Þorsteinn Sæmundsson: „Svona áburður er óþolandi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2015 11:17 Þorsteinn vill ekki sitja undir ásökunum um að hann eða aðrir saklausir þingmenn hafi verið undir áhrifum í gærkvöldi. visir/daníel Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, krefst þess að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, upplýsi hvaða mann eða menn hún hafi sakað um að vera undir áhrifum í þingsal í gærkvöldi og undir hvaða áhrifum þeir voru. „Vegna þess að ef þetta verður ekki upplýst sitjum við öll sem erum hérna andspænis ráðherrabekknum undir þessu,“ sagði Þorsteinn. Það kæri hann sig alls ekki um. „Því allt þetta bull sem hér fer fram, gott og slæmt, fer í fundargerðir Alþingis og ég kæri mig ekki um að barnabörnin mín komi hingað einhvern tímann, lesi fundargerðirnar og hugsi: „Afi gamli var fullur í þessum sal.“,“ sagði Þorsteinn.Forseti Alþingis lítur málið alvarlegum augum og ætlar að ræða við Lilju Rafney.Vísir/StefánForseti lítur ummælin alvarlegum augum Upplýsi Lilja Rafney ekki um það hver hafi verið undir áhrifum og hvaða áhrifum, já eða beðist verði afsökunar á ummælunum, ætli hann að taka málið upp í forsætisnefnd þingsins. „Því svona áburður er óþolandi.“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, segist líta ummælin Lilju alvarlegum augum og hafi gert tilraun til þess að ræða við hana. Það hafi ekki gengið enn. Hann muni þó ætla að kynna sér málið til hlýtar. Lilja Rafney sagðist í samtali við Vísi í morgun ekki sjá neina ástæðu til að greina frá nafni þingmannsins sem hún telur að hafi verið undir áhrifum. Alþingi Tengdar fréttir Lilja Rafney vonar að hífaði þingmaðurinn hugsi sinn gang „Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti,“ segir þingmaður Vinstri grænna. 17. desember 2015 10:42 Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, krefst þess að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, upplýsi hvaða mann eða menn hún hafi sakað um að vera undir áhrifum í þingsal í gærkvöldi og undir hvaða áhrifum þeir voru. „Vegna þess að ef þetta verður ekki upplýst sitjum við öll sem erum hérna andspænis ráðherrabekknum undir þessu,“ sagði Þorsteinn. Það kæri hann sig alls ekki um. „Því allt þetta bull sem hér fer fram, gott og slæmt, fer í fundargerðir Alþingis og ég kæri mig ekki um að barnabörnin mín komi hingað einhvern tímann, lesi fundargerðirnar og hugsi: „Afi gamli var fullur í þessum sal.“,“ sagði Þorsteinn.Forseti Alþingis lítur málið alvarlegum augum og ætlar að ræða við Lilju Rafney.Vísir/StefánForseti lítur ummælin alvarlegum augum Upplýsi Lilja Rafney ekki um það hver hafi verið undir áhrifum og hvaða áhrifum, já eða beðist verði afsökunar á ummælunum, ætli hann að taka málið upp í forsætisnefnd þingsins. „Því svona áburður er óþolandi.“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, segist líta ummælin Lilju alvarlegum augum og hafi gert tilraun til þess að ræða við hana. Það hafi ekki gengið enn. Hann muni þó ætla að kynna sér málið til hlýtar. Lilja Rafney sagðist í samtali við Vísi í morgun ekki sjá neina ástæðu til að greina frá nafni þingmannsins sem hún telur að hafi verið undir áhrifum.
Alþingi Tengdar fréttir Lilja Rafney vonar að hífaði þingmaðurinn hugsi sinn gang „Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti,“ segir þingmaður Vinstri grænna. 17. desember 2015 10:42 Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Lilja Rafney vonar að hífaði þingmaðurinn hugsi sinn gang „Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti,“ segir þingmaður Vinstri grænna. 17. desember 2015 10:42
Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51