Erlent

Forstjóri Apple argur vegna ásakana um skattaundanskot

Birgir Olgeirsson skrifar
Tim Cook, forstjóri Apple, í 60 minutes.
Tim Cook, forstjóri Apple, í 60 minutes. Vísir/CBS
„Við borgum meira í skatt en nokkur annar í þessu landi,“ segir Tim Cook, forstjóri Apple, í viðtali við 60 mínútur sem sýnt verður í Bandaríkjunum annað kvöld. 

Í viðtalinu er Cook spurður út í ásakanir þess efnis að Apple komist hjá því að greiða fyrirtækjaskatt af 74 milljörðum Bandaríkjadala sem fyrirtækið á á reikningum erlendis. „Þetta er algjört pólitískt bull,“ svarar Cook.

„Það er ekki nokkur sannleikur á bak við þetta. Apple borgar hvern dollar í skatt sem við skuldum. Við borgum meira en allir aðrir í þessu landi.“

Hann er spurður hvers vegna Apple færi ekki eitthvað af þessum 74 milljörðum heim til Bandaríkjanna. „Af því að það myndi kosta okkur fjörutíu prósent af upphæðinni í skatt ef við kæmum með þetta heim. Og mér finnst það ekki skynsamlegt. Þessi skattalög voru gerð fyrir iðnvæðinguna, ekki stafræna iðnaðinn. Það hefði átt að breyta þeim fyrir mörgum árum.“

Ekki er aðeins rætt við Cook í þessum þætti heldur einnig yfirmann hönnunardeildar Apple, Jonathan Ive, og þá fá áhorfendur einnig að skyggnast inn í Apple-verslun framtíðarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×