„Það virðist hvíla einhver bölvun yfir vinstri skyttunum okkar,“ sagði Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakklands, eftir að enn ein vinstri skyttan heltist úr lestinni hjá Frökkum fyrir EM.
Að þessu sinni meiddist Timothey N’Guessan en fyrir eru meiddir í sömu stöðu þeir Accambray, Grebille, Bonnefond og Fernandez.
Einu leikfæru vinstri skytturnar eru þeir Nyokas Oliver og Theo Derot.
„Ég veit ekki hvað er að gerast með okkur. Við gefumst samt ekki upp og ætlum okkur stóra hluti á EM,“ sagði Onesta.
