Vilja 900 milljónir í flug á Akureyri og Egilsstaði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. desember 2015 07:00 Millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll og Akureyrarflugvöll er sögð myndu bæta nýtingu hótela og annarra innviða á svæðunum. vísir/vilhelm Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að gera tillögur að því hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík leggur til að ríkissjóður setji 900 milljónir króna á þremur árum til að styrkja flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum. „Væntur ávinningur ríkissjóðs er margvíslegur, beint og óbeint, en beinar árlegar skatttekjur ríkissjóðs af auknu flugi geta numið 3-400 milljónum króna sé þó aðeins miðað við tvö flug á viku allt árið,“ segir í niðurstöðum starfshópsins. „Miðað við þetta má gera ráð fyrir að það sé engin áhætta fyrir ríkissjóð heldur fái ríkissjóður allt sitt framlag til baka en njóti síðan beins afraksturs í formi skatttekna að liðnum þremur árum.“Matthías Imsland var formaður starfshópsins.Starfshópurinn leggur til að stofnaður verið Flugþróunarsjóður sem skiptist í annars vegar Markaðsþróunarsjóð og hins vegar Áfangastaðasjóð. Matthías Páll Imsland, aðstoðarmaður velferðarráðherra og fyrrverandi forstjóri Iceland Express, var formaður starfshópsins. „Sjóðirnir skulu virka hvetjandi á erlenda sem innlenda aðila og framlag þeirra vera viðbót við framlag annarra þróunaraðila (landshlutar, flugfélög, markaðsþróunarfélög) og greiðast eftir að flug er hafið, nánar tiltekið þegar lágmarkstímabili hefur verið náð og svo mánaðarlega eftir það,“ útskýrir starfshópurinn. „Stuðningurinn er til þess að byggja upp nýja leið og er annars vegar niðurgreiðsla á áhættu við að byggja upp nýja leið og hins vegar stuðningur við markaðssetningu áfangastaðar.“ Í skýrslu hópsins er rakið að nýting hótelherbergja er umtalsvert lakari á Norður- og Austurlandi en á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega utan háannar. Miðað er við í útreikningum að tekjur séu 20.900 krónur á hvern ferðamann á sólarhring að sumri en 34.835 krónur að vetri. „Samkvæmt könnun Ferðamálastofu koma 35 prósent ferðamanna sem koma til landsins að sumri til Norðurlands en aðeins 13 prósent að vetri. Á Austurlandi er hlutfallið 29 prósent að sumri en 11 prósent að vetri,“ bendir starfshópurinn á. Lagt er til að leiðaþróunarsjóður styrki flugrekstraraðila um vissa upphæð í eftir því hvenær árs flogið er. Sumarmánuðina þrjá sé gerð krafa um minnst eitt flug á viku og þá fáist greiddar tíu evrur (um 1.420 krónur) á hvern farþega. Sé bætt við minnst átta flugferðum í september eða maí fáist 12 evrur (1.700 krónur) á hvern farþega. Á veturna fáist 15 evra (2.130 króna styrkur) á farþega sé flogið einu sinni í viku. Þá verði að vera minnst tólf flug sem flogin séu í minnst sex flugferða seríu. Sérstökum markaðsþróunarsjóði er síðan ætlað að styrkja hverja flugleið um að lágmarki 10 milljónir króna óháð fjölda farþega. „Farið verði fram á mótframlag samningsaðila, það er króna á móti krónu,“ segir starfshópurinn. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs kvaðst fagna þessum niðurstöðum starfshópsins á fundi sínum á Egilsstöðum í síðustu viku. Fréttir af flugi Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Sjá meira
Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að gera tillögur að því hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík leggur til að ríkissjóður setji 900 milljónir króna á þremur árum til að styrkja flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum. „Væntur ávinningur ríkissjóðs er margvíslegur, beint og óbeint, en beinar árlegar skatttekjur ríkissjóðs af auknu flugi geta numið 3-400 milljónum króna sé þó aðeins miðað við tvö flug á viku allt árið,“ segir í niðurstöðum starfshópsins. „Miðað við þetta má gera ráð fyrir að það sé engin áhætta fyrir ríkissjóð heldur fái ríkissjóður allt sitt framlag til baka en njóti síðan beins afraksturs í formi skatttekna að liðnum þremur árum.“Matthías Imsland var formaður starfshópsins.Starfshópurinn leggur til að stofnaður verið Flugþróunarsjóður sem skiptist í annars vegar Markaðsþróunarsjóð og hins vegar Áfangastaðasjóð. Matthías Páll Imsland, aðstoðarmaður velferðarráðherra og fyrrverandi forstjóri Iceland Express, var formaður starfshópsins. „Sjóðirnir skulu virka hvetjandi á erlenda sem innlenda aðila og framlag þeirra vera viðbót við framlag annarra þróunaraðila (landshlutar, flugfélög, markaðsþróunarfélög) og greiðast eftir að flug er hafið, nánar tiltekið þegar lágmarkstímabili hefur verið náð og svo mánaðarlega eftir það,“ útskýrir starfshópurinn. „Stuðningurinn er til þess að byggja upp nýja leið og er annars vegar niðurgreiðsla á áhættu við að byggja upp nýja leið og hins vegar stuðningur við markaðssetningu áfangastaðar.“ Í skýrslu hópsins er rakið að nýting hótelherbergja er umtalsvert lakari á Norður- og Austurlandi en á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega utan háannar. Miðað er við í útreikningum að tekjur séu 20.900 krónur á hvern ferðamann á sólarhring að sumri en 34.835 krónur að vetri. „Samkvæmt könnun Ferðamálastofu koma 35 prósent ferðamanna sem koma til landsins að sumri til Norðurlands en aðeins 13 prósent að vetri. Á Austurlandi er hlutfallið 29 prósent að sumri en 11 prósent að vetri,“ bendir starfshópurinn á. Lagt er til að leiðaþróunarsjóður styrki flugrekstraraðila um vissa upphæð í eftir því hvenær árs flogið er. Sumarmánuðina þrjá sé gerð krafa um minnst eitt flug á viku og þá fáist greiddar tíu evrur (um 1.420 krónur) á hvern farþega. Sé bætt við minnst átta flugferðum í september eða maí fáist 12 evrur (1.700 krónur) á hvern farþega. Á veturna fáist 15 evra (2.130 króna styrkur) á farþega sé flogið einu sinni í viku. Þá verði að vera minnst tólf flug sem flogin séu í minnst sex flugferða seríu. Sérstökum markaðsþróunarsjóði er síðan ætlað að styrkja hverja flugleið um að lágmarki 10 milljónir króna óháð fjölda farþega. „Farið verði fram á mótframlag samningsaðila, það er króna á móti krónu,“ segir starfshópurinn. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs kvaðst fagna þessum niðurstöðum starfshópsins á fundi sínum á Egilsstöðum í síðustu viku.
Fréttir af flugi Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Sjá meira