FH-ingar fengu gleðifréttir í dag þegar staðfest var að Atli Guðnason hefði skrifað undir nýjan samning við félagið.
Nýi samningurinn er til tveggja ára. Atli hafði legið undir feldi síðan síðasta sumar kláraðist en hefur nú ákveðið að taka slaginn.
Hann gaf meðal annars út að til greina kæmi að leggja skóna á hilluna þó svo hann væri enn á meðal bestu leikmanna deildarinnar.
Það verður ekki af því þar sem blekið er komið á blaðið.
Atli spilaði 21 leik fyrir FH í deildinni síðasta sumar og skoraði átta mörk.
Atli búinn að framlengja við FH
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn




