Finnur Orri: KR sýndi mér mestan áhuga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2015 15:02 Finnur Orri gerði þriggja ára samning við KR. vísir/g.b. Finnur Orri Margeirsson var kynntur til leiks hjá KR í dag en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Vesturbæjarliðið. „Þetta er góð tilfinning og ég er spenntur fyrir næsta sumri,“ sagði Finnur í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn í dag. Finnur segir að KR hafi sýnt honum mestan áhuga af þeim liðum sem settu sig í samband við hann. „Þeir sýndu mér mestan áhuga og eftir að hafa rætt við menn hérna er ég sannfærður að þetta sé rétta skrefið fyrir mig,“ sagði Finnur sem lék með Lilleström í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Finnur fékk ekki áframhaldandi samning hjá norska liðinu en þrátt fyrir það hefur hann enn áhuga á að spila sem atvinnumaður erlendis. „Ég væri alveg til í að spila aftur erlendis, ég neita því ekki, en það verður bara að koma í ljós. Ég stefni á að spila með KR næstu þrjú árin nema eitthvað sérstaklega spennandi komi upp.“Betri leikmaður en fyrir ári Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, kveðst ánægður að hafa krækt í Finn Orra. „Hann er hörkuleikmaður þrátt fyrir ungan aldur og á framtíðina fyrir sér. Við reyndum að fá hann fyrir ári síðan en það gekk ekki upp,“ sagði Bjarni en Finnur samdi við FH eftir tímabilið 2014. Hann stoppaði þó stutt við í Hafnarfirðinum og náði ekki að spila keppnisleik með Fimleikafélaginu. Bjarni segir að Finnur sé betri leikmaður nú en fyrir ári þegar hann fór til Lilleström. „Hann er betri leikmaður núna en fyrir ári. Hann býr að þessari reynslu úr atvinnumennskunni,“ sagði Bjarni. „Þetta er karakter, góður leikmaður og með reynslu. Það er kraftur í honum og hann hefur í raun allt sem við leitum eftir í leikmönnum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson var kynntur til leiks hjá KR í dag en hann skrifaði undir þriggja ára samning við Vesturbæjarliðið. „Þetta er góð tilfinning og ég er spenntur fyrir næsta sumri,“ sagði Finnur í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn í dag. Finnur segir að KR hafi sýnt honum mestan áhuga af þeim liðum sem settu sig í samband við hann. „Þeir sýndu mér mestan áhuga og eftir að hafa rætt við menn hérna er ég sannfærður að þetta sé rétta skrefið fyrir mig,“ sagði Finnur sem lék með Lilleström í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Finnur fékk ekki áframhaldandi samning hjá norska liðinu en þrátt fyrir það hefur hann enn áhuga á að spila sem atvinnumaður erlendis. „Ég væri alveg til í að spila aftur erlendis, ég neita því ekki, en það verður bara að koma í ljós. Ég stefni á að spila með KR næstu þrjú árin nema eitthvað sérstaklega spennandi komi upp.“Betri leikmaður en fyrir ári Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, kveðst ánægður að hafa krækt í Finn Orra. „Hann er hörkuleikmaður þrátt fyrir ungan aldur og á framtíðina fyrir sér. Við reyndum að fá hann fyrir ári síðan en það gekk ekki upp,“ sagði Bjarni en Finnur samdi við FH eftir tímabilið 2014. Hann stoppaði þó stutt við í Hafnarfirðinum og náði ekki að spila keppnisleik með Fimleikafélaginu. Bjarni segir að Finnur sé betri leikmaður nú en fyrir ári þegar hann fór til Lilleström. „Hann er betri leikmaður núna en fyrir ári. Hann býr að þessari reynslu úr atvinnumennskunni,“ sagði Bjarni. „Þetta er karakter, góður leikmaður og með reynslu. Það er kraftur í honum og hann hefur í raun allt sem við leitum eftir í leikmönnum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira