Óttaðist í smástund um EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2015 06:00 Arnór Þór vonast til að ná EM í janúar. vísir/ernir Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla í öxl sem hann varð fyrir í leik liðs síns, Bergischer í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann segist þó vongóður um að vera kominn aftur á fullt strax eftir jól. Arnór Þór hefur spilað á síðustu tveimur heimsmeistarakeppnum og var kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir milliriðlakeppnina á EM í Danmörku í fyrra. Hann stefnir enn að því að vera í hópnum sem heldur á Evrópumeistaramótið í Póllandi í næsta mánuði. „Ég fékk slink á öxlina og það komu í ljós skemmdir á sin, auk þess sem það blæddi inn á hana,“ sagði Arnór en hann meiddist í leik Bergischer gegn Gummersbach. Hann hefur verið með öxlina í fatla og verður áfram næstu vikuna. „Svo má ég aðeins byrja að hreyfa öxlina og sjá hvernig það kemur út. Læknirinn gerir ráð fyrir því að eftir það verði ég um tvær vikur að ná fyrri styrk og að bataferlið taki alls fjórar vikur.“Vill ná stórleiknum gegn Kiel Bergischer leikur gegn Þýskalandsmeisturum Kiel í hinni stórglæsilegu Kölnarena, þar sem úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu fer fram ár hvert, þann 27. desember. Þá verða rúmar þrjár vikur liðnar frá því að Arnór meiddist. „Ég stefni á að ná þeim leik. Það er markmiðið mitt eins og er,“ segir Arnór sem viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann sá að meiðslin voru ekki smávægileg. „Auðvitað var ég smeykur um að þetta gæti teygt sig inn í janúar,“ segir Arnór en EM í Póllandi hefst 15. janúar. „Ég lét Aron [Kristjánsson landsliðsþjálfara] strax vita af meiðslunum en ég stefni óhikað að því að hefja æfingar með landsliðinu þegar það kemur saman 2. janúar. Ég bind miklar vonir við það.“ Hann segir að endurhæfingin gangi ágætlega en hann mun láta reyna meira á öxlina á mánudag. „Þangað til hef ég gert það sem ég má gera og haldið mér þannig í fínu standi,“ segir hornamaðurinn sem hefur aldrei áður glímt við meiðsli í öxl fyrr en nú.Mikilvægur bikarleikur í kvöld Bergischer vann um helgina dramatískan sigur á Lemgo, 31-30, þar sem sigurmarkið var skorað á lokasekúndu leiksins, aðeins örfáum sekúndum eftir að Lemgo hafði jafnað metin. Það var fyrsti sigur Bergischer síðan um miðjan september en liðið er aðeins einu stigi frá fallsæti. „Þetta var erfitt um tíma enda töpuðum við alls ellefu leikjum í röð. Stemningin var því eðlilega ekki góð en það lyftist brúnin á öllum eftir sigurinn um helgina. Á morgun [í dag] er svo mikilvægur leikur við [B-deildarlið] Minden um sæti í Final Four í bikarnum. Það væri gríðarlega mikil lyftistöng fyrir okkur að komast þangað,“ segir Arnór sem hefur spilað með Bergischer síðan 2012 og í Þýskalandi síðan 2010. EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla í öxl sem hann varð fyrir í leik liðs síns, Bergischer í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann segist þó vongóður um að vera kominn aftur á fullt strax eftir jól. Arnór Þór hefur spilað á síðustu tveimur heimsmeistarakeppnum og var kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir milliriðlakeppnina á EM í Danmörku í fyrra. Hann stefnir enn að því að vera í hópnum sem heldur á Evrópumeistaramótið í Póllandi í næsta mánuði. „Ég fékk slink á öxlina og það komu í ljós skemmdir á sin, auk þess sem það blæddi inn á hana,“ sagði Arnór en hann meiddist í leik Bergischer gegn Gummersbach. Hann hefur verið með öxlina í fatla og verður áfram næstu vikuna. „Svo má ég aðeins byrja að hreyfa öxlina og sjá hvernig það kemur út. Læknirinn gerir ráð fyrir því að eftir það verði ég um tvær vikur að ná fyrri styrk og að bataferlið taki alls fjórar vikur.“Vill ná stórleiknum gegn Kiel Bergischer leikur gegn Þýskalandsmeisturum Kiel í hinni stórglæsilegu Kölnarena, þar sem úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu fer fram ár hvert, þann 27. desember. Þá verða rúmar þrjár vikur liðnar frá því að Arnór meiddist. „Ég stefni á að ná þeim leik. Það er markmiðið mitt eins og er,“ segir Arnór sem viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann sá að meiðslin voru ekki smávægileg. „Auðvitað var ég smeykur um að þetta gæti teygt sig inn í janúar,“ segir Arnór en EM í Póllandi hefst 15. janúar. „Ég lét Aron [Kristjánsson landsliðsþjálfara] strax vita af meiðslunum en ég stefni óhikað að því að hefja æfingar með landsliðinu þegar það kemur saman 2. janúar. Ég bind miklar vonir við það.“ Hann segir að endurhæfingin gangi ágætlega en hann mun láta reyna meira á öxlina á mánudag. „Þangað til hef ég gert það sem ég má gera og haldið mér þannig í fínu standi,“ segir hornamaðurinn sem hefur aldrei áður glímt við meiðsli í öxl fyrr en nú.Mikilvægur bikarleikur í kvöld Bergischer vann um helgina dramatískan sigur á Lemgo, 31-30, þar sem sigurmarkið var skorað á lokasekúndu leiksins, aðeins örfáum sekúndum eftir að Lemgo hafði jafnað metin. Það var fyrsti sigur Bergischer síðan um miðjan september en liðið er aðeins einu stigi frá fallsæti. „Þetta var erfitt um tíma enda töpuðum við alls ellefu leikjum í röð. Stemningin var því eðlilega ekki góð en það lyftist brúnin á öllum eftir sigurinn um helgina. Á morgun [í dag] er svo mikilvægur leikur við [B-deildarlið] Minden um sæti í Final Four í bikarnum. Það væri gríðarlega mikil lyftistöng fyrir okkur að komast þangað,“ segir Arnór sem hefur spilað með Bergischer síðan 2012 og í Þýskalandi síðan 2010.
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn