Hatrammleg átök eru um raforkusamning Svavar Hávarðsson skrifar 18. desember 2015 07:00 Raforkusamningur Norðuráls og Landsvirkjunar, sem er fyrirtækinu mjög hagstæður, rennur út árið 2019. vísir/gva Hatrammlega er tekist á í samningaviðræðum Landsvirkjunar og Norðuráls á Grundartanga um nýjan raforkusamning. Forsvarsmenn Norðuráls hafa gengið langt til að ná sínu fram, að sögn Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, sem vill líka meina að það sé fullkomlega skiljanlegt þegar hagsmunir í samningum um milljarðatugi eiga í hlut þá „beita aðilar öllum aðferðum til að styrkja sinn málstað“, sagði Hörður og bætti við hvort Norðurál sé að ganga lengra en gert hefur verið áður í samningaviðræðum sem þessum verði aðrir að meta. Þetta kom meðal annars fram á upplýsingafundi Landsvirkjunar í gær, vegna raforkusamninga fyrirtækisins, og viðræðna Landsvirkjunar um nýjan raforkusamning við Norðurál, sem er í eigu Century Aluminum, en núverandi samningur rennur út árið 2019. Eins og alþjóð veit voru raforkusamningar Rio Tinto Alcan við Landsvirkjun mjög til umræðu í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík á síðustu vikum. Þar segir Hörður að „utanaðkomandi aðilar hafi séð sér hag í að blanda raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan inn í umræðuna“, þrátt fyrir að fyrirtækið og samningurinn um orku hafi ekki tengst kjaraviðræðunum á nokkurn hátt. Hörður játaði því á fundinum að í tilraunum sínum til að hafa áhrif á niðurstöðu sinna viðræðna um orkusamning hafi Norðurál blandað kjaradeilunni í Straumsvík inn í samningaviðræðurnar, og það hafi birst í skrifum manna sem til þessa hafi ekki tekið þátt í umræðu um orkumál, og þeir hafi verið kynntir til leiks sem ráðgjafar Norðuráls. „Stjórnendur Norðuráls, sem við eigum í viðræðum við, halda mjög fast utan um sína hagsmuni. Við höldum á móti fast um hagsmuni okkar eigenda, sem er íslenska þjóðin. En það er mikilvægt að fólk skilji að það eru viðræður í gangi um einhverja mestu hagsmuni sem þjóðin höndlar með; að það skilji hvaða hagsmunir takast þar á. Okkur er gert það upp að vilja ekki semja við einstaka aðila. Þvert á móti höfum við eindreginn ásetning um að ná samningum, til dæmis við Norðurál,“ sagði Hörður en jafnframt að þeir samningar þyrftu að endurspegla það umhverfi sem er í dag en ekki eins og það var fyrir 20 árum. Þar vísar Hörður til samnings Norðuráls frá 1996, sem er álframleiðandanum mjög hagstæður. Hörður lagði mikla áherslu á að raforkusamningar Landsvirkjunar séu meðal stærstu samninga sem gerðir eru í íslensku viðskiptalífi, og mótaðilarnir gættu sinna hagsmuna af mikilli festu og gerðu fá, ef einhver mistök, við slíka samningagjörð. Verðmæti samninga Landsvirkjunar geti numið 500 til 600 milljörðum á aðeins 10 ára tímabili. Samanlagt verðmæti þeirra sé því sambærilegt við samninga við kröfuhafa föllnu viðskiptabankanna þriggja.Vísar orðum forstjóra alfarið á bugÁ upplýsingafundi Landsvirkjunar í morgun vegna rafmagnssamninga fyrirtækisins var Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, spurður um skrif Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, um málefni fyrirtækisins, og svaraði hann því til að upplýsingar sem Vilhjálmur byggir á í skrifum sínum um rafmagnssamninga hljóti að koma frá Norðuráli. „Ég hef ekki trú á að þær upplýsingar komi frá honum sjálfum. Ég tel að þær upplýsingar sem Vilhjálmur Birgisson vitnar til komi frá fyrirtækinu. Þær upplýsingar eru í sumum tilfellum rangar en í öðrum tilfellum mjög villandi,“ sagði Hörður. Vilhjálmur vísar því alfarið á bug að gagnrýni hans á Landsvirkjun og rafmagnssamninga fyrirtækisins byggi að nokkru leyti á upplýsingum frá Norðuráli. „Ég verð nú seint sakaður um að klappa forsvarsmönnum þessara fyrirtækja, enda hafa þeir kvartað sáran undan mér í gegnum tíðina,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er alrangt. Ég fylgist vel með því sem er að gerast og skrifum um þessi mál. Þar á meðal þeim verðum á raforku sem eru í boði í Kanada og í Skandinavíu, Þýskalandi sem og því verði sem Landsvirkjun gefur upp að fyrirtækjum standi til boða,“ segir Vilhjálmur og bætir við: „Það sem ég hef áhyggjur af er atvinnuöryggi og lífsviðurværi minna félagsmanna. Þeir eiga allt undir starfi sínu hjá þessum fyrirtækjum og það er það sem ég er að verja.“ Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Sjá meira
Hatrammlega er tekist á í samningaviðræðum Landsvirkjunar og Norðuráls á Grundartanga um nýjan raforkusamning. Forsvarsmenn Norðuráls hafa gengið langt til að ná sínu fram, að sögn Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, sem vill líka meina að það sé fullkomlega skiljanlegt þegar hagsmunir í samningum um milljarðatugi eiga í hlut þá „beita aðilar öllum aðferðum til að styrkja sinn málstað“, sagði Hörður og bætti við hvort Norðurál sé að ganga lengra en gert hefur verið áður í samningaviðræðum sem þessum verði aðrir að meta. Þetta kom meðal annars fram á upplýsingafundi Landsvirkjunar í gær, vegna raforkusamninga fyrirtækisins, og viðræðna Landsvirkjunar um nýjan raforkusamning við Norðurál, sem er í eigu Century Aluminum, en núverandi samningur rennur út árið 2019. Eins og alþjóð veit voru raforkusamningar Rio Tinto Alcan við Landsvirkjun mjög til umræðu í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík á síðustu vikum. Þar segir Hörður að „utanaðkomandi aðilar hafi séð sér hag í að blanda raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan inn í umræðuna“, þrátt fyrir að fyrirtækið og samningurinn um orku hafi ekki tengst kjaraviðræðunum á nokkurn hátt. Hörður játaði því á fundinum að í tilraunum sínum til að hafa áhrif á niðurstöðu sinna viðræðna um orkusamning hafi Norðurál blandað kjaradeilunni í Straumsvík inn í samningaviðræðurnar, og það hafi birst í skrifum manna sem til þessa hafi ekki tekið þátt í umræðu um orkumál, og þeir hafi verið kynntir til leiks sem ráðgjafar Norðuráls. „Stjórnendur Norðuráls, sem við eigum í viðræðum við, halda mjög fast utan um sína hagsmuni. Við höldum á móti fast um hagsmuni okkar eigenda, sem er íslenska þjóðin. En það er mikilvægt að fólk skilji að það eru viðræður í gangi um einhverja mestu hagsmuni sem þjóðin höndlar með; að það skilji hvaða hagsmunir takast þar á. Okkur er gert það upp að vilja ekki semja við einstaka aðila. Þvert á móti höfum við eindreginn ásetning um að ná samningum, til dæmis við Norðurál,“ sagði Hörður en jafnframt að þeir samningar þyrftu að endurspegla það umhverfi sem er í dag en ekki eins og það var fyrir 20 árum. Þar vísar Hörður til samnings Norðuráls frá 1996, sem er álframleiðandanum mjög hagstæður. Hörður lagði mikla áherslu á að raforkusamningar Landsvirkjunar séu meðal stærstu samninga sem gerðir eru í íslensku viðskiptalífi, og mótaðilarnir gættu sinna hagsmuna af mikilli festu og gerðu fá, ef einhver mistök, við slíka samningagjörð. Verðmæti samninga Landsvirkjunar geti numið 500 til 600 milljörðum á aðeins 10 ára tímabili. Samanlagt verðmæti þeirra sé því sambærilegt við samninga við kröfuhafa föllnu viðskiptabankanna þriggja.Vísar orðum forstjóra alfarið á bugÁ upplýsingafundi Landsvirkjunar í morgun vegna rafmagnssamninga fyrirtækisins var Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, spurður um skrif Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, um málefni fyrirtækisins, og svaraði hann því til að upplýsingar sem Vilhjálmur byggir á í skrifum sínum um rafmagnssamninga hljóti að koma frá Norðuráli. „Ég hef ekki trú á að þær upplýsingar komi frá honum sjálfum. Ég tel að þær upplýsingar sem Vilhjálmur Birgisson vitnar til komi frá fyrirtækinu. Þær upplýsingar eru í sumum tilfellum rangar en í öðrum tilfellum mjög villandi,“ sagði Hörður. Vilhjálmur vísar því alfarið á bug að gagnrýni hans á Landsvirkjun og rafmagnssamninga fyrirtækisins byggi að nokkru leyti á upplýsingum frá Norðuráli. „Ég verð nú seint sakaður um að klappa forsvarsmönnum þessara fyrirtækja, enda hafa þeir kvartað sáran undan mér í gegnum tíðina,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er alrangt. Ég fylgist vel með því sem er að gerast og skrifum um þessi mál. Þar á meðal þeim verðum á raforku sem eru í boði í Kanada og í Skandinavíu, Þýskalandi sem og því verði sem Landsvirkjun gefur upp að fyrirtækjum standi til boða,“ segir Vilhjálmur og bætir við: „Það sem ég hef áhyggjur af er atvinnuöryggi og lífsviðurværi minna félagsmanna. Þeir eiga allt undir starfi sínu hjá þessum fyrirtækjum og það er það sem ég er að verja.“
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Sjá meira