Getum við lært? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. janúar 2015 07:00 Hryðjuverkin í París bergmála víða. Það var eflaust einn þátturinn í ætlunarverki þeirra sem þau frömdu. Sama dag voru um 100 lögreglunemar í Jemen drepnir í sprengjutilræði og við höfum fregnað um samtímaatburðina í Nígeríu þar sem allt að 2.000 sakleysingjar liggja í valnum. Gefa glæpsamleg tilræði, jafnt í Evrópu sem annars staðar, tilefni til annars konar bergmáls en ummæla til dæmis um vonda Framsóknarmenn, trúarbyggingar á Íslandi sem uppsprettu hryðjuverka, vinstri menn sem múslimasleikjur og um nauðsyn þess að reynt sé að rekja bakgrunn og gerðir sumra innflytjenda til landsins en ekki annarra? Óskandi væri að bergmálið vekti uppbyggilega umræðu, lausa við fordóma og fáfræði. Margir eiga leik í henni og brátt kemur í ljós hvort íslenskt samfélag getur borið uppi þau mannréttindi, það frelsi og þá mannúð sem það segist hvíla á og oft hefur raunar sést til.Fjarveran var mistök Einnig kemur í ljós hvort þeir sem áttu að mæta til samstöðu í París samkvæmt hvatningu til þjóðarleiðtoga (þ.e. forsætisráðherra á Norðurlöndum – eða annars ráðherra) kunni að viðurkenna mistök. Allir sem íhuga að mæta á samstöðufundi velta fyrir sér tilefninu og eigin tímaramma. Í umræddu tilviki var málefnið afar brýnt á alþjóðavísu og unnt að komast til Parísar að kvöldi dags og heim aftur að kvöldlagi næsta dag þannig að einn sólarhringur dugði. Fjarveran var mistök sem orðið óheppilegt nær ekki yfir. Gleymum því heldur ekki að fjarveran vekur allt of margar spurningar. Skrif í minningarbók, viðvist góðs sendiráðsstarfsmanns eða skeyti til ráðamanna í Frakklandi duga varla til að svara þeim. Á samstöðufundi við franska sendiráð sá ég engan úr pólitíska armi samfélagsins nema Ragnheiði Elínu ráðherra, Elínu Hirst þingmann og Hjálmar Sveinsson úr borgarkerfinu. Kannski voru þar fleiri. Þarna höfðu margir slíkir tækifæri til að sýna hug sinn í verki en vissulega var auglýsing á þessari látlausu en áhrifamiklu samkomu lítil. Nú er tækifæri fyrir þá, sem orðið hafa á mistök í sambandi við afstöðu til atburðanna í Frakklandi, við umræður um trúarbrögð, átök í Austurlöndum – eða skortir umburðarlyndi – að ýta undir gagnlegar umræður og aðgerðir sem stuðla að samstöðu en ekki sundrungu. Reyndar á það við okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Sjá meira
Hryðjuverkin í París bergmála víða. Það var eflaust einn þátturinn í ætlunarverki þeirra sem þau frömdu. Sama dag voru um 100 lögreglunemar í Jemen drepnir í sprengjutilræði og við höfum fregnað um samtímaatburðina í Nígeríu þar sem allt að 2.000 sakleysingjar liggja í valnum. Gefa glæpsamleg tilræði, jafnt í Evrópu sem annars staðar, tilefni til annars konar bergmáls en ummæla til dæmis um vonda Framsóknarmenn, trúarbyggingar á Íslandi sem uppsprettu hryðjuverka, vinstri menn sem múslimasleikjur og um nauðsyn þess að reynt sé að rekja bakgrunn og gerðir sumra innflytjenda til landsins en ekki annarra? Óskandi væri að bergmálið vekti uppbyggilega umræðu, lausa við fordóma og fáfræði. Margir eiga leik í henni og brátt kemur í ljós hvort íslenskt samfélag getur borið uppi þau mannréttindi, það frelsi og þá mannúð sem það segist hvíla á og oft hefur raunar sést til.Fjarveran var mistök Einnig kemur í ljós hvort þeir sem áttu að mæta til samstöðu í París samkvæmt hvatningu til þjóðarleiðtoga (þ.e. forsætisráðherra á Norðurlöndum – eða annars ráðherra) kunni að viðurkenna mistök. Allir sem íhuga að mæta á samstöðufundi velta fyrir sér tilefninu og eigin tímaramma. Í umræddu tilviki var málefnið afar brýnt á alþjóðavísu og unnt að komast til Parísar að kvöldi dags og heim aftur að kvöldlagi næsta dag þannig að einn sólarhringur dugði. Fjarveran var mistök sem orðið óheppilegt nær ekki yfir. Gleymum því heldur ekki að fjarveran vekur allt of margar spurningar. Skrif í minningarbók, viðvist góðs sendiráðsstarfsmanns eða skeyti til ráðamanna í Frakklandi duga varla til að svara þeim. Á samstöðufundi við franska sendiráð sá ég engan úr pólitíska armi samfélagsins nema Ragnheiði Elínu ráðherra, Elínu Hirst þingmann og Hjálmar Sveinsson úr borgarkerfinu. Kannski voru þar fleiri. Þarna höfðu margir slíkir tækifæri til að sýna hug sinn í verki en vissulega var auglýsing á þessari látlausu en áhrifamiklu samkomu lítil. Nú er tækifæri fyrir þá, sem orðið hafa á mistök í sambandi við afstöðu til atburðanna í Frakklandi, við umræður um trúarbrögð, átök í Austurlöndum – eða skortir umburðarlyndi – að ýta undir gagnlegar umræður og aðgerðir sem stuðla að samstöðu en ekki sundrungu. Reyndar á það við okkur öll.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar