Körfubolti

Chuck kominn í íslenska körfuboltann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Charles "Chuck" Garcia,
Charles "Chuck" Garcia, Vísir/Getty
Grindvíkingar eru búnir að ráða nýjan bandarískan leikmann en þeir sögðu frá því á fésbókarsíðu sinni að Charles "Chuck" Garcia hafi orðið fyrir valinu.

Garcia er 27 ára gamall og engin smásmíði. Hann er 208 sentímetrar á hæð og yfir 100 kíló. Hann kemur frá Los Angeles í Kaliforníu.

Liðsfélagi Charles "Chuck" Garcia á sínum tíma í Seattle-háskólanum var hinn frábæri Aaron Broussard sem varð Íslandsmeistari með Grindavíkurliðinu vorið 2013.

Garcia spilaði bara einn vetur með Seattle-háskólanum þar sem hann hætti fyrr eftir að honum var gefið rækilega undir fótinn með að verða valinn í NBA nýliðavalinu.

Sú varð ekki raunin og hefur hann flakkað á milli liða í heiminum og núna síðast í S-Kóreu, einmitt í sama liði og Eric Wise, forveri hans í Grindavíkurliðinu, spilar með núna.

Garcia hóf atvinnuferil sinn í Tyrklandi en hann hefur einnig spilað á Spáni

Garcia vill komast aftur að í Evrópu og lítur á Ísland sem vænlega stökkpall samkvæmt frétt Grindvíkinga.

Grindvíkingar þurfa sannarlega á hjálp að halda en liðið vann þrjá fyrstu leikina áður en  Eric Wise kom til liðsins en hafa síðan aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í Domino´s deildinni.



Grindavík hefur samið við nýjan Bandaríkjamann og varð Charles "Chuck" Garcia fyrir valinu.Garcia lék með Aaron...

Posted by Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Grindavík on 23. desember 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×