Ræða Katrínar Jakobsdóttur á Austurvelli Katrín Jakobsdóttir skrifar 15. desember 2015 18:10 Kæru vinir. Ég þakka fyrir að fá að taka þátt í þessari samstöðu. Strax í síðustu viku þegar fréttir bárust af brottvísun þessara tveggja fjölskyldna þá fannst í samfélaginu ótrúleg bylgja samstöðu með þeim, samstöðu um að Ísland eigi ekki að vera samfélag sem vísar veikum börnum á dyr. Á Íslandi höfum við viljað búa vel að börnunum okkar. Í skólunum okkar, heilsugæslunni og öllum innviðunum sem við höfum byggt upp þannig að yngsta kynslóðin fái tækifæri til að þroskast og vaxa og njóta bernskunnar. Og við höfum fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem segir að við megum ekki mismuna börnum; við eigum í öllum okkar störfum að hafa það að leiðarljósi það sem börnum er fyrir bestu, við eigum að tryggja börnum rétt til lífs og þroska og við eigum að tryggja börnum rétt til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Nú þurfum við að velta því fyrir okkur hvort kerfið okkar taki tillit til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna – sem við fullgiltum 1992 og lögfestum 2013. Við þurfum að endurskoða kerfið og tryggja að við Íslendingar séum sátt við það. Því að kerfið á að þjóna okkur – ekki við kerfinu. Og kerfið er mannanna smíð – því má breyta ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Ég trúi því að við eigum marga stjórnmálamenn sem vilja réttlátt og mannúðlegt samfélag og sem vilja leggja það á sig að reyna að ná samstöðu um tilteknar breytingar og aðgerðir. Við þurfum að ræða það hvort við teljum réttlætanlegt að hjálpa ekki börnum í nauð vegna óljósra hugmynda um að þá hellist yfir flóðbylgja af öðrum í sömu aðstæðum. Ég segi að það sé ekki réttlætanlegt. Rétt eins og ekkert okkar sem einstaklingur myndi hika við að hjálpa slösuðu barni úti á götu vegna ótta við að önnur börn fylgi á eftir verðum við að taka ákvörðun sem samfélag um að bregðast ekki veikum börnum sem hingað koma. Stöndum saman um samfélag sem bregst ekki börnum. Gleymum ekki hverjar eru frumskyldur okkar sem einstaklinga og sem samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00 Ræða Unnar Aspar á Austurvelli 15. desember 2015 18:02 Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Kæru vinir. Ég þakka fyrir að fá að taka þátt í þessari samstöðu. Strax í síðustu viku þegar fréttir bárust af brottvísun þessara tveggja fjölskyldna þá fannst í samfélaginu ótrúleg bylgja samstöðu með þeim, samstöðu um að Ísland eigi ekki að vera samfélag sem vísar veikum börnum á dyr. Á Íslandi höfum við viljað búa vel að börnunum okkar. Í skólunum okkar, heilsugæslunni og öllum innviðunum sem við höfum byggt upp þannig að yngsta kynslóðin fái tækifæri til að þroskast og vaxa og njóta bernskunnar. Og við höfum fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem segir að við megum ekki mismuna börnum; við eigum í öllum okkar störfum að hafa það að leiðarljósi það sem börnum er fyrir bestu, við eigum að tryggja börnum rétt til lífs og þroska og við eigum að tryggja börnum rétt til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif. Nú þurfum við að velta því fyrir okkur hvort kerfið okkar taki tillit til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna – sem við fullgiltum 1992 og lögfestum 2013. Við þurfum að endurskoða kerfið og tryggja að við Íslendingar séum sátt við það. Því að kerfið á að þjóna okkur – ekki við kerfinu. Og kerfið er mannanna smíð – því má breyta ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Ég trúi því að við eigum marga stjórnmálamenn sem vilja réttlátt og mannúðlegt samfélag og sem vilja leggja það á sig að reyna að ná samstöðu um tilteknar breytingar og aðgerðir. Við þurfum að ræða það hvort við teljum réttlætanlegt að hjálpa ekki börnum í nauð vegna óljósra hugmynda um að þá hellist yfir flóðbylgja af öðrum í sömu aðstæðum. Ég segi að það sé ekki réttlætanlegt. Rétt eins og ekkert okkar sem einstaklingur myndi hika við að hjálpa slösuðu barni úti á götu vegna ótta við að önnur börn fylgi á eftir verðum við að taka ákvörðun sem samfélag um að bregðast ekki veikum börnum sem hingað koma. Stöndum saman um samfélag sem bregst ekki börnum. Gleymum ekki hverjar eru frumskyldur okkar sem einstaklinga og sem samfélags.
Styður hugmynd um stofnun umboðsmanns flóttamanna Sviðsstjóri hjálpar og mannúðarsviðs hjá Rauða krossinum vísar því á bug að hagsmunum hælisleitenda sé ekki borgið hjá lögfræðingum samtakanna en styður hugmynd um sérstakan umboðsmann þeirra. 15. desember 2015 07:00
Umboðsmaður Alþingis kannar stjórnsýslu Útlendingastofnunar Óskar eftir almennum upplýsingum frá Útlendingastofnun um málsmeðferð og rannsókn umsókna um svokölluð mannúðarleyfi af heilbrigðisástæðum. 15. desember 2015 11:19
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun