Þorsteinn Sæmundsson: „Svona áburður er óþolandi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2015 11:17 Þorsteinn vill ekki sitja undir ásökunum um að hann eða aðrir saklausir þingmenn hafi verið undir áhrifum í gærkvöldi. visir/daníel Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, krefst þess að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, upplýsi hvaða mann eða menn hún hafi sakað um að vera undir áhrifum í þingsal í gærkvöldi og undir hvaða áhrifum þeir voru. „Vegna þess að ef þetta verður ekki upplýst sitjum við öll sem erum hérna andspænis ráðherrabekknum undir þessu,“ sagði Þorsteinn. Það kæri hann sig alls ekki um. „Því allt þetta bull sem hér fer fram, gott og slæmt, fer í fundargerðir Alþingis og ég kæri mig ekki um að barnabörnin mín komi hingað einhvern tímann, lesi fundargerðirnar og hugsi: „Afi gamli var fullur í þessum sal.“,“ sagði Þorsteinn.Forseti Alþingis lítur málið alvarlegum augum og ætlar að ræða við Lilju Rafney.Vísir/StefánForseti lítur ummælin alvarlegum augum Upplýsi Lilja Rafney ekki um það hver hafi verið undir áhrifum og hvaða áhrifum, já eða beðist verði afsökunar á ummælunum, ætli hann að taka málið upp í forsætisnefnd þingsins. „Því svona áburður er óþolandi.“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, segist líta ummælin Lilju alvarlegum augum og hafi gert tilraun til þess að ræða við hana. Það hafi ekki gengið enn. Hann muni þó ætla að kynna sér málið til hlýtar. Lilja Rafney sagðist í samtali við Vísi í morgun ekki sjá neina ástæðu til að greina frá nafni þingmannsins sem hún telur að hafi verið undir áhrifum. Alþingi Tengdar fréttir Lilja Rafney vonar að hífaði þingmaðurinn hugsi sinn gang „Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti,“ segir þingmaður Vinstri grænna. 17. desember 2015 10:42 Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, krefst þess að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, upplýsi hvaða mann eða menn hún hafi sakað um að vera undir áhrifum í þingsal í gærkvöldi og undir hvaða áhrifum þeir voru. „Vegna þess að ef þetta verður ekki upplýst sitjum við öll sem erum hérna andspænis ráðherrabekknum undir þessu,“ sagði Þorsteinn. Það kæri hann sig alls ekki um. „Því allt þetta bull sem hér fer fram, gott og slæmt, fer í fundargerðir Alþingis og ég kæri mig ekki um að barnabörnin mín komi hingað einhvern tímann, lesi fundargerðirnar og hugsi: „Afi gamli var fullur í þessum sal.“,“ sagði Þorsteinn.Forseti Alþingis lítur málið alvarlegum augum og ætlar að ræða við Lilju Rafney.Vísir/StefánForseti lítur ummælin alvarlegum augum Upplýsi Lilja Rafney ekki um það hver hafi verið undir áhrifum og hvaða áhrifum, já eða beðist verði afsökunar á ummælunum, ætli hann að taka málið upp í forsætisnefnd þingsins. „Því svona áburður er óþolandi.“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, segist líta ummælin Lilju alvarlegum augum og hafi gert tilraun til þess að ræða við hana. Það hafi ekki gengið enn. Hann muni þó ætla að kynna sér málið til hlýtar. Lilja Rafney sagðist í samtali við Vísi í morgun ekki sjá neina ástæðu til að greina frá nafni þingmannsins sem hún telur að hafi verið undir áhrifum.
Alþingi Tengdar fréttir Lilja Rafney vonar að hífaði þingmaðurinn hugsi sinn gang „Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti,“ segir þingmaður Vinstri grænna. 17. desember 2015 10:42 Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Lilja Rafney vonar að hífaði þingmaðurinn hugsi sinn gang „Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti,“ segir þingmaður Vinstri grænna. 17. desember 2015 10:42
Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51