurinn hefur ekki orðið vitni að annars staðar. Hver skyldi nú ástæðan vera fyrir þessum mikla pólitíska áhuga stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum? Stjórnarmaðurinn myndi glaður gleypa þá skýringu að hér sé um hreinan áhuga að ræða og eldmóð fyrir málefnum líðandi stundar. Líklegri skýring er þó að íslenskir stjórnendur hafi ríkari ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart stjórnmálamönnum. Þeir væru hreinlega ekki að sinna sínum störfum, ef þeir hefðu ekki helstu pólitísku hræringar á hreinu. Staðreyndin er nefnilega sú að á Íslandi hafa pólitík og viðskipti alla tíð tvinnast saman. Ofgnótt er af dæmum, en e.t.v. er einkavæðing bankanna í upphafi þessarar aldar besta nýlega dæmið. Þessu gerir Björgólfur Thor Björgólfsson góð skil í bók sinni. Björgólfur segir hreinlega að þar sem einhverjir hafi litið svo á að hann og faðir hans væru tengdir Sjálfstæðisflokknum – sem Björgólfur þvertekur fyrir – þá hafi kaupin á eyrinni gerst þannig að eftir söluna á Landsbankanum, hafi hreinlega orðið að selja Búnaðarbankann mönnum handgengnum Framsókn. Þetta telur Björgólfur að hafi haft lykiláhrif á það hvernig bankamarkaðurinn þróaðist hér á árunum eftir aldamót, enda stór biti fyrir óþroskaðan markað að standa allt í einu uppi með tvo einkavædda ríkisbanka, í stað eins. Ákveðið afturhvarf hefur orðið í þessum efnum frá hruni enda ríkisvaldið nú í þeirri stöðu að geta haft meiri áhrif á lífvænleika og framtíðarhorfur fyrirtækja í landinu en tíðkast hefur á seinni árum. Hér ríkja gjaldeyrishöft og stærsta fjármálastofnun landsins er í ríkiseigu. Stjórnarmaðurinn er reyndar á því að Steinþór Pálsson bankastjóri hafi útskýrt mál sitt vel á dögunum þegar að honum var sótt vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. Aðstæður á Íslandi eru hins vegar þannig að eðlilegt er að fólk sé tortryggið. Sporin hræða eins og frásögn Björgólfs ber með sér. Vonandi berum við gæfu til þess á næstu árum að leysa úr þessum flækjum svo að stjórnendur geti einbeitt sér að því sem máli skiptir fyrir þeirra fyrirtæki – og geti hætt að velta fyrir sér pólitík.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira