Körfubolti

Körfuboltakvöld: Maður felldi tár við að horfa á hann | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Keflvíkingurinn Valur Orri Valsson hefur byrjað tímabilið í Domino's deild karla í körfubolta af miklum krafti.

Valur, sem er 21 árs leikstjórnandi, hefur stýrt leik Keflavíkur af mikilli festu en hann átti mjög góðan leik þegar liðið vann ÍR í síðustu umferð, 87-95.

Valur skoraði 24 stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í leiknum en sérfræðingar Körfuboltakvölds voru afar hrifnir af frammistöðu hans í Seljaskóla.

„Hann var klárlega maður leiksins að mínu mati,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson í þætti gærkvöldsins.

„Hann hefur verið í smá vandræðum með meiðsli en kemur inn í þennan leik og maður felldi nokkrum sinnum tár við að horfa á hann.

„Og það er eitt sem ég vil að komi fram; hann er bara 21 árs gamall en er samt hokinn af reynslu, hann á að baki sjö ár í deildinni,“ bætti Jón Halldór við.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×