Þorsteinn Sæmundsson: „Svona áburður er óþolandi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2015 11:17 Þorsteinn vill ekki sitja undir ásökunum um að hann eða aðrir saklausir þingmenn hafi verið undir áhrifum í gærkvöldi. visir/daníel Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, krefst þess að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, upplýsi hvaða mann eða menn hún hafi sakað um að vera undir áhrifum í þingsal í gærkvöldi og undir hvaða áhrifum þeir voru. „Vegna þess að ef þetta verður ekki upplýst sitjum við öll sem erum hérna andspænis ráðherrabekknum undir þessu,“ sagði Þorsteinn. Það kæri hann sig alls ekki um. „Því allt þetta bull sem hér fer fram, gott og slæmt, fer í fundargerðir Alþingis og ég kæri mig ekki um að barnabörnin mín komi hingað einhvern tímann, lesi fundargerðirnar og hugsi: „Afi gamli var fullur í þessum sal.“,“ sagði Þorsteinn.Forseti Alþingis lítur málið alvarlegum augum og ætlar að ræða við Lilju Rafney.Vísir/StefánForseti lítur ummælin alvarlegum augum Upplýsi Lilja Rafney ekki um það hver hafi verið undir áhrifum og hvaða áhrifum, já eða beðist verði afsökunar á ummælunum, ætli hann að taka málið upp í forsætisnefnd þingsins. „Því svona áburður er óþolandi.“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, segist líta ummælin Lilju alvarlegum augum og hafi gert tilraun til þess að ræða við hana. Það hafi ekki gengið enn. Hann muni þó ætla að kynna sér málið til hlýtar. Lilja Rafney sagðist í samtali við Vísi í morgun ekki sjá neina ástæðu til að greina frá nafni þingmannsins sem hún telur að hafi verið undir áhrifum. Alþingi Tengdar fréttir Lilja Rafney vonar að hífaði þingmaðurinn hugsi sinn gang „Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti,“ segir þingmaður Vinstri grænna. 17. desember 2015 10:42 Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, krefst þess að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, upplýsi hvaða mann eða menn hún hafi sakað um að vera undir áhrifum í þingsal í gærkvöldi og undir hvaða áhrifum þeir voru. „Vegna þess að ef þetta verður ekki upplýst sitjum við öll sem erum hérna andspænis ráðherrabekknum undir þessu,“ sagði Þorsteinn. Það kæri hann sig alls ekki um. „Því allt þetta bull sem hér fer fram, gott og slæmt, fer í fundargerðir Alþingis og ég kæri mig ekki um að barnabörnin mín komi hingað einhvern tímann, lesi fundargerðirnar og hugsi: „Afi gamli var fullur í þessum sal.“,“ sagði Þorsteinn.Forseti Alþingis lítur málið alvarlegum augum og ætlar að ræða við Lilju Rafney.Vísir/StefánForseti lítur ummælin alvarlegum augum Upplýsi Lilja Rafney ekki um það hver hafi verið undir áhrifum og hvaða áhrifum, já eða beðist verði afsökunar á ummælunum, ætli hann að taka málið upp í forsætisnefnd þingsins. „Því svona áburður er óþolandi.“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, segist líta ummælin Lilju alvarlegum augum og hafi gert tilraun til þess að ræða við hana. Það hafi ekki gengið enn. Hann muni þó ætla að kynna sér málið til hlýtar. Lilja Rafney sagðist í samtali við Vísi í morgun ekki sjá neina ástæðu til að greina frá nafni þingmannsins sem hún telur að hafi verið undir áhrifum.
Alþingi Tengdar fréttir Lilja Rafney vonar að hífaði þingmaðurinn hugsi sinn gang „Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti,“ segir þingmaður Vinstri grænna. 17. desember 2015 10:42 Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Lilja Rafney vonar að hífaði þingmaðurinn hugsi sinn gang „Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti,“ segir þingmaður Vinstri grænna. 17. desember 2015 10:42
Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51