Verdens Gang: Þórir með súpertölfræði í undanúrslitaleikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2015 13:00 Þórir Hergeirsson og norska landsliðskonan Linn Jorum Sulland. Vísir/AFP Íslendingurinn Þórir Hergeirsson stýrir liði Noregs í kvöld í undanúrslitaleik HM kvenna í handbolta en norsku stelpurnar mæta þá spútnikliði Rúmeníu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þórir var varkár þegar hann hitti norska blaðamenn fyrir leikinn og talaði um að norska liði ætti helmingsmöguleika á sigri en það búast flestir við því að norska liðið vinni þær rúmensku. Verden Gang kallar Þóri undanúrslitakónginn í grein í dag og rökstyður það með tölfræði norska liðsins í undanúrslitaleikjum þegar Þórir hefur annaðhvort verið aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari. Það er vissulega hægt að taka undir með blaðamanni Verdens Gang sem fer yfir súpertölfræði Þóris í undanúrslitaleikjum á stórmótum. Síðan að hann kom inn sem aðstoðarþjálfari norsku stelpnanna árið 2001 hefur liðið unnið 12 af 13 undanúrslitaleikjum sínum á stórmótum. Eina tapið kom á HM 2009 sem var jafnfram fyrsta stórmót hans sem aðalþjálfara. „Lykillinn að þessu er að við tökum hvern undanúrslitaleik mjög alvarlega og undirbúum okkur eins vel og við getum. Það eru 50 prósent líkur á móti Rúmeníu," sagði Þórir við blaðamann VG. „Við erum að fara mæta mjög góðu rúmensku liði sem hefur þegar slegið út heimsmeistara Brasilíu og vann líka danska liðið fyrir framan tólf þúsund Dani hér í Herning. Þær eru að spila fyrir hverja aðra í dag," sagði Þórir og hann talaði líka um að rúmenska liðið væri allt annað lið núna en þegar norska liðið vann leik liðanna í riðlakeppninni. „Rúmenarnir hafa breytt leikstílnum sínum og spila aðallega með hægri handar leikmenn í öllum stöðum. Það kallar á öðruvísi leik. Vörnin þeirra er orðin skipulagðari og þær hafa vaxið mikið. Það eiga reyndar við öll liðin í undanúrslitunum," sagði Þórir en Pólland og Holland mætast í hinum undanúrslitaleiknum.Undanúrslitaleikir norska landsliðsins í tíð Þóris Hergeirssonar: HM 2001: 34-33 sigur á Júgóslavíu EM 2002: 21-16 sigur á Frakklandi EM 2004: 44-29 sigur á Ungverjalandi EM 2006: 28-24 sigur á Frakklandi HM 2007: 33-30 sigur á Þýskalandi ÓL 2008: 29-28 sigur á Suður Kóreu EM 2008: 24-18 sigur á Rússlandi HM 2009: 20-28 tap fyrir Rússlandi EM 2010: 29-19 sigur á Danmörku HM 2011: 30-22 sigur á Spáni ÓL 2012: 31-25 sigur á Suður Kóreu EM 2012: 30-19 sigur á Ungverjalandi EM 2014: 29-25 sigur á Svíþjóð HM 2015: Leikur á móti Rúmeníu Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
Íslendingurinn Þórir Hergeirsson stýrir liði Noregs í kvöld í undanúrslitaleik HM kvenna í handbolta en norsku stelpurnar mæta þá spútnikliði Rúmeníu og í boði er sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þórir var varkár þegar hann hitti norska blaðamenn fyrir leikinn og talaði um að norska liði ætti helmingsmöguleika á sigri en það búast flestir við því að norska liðið vinni þær rúmensku. Verden Gang kallar Þóri undanúrslitakónginn í grein í dag og rökstyður það með tölfræði norska liðsins í undanúrslitaleikjum þegar Þórir hefur annaðhvort verið aðalþjálfari eða aðstoðarþjálfari. Það er vissulega hægt að taka undir með blaðamanni Verdens Gang sem fer yfir súpertölfræði Þóris í undanúrslitaleikjum á stórmótum. Síðan að hann kom inn sem aðstoðarþjálfari norsku stelpnanna árið 2001 hefur liðið unnið 12 af 13 undanúrslitaleikjum sínum á stórmótum. Eina tapið kom á HM 2009 sem var jafnfram fyrsta stórmót hans sem aðalþjálfara. „Lykillinn að þessu er að við tökum hvern undanúrslitaleik mjög alvarlega og undirbúum okkur eins vel og við getum. Það eru 50 prósent líkur á móti Rúmeníu," sagði Þórir við blaðamann VG. „Við erum að fara mæta mjög góðu rúmensku liði sem hefur þegar slegið út heimsmeistara Brasilíu og vann líka danska liðið fyrir framan tólf þúsund Dani hér í Herning. Þær eru að spila fyrir hverja aðra í dag," sagði Þórir og hann talaði líka um að rúmenska liðið væri allt annað lið núna en þegar norska liðið vann leik liðanna í riðlakeppninni. „Rúmenarnir hafa breytt leikstílnum sínum og spila aðallega með hægri handar leikmenn í öllum stöðum. Það kallar á öðruvísi leik. Vörnin þeirra er orðin skipulagðari og þær hafa vaxið mikið. Það eiga reyndar við öll liðin í undanúrslitunum," sagði Þórir en Pólland og Holland mætast í hinum undanúrslitaleiknum.Undanúrslitaleikir norska landsliðsins í tíð Þóris Hergeirssonar: HM 2001: 34-33 sigur á Júgóslavíu EM 2002: 21-16 sigur á Frakklandi EM 2004: 44-29 sigur á Ungverjalandi EM 2006: 28-24 sigur á Frakklandi HM 2007: 33-30 sigur á Þýskalandi ÓL 2008: 29-28 sigur á Suður Kóreu EM 2008: 24-18 sigur á Rússlandi HM 2009: 20-28 tap fyrir Rússlandi EM 2010: 29-19 sigur á Danmörku HM 2011: 30-22 sigur á Spáni ÓL 2012: 31-25 sigur á Suður Kóreu EM 2012: 30-19 sigur á Ungverjalandi EM 2014: 29-25 sigur á Svíþjóð HM 2015: Leikur á móti Rúmeníu
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira