Ræða Bergs Þórs Ingólfssonar á Austurvelli Bergur Þór Ingólfsson skrifar 15. desember 2015 18:07 Gott fólk. Þegar þessi fundur var skipulagður stóð til að hafa mótmælafund gegn því að Kevi og Arjan, tveir langveikir albanskir drengir, hafi verið fluttir af landi brott og þeim neitað hér um skjól. Nú virðist svo vera að röksemdarfærsla þess efnis um að Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna hafi verið brotinn, dugi til að þeir komi hingað aftur ásamt fjölskyldum sínum og hljóti mannúðlega meðferð. Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi þann 20. febrúar 2013 og er nú hluti af íslenskri löggjöf. Ég ætla að lesa úr nokkrum greinum hans sem styðja áðurnefnda röksemdarfærslu:1. grein Hugtakið barnBarn er einstaklingur undir 18 ára aldri, nema lög heimalands þess segi annað.2. grein Jafnræði — bann við mismununÖll börn skulu njóta réttinda Barnasáttmálans án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra eða stöðu eða athafna foreldra þeirra.3. grein Það sem barninu er fyrir bestuAllar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu.6. grein Réttur til lífs og þroskaSérhvert barn á meðfæddan rétt til lífs og skulu aðildarríkin tryggja að það megi lifa og þroskast.18. grein Uppeldi og þroskiForeldrar bera sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og skulu taka mið af því sem börnunum er fyrir bestu. Stjórnvöldum ber að veita foreldrum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar og sjá til þess að byggðar séu upp stofnanir og þjónusta veitt til umönnunar barna. 19. grein Vernd gegn ofbeldi og vanræksluBörn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi, misnotkun, skeytingarleysi og vanrækslu, innan eða utan heimilis. Stjórnvöld skulu veita börnum sem sætt hafa illri meðferð og fjölskyldum þeirra viðeigandi stuðning.22. grein Börn sem flóttamennBörn sem telja sig vera eða eru talin flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi hvort sem þau eru ein eða í fylgd foreldra eða annarra. Jafnframt skal börnunum tryggð aðstoð við að leita uppi foreldra eða fjölskyldu.24. grein Heilsuvernd barnaBörn eiga rétt á njóta besta mögulegs heilsufars sem hægt er að tryggja, s.s. með læknisaðstoð og heilbrigðisþjónustu. Aðildarríki skulu gera ráðstafanir til að draga úr barnadauða, berjast gegn sjúkdómum og vannæringu, stuðla að fræðslu um heilbrigt líferni og reyna að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilsu barna.41. grein Betri réttur gildirEf lög og reglur aðildarríkja eða alþjóðalög tryggja börnum betri rétt en segir til um í Barnasáttmálanum skulu þau gilda framar honum. Við sem þjóðríki höfum semsagt samþykkt að gera alltaf það sem barni er fyrir bestu. Og útlit er fyrir að við það verði staðið. Það er stórkostlegt. Enda breyttist þessi fundur hér úr mótmælum í samstöðufund. Ef við setjum loforðið um að gera alltaf það sem barni er fyrir bestu til grundvallar tilveru okkar og sambýlis þá erum við á réttri braut. Að gera alltaf það sem barni er fyrir bestu hlýtur að vera grundvallarfyrirkomulag samfélags okkar. Þá hljótum við að stefna í rétta átt að sanngjörnu og góðu og jafnvel fögru lífi. – Og myndum ná einu skrefi lengra ef öldruðum og öryrkjum væri bætt í hópinn. Ég ætla að ganga út frá því að um þetta séum við öll sammála. Það að Kevi og Arjan séu væntanlega á leiðinni hingað aftur með fjölskyldum sínum sannar að svo sé. Lögin eiga einmitt að vernda mennskuna en ekki ganga gegn henni. Barnið skal njóta vafans. Þessir tveir litlu drengir voru betur settir á Barnaspítalanum heldur en í Albaníu og við, íslenska ríkið, sem röskuðum því, ætlum að leiðrétta þau mistök fyrir jól – vonandi. Þessi jólasaga ber okkur fólkinu gott vitni, fái hún þann farsæla endi sem útlit er fyrir. Það er mörg ógnin í heiminum. Margt er það sem við eigum að hræðast. En annað er ekki jafn skelfilegt. Við þurfum að standa vörð um gildin. Gildin um að barnið njóti vafans. En við þurfum líka hjálpast að við að flokka burt það sem er ekki jafn hættulegt. Upphrópanir fólks sem hefur greiðan aðgang að fjölmiðlum, stýrir þeim jafnvel eða á þá, geta lætt inn hjá okkur ástæðulausum ótta. Ég held til dæmis að það starf sem foreldrar mínir hafa síðustu áttatíu árin unnið fjölskyldu sinni til heilla og bæjarfélaginu þar sem þau búa – af dugnaði og ósérhlífni, með góðvild og heiðarleika að leiðarljósi – sé ekkiógnað af langveikum albönskum börnum. Við þurfum ekki að óttast að það að vilja vera góður „rústi kerfinu“. Enda væri kerfi sem stæði ógn af börnum skakkt og rangt. Slíku kerfi þyrfti reyndar hreinlega að rústa. Eins og öðrum kerfum sem ógna velferð barna og fullorðinna. Munum að aðskilnaðar-stefnan í Suður-Afríku var lögleg, það að konur mættu ekki kjósa var einu sinni löglegt, en aftur á móti voru hreppaflutningar einu sinni löglegir. Við verðum að muna hvers vegna við búum til lög og að lög eru mannanna verk. Og lög á að setja til varnar mennskunni ekki gegn henni. Við getum ekki samþykkt að senda tvo langveika drengi út á guð og gaddinn, bara af því að það er löglegt. Við getum heldur ekki sent tvær litlar stúlkur réttindalausar til Grikklands eftir áramót, þar sem þær munu lenda á götunni ásamt foreldrum sínum. Bara af því að pabbinn skildi eftir fingrafar sitt í Grikklandi á flótta sínum frá Sýrlandi og lögin sem kennd eru við Dyflini segja að þá séu þessar stúlkur ekki okkar vandamál. Ég hef hitt þær og börn einhverra okkar eru með þeim í leikskóla. Þessar stúlkur eru ekkert vandamál. En við getum orðið þeirra vandamál. Ég er að tala um Jönu og Joulu sem höfðu ekki hugmynd um að Ísland væri til fyrir hálfu ári síðan en kunna nú nokkur orð í íslensku og una sér vel í Vesturbænum. Þær flýðu með foreldrum sínum frá Sýrlandi með bílum til Tyrklands og þaðan fótgangandi til Grikklands. Þar ráfaði fjölskyldan um í eitt ár, mjólkur, lyfja og réttindalaus. Og hún gæti átt yfir höfði sér á grundvelli eihverra laga að verða send þangað aftur strax eftir áramót. Þar bíður þeirra ekkert. Ekkert! Þau munu aftur lenda á götunni; mjólkur, lyfja og réttindalaus. Þau komu hingað yfir hafið. Hröktust til Íslands – sem ekkert þeirra vissi að væri til fyrir hálfu ári síðan. Hér biðja þau um skjól. Hér hafa þau skjól. Nema að einhver ákveði að túlka lögin á annan hátt. Hver í andskotanum er þessi einhver sem ákveður slíkt?! Hér stöndum við á Austurvelli þann fimmtánda desember árið 2015 og biðjum um skjól fyrir Kevi og Arjan frá Albaníu og sýrlensku systurnar Jönu og Joulu. Í umkomuleysi okkar gagnvart grimmdinni í heiminum biðjum við þeim griða. Þessvegna stöndum við hér saman. Svona erum við barnaleg. Sem betur fer. Ef þessi fjögur börn fá að verða hluti af samfélagi okkar, þá er okkur ekki alls varnað. Þá erum við þjóð sem hefur vilja til að gera alltaf það sem barni er fyrir bestu. Í alvörunni, af barnslegri einlægni og frá dýpstu hjartans rótum, langar mig aðeins í þessa einu jólagjöf: að Kevi, Arjan, Jana og Joulu fái skjól og búi örugg á Íslandi með fjölskyldum sínum.Ræðan er birt með góðfúslegu leyfi höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Gott fólk. Þegar þessi fundur var skipulagður stóð til að hafa mótmælafund gegn því að Kevi og Arjan, tveir langveikir albanskir drengir, hafi verið fluttir af landi brott og þeim neitað hér um skjól. Nú virðist svo vera að röksemdarfærsla þess efnis um að Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna hafi verið brotinn, dugi til að þeir komi hingað aftur ásamt fjölskyldum sínum og hljóti mannúðlega meðferð. Barnasáttmálinn var lögfestur á Íslandi þann 20. febrúar 2013 og er nú hluti af íslenskri löggjöf. Ég ætla að lesa úr nokkrum greinum hans sem styðja áðurnefnda röksemdarfærslu:1. grein Hugtakið barnBarn er einstaklingur undir 18 ára aldri, nema lög heimalands þess segi annað.2. grein Jafnræði — bann við mismununÖll börn skulu njóta réttinda Barnasáttmálans án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra eða stöðu eða athafna foreldra þeirra.3. grein Það sem barninu er fyrir bestuAllar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu.6. grein Réttur til lífs og þroskaSérhvert barn á meðfæddan rétt til lífs og skulu aðildarríkin tryggja að það megi lifa og þroskast.18. grein Uppeldi og þroskiForeldrar bera sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna og skulu taka mið af því sem börnunum er fyrir bestu. Stjórnvöldum ber að veita foreldrum viðeigandi aðstoð við að rækja uppeldisskyldur sínar og sjá til þess að byggðar séu upp stofnanir og þjónusta veitt til umönnunar barna. 19. grein Vernd gegn ofbeldi og vanræksluBörn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi, misnotkun, skeytingarleysi og vanrækslu, innan eða utan heimilis. Stjórnvöld skulu veita börnum sem sætt hafa illri meðferð og fjölskyldum þeirra viðeigandi stuðning.22. grein Börn sem flóttamennBörn sem telja sig vera eða eru talin flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi hvort sem þau eru ein eða í fylgd foreldra eða annarra. Jafnframt skal börnunum tryggð aðstoð við að leita uppi foreldra eða fjölskyldu.24. grein Heilsuvernd barnaBörn eiga rétt á njóta besta mögulegs heilsufars sem hægt er að tryggja, s.s. með læknisaðstoð og heilbrigðisþjónustu. Aðildarríki skulu gera ráðstafanir til að draga úr barnadauða, berjast gegn sjúkdómum og vannæringu, stuðla að fræðslu um heilbrigt líferni og reyna að ryðja úr vegi hefðum sem eru skaðlegar heilsu barna.41. grein Betri réttur gildirEf lög og reglur aðildarríkja eða alþjóðalög tryggja börnum betri rétt en segir til um í Barnasáttmálanum skulu þau gilda framar honum. Við sem þjóðríki höfum semsagt samþykkt að gera alltaf það sem barni er fyrir bestu. Og útlit er fyrir að við það verði staðið. Það er stórkostlegt. Enda breyttist þessi fundur hér úr mótmælum í samstöðufund. Ef við setjum loforðið um að gera alltaf það sem barni er fyrir bestu til grundvallar tilveru okkar og sambýlis þá erum við á réttri braut. Að gera alltaf það sem barni er fyrir bestu hlýtur að vera grundvallarfyrirkomulag samfélags okkar. Þá hljótum við að stefna í rétta átt að sanngjörnu og góðu og jafnvel fögru lífi. – Og myndum ná einu skrefi lengra ef öldruðum og öryrkjum væri bætt í hópinn. Ég ætla að ganga út frá því að um þetta séum við öll sammála. Það að Kevi og Arjan séu væntanlega á leiðinni hingað aftur með fjölskyldum sínum sannar að svo sé. Lögin eiga einmitt að vernda mennskuna en ekki ganga gegn henni. Barnið skal njóta vafans. Þessir tveir litlu drengir voru betur settir á Barnaspítalanum heldur en í Albaníu og við, íslenska ríkið, sem röskuðum því, ætlum að leiðrétta þau mistök fyrir jól – vonandi. Þessi jólasaga ber okkur fólkinu gott vitni, fái hún þann farsæla endi sem útlit er fyrir. Það er mörg ógnin í heiminum. Margt er það sem við eigum að hræðast. En annað er ekki jafn skelfilegt. Við þurfum að standa vörð um gildin. Gildin um að barnið njóti vafans. En við þurfum líka hjálpast að við að flokka burt það sem er ekki jafn hættulegt. Upphrópanir fólks sem hefur greiðan aðgang að fjölmiðlum, stýrir þeim jafnvel eða á þá, geta lætt inn hjá okkur ástæðulausum ótta. Ég held til dæmis að það starf sem foreldrar mínir hafa síðustu áttatíu árin unnið fjölskyldu sinni til heilla og bæjarfélaginu þar sem þau búa – af dugnaði og ósérhlífni, með góðvild og heiðarleika að leiðarljósi – sé ekkiógnað af langveikum albönskum börnum. Við þurfum ekki að óttast að það að vilja vera góður „rústi kerfinu“. Enda væri kerfi sem stæði ógn af börnum skakkt og rangt. Slíku kerfi þyrfti reyndar hreinlega að rústa. Eins og öðrum kerfum sem ógna velferð barna og fullorðinna. Munum að aðskilnaðar-stefnan í Suður-Afríku var lögleg, það að konur mættu ekki kjósa var einu sinni löglegt, en aftur á móti voru hreppaflutningar einu sinni löglegir. Við verðum að muna hvers vegna við búum til lög og að lög eru mannanna verk. Og lög á að setja til varnar mennskunni ekki gegn henni. Við getum ekki samþykkt að senda tvo langveika drengi út á guð og gaddinn, bara af því að það er löglegt. Við getum heldur ekki sent tvær litlar stúlkur réttindalausar til Grikklands eftir áramót, þar sem þær munu lenda á götunni ásamt foreldrum sínum. Bara af því að pabbinn skildi eftir fingrafar sitt í Grikklandi á flótta sínum frá Sýrlandi og lögin sem kennd eru við Dyflini segja að þá séu þessar stúlkur ekki okkar vandamál. Ég hef hitt þær og börn einhverra okkar eru með þeim í leikskóla. Þessar stúlkur eru ekkert vandamál. En við getum orðið þeirra vandamál. Ég er að tala um Jönu og Joulu sem höfðu ekki hugmynd um að Ísland væri til fyrir hálfu ári síðan en kunna nú nokkur orð í íslensku og una sér vel í Vesturbænum. Þær flýðu með foreldrum sínum frá Sýrlandi með bílum til Tyrklands og þaðan fótgangandi til Grikklands. Þar ráfaði fjölskyldan um í eitt ár, mjólkur, lyfja og réttindalaus. Og hún gæti átt yfir höfði sér á grundvelli eihverra laga að verða send þangað aftur strax eftir áramót. Þar bíður þeirra ekkert. Ekkert! Þau munu aftur lenda á götunni; mjólkur, lyfja og réttindalaus. Þau komu hingað yfir hafið. Hröktust til Íslands – sem ekkert þeirra vissi að væri til fyrir hálfu ári síðan. Hér biðja þau um skjól. Hér hafa þau skjól. Nema að einhver ákveði að túlka lögin á annan hátt. Hver í andskotanum er þessi einhver sem ákveður slíkt?! Hér stöndum við á Austurvelli þann fimmtánda desember árið 2015 og biðjum um skjól fyrir Kevi og Arjan frá Albaníu og sýrlensku systurnar Jönu og Joulu. Í umkomuleysi okkar gagnvart grimmdinni í heiminum biðjum við þeim griða. Þessvegna stöndum við hér saman. Svona erum við barnaleg. Sem betur fer. Ef þessi fjögur börn fá að verða hluti af samfélagi okkar, þá er okkur ekki alls varnað. Þá erum við þjóð sem hefur vilja til að gera alltaf það sem barni er fyrir bestu. Í alvörunni, af barnslegri einlægni og frá dýpstu hjartans rótum, langar mig aðeins í þessa einu jólagjöf: að Kevi, Arjan, Jana og Joulu fái skjól og búi örugg á Íslandi með fjölskyldum sínum.Ræðan er birt með góðfúslegu leyfi höfundar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar