Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Þorl. 75-90 | Njarðvíkingar yfirspilaðir á heimavelli Styrmir Gauti Fjeldsted í Ljónagryfjunni skrifar 3. desember 2015 22:30 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur. vísir/anton Njarðvík og Þór mættust Ljónagryfjunni í kvöld í leik sem skipti miklu máli fyrir bæði lið. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega þar sem heimamenn höfðu yfirhöndina og leiddu þeir í hálfleik 47-40. Þórsarar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleikog náðu að snúa leiknum sér í vil. Þeir yfirspiluðu Njarðvíkinga í lok þriðja og fjórða leikhluta og unnu að lokum 15 stiga sigur 75-90. Marquise Simmons, Bandaríkjamaður Njarðvíkinga, sem átti slakan leik í seinustu umferð, mætti ákafur til leiks og lék góða vörn á Ragnar Nathanaelsson auk þess sem hann tróð allhressilega um miðjan leikhlutann og kom Njarðvík yfir 11-7. Njarðvíkingar voru ávallt nokkrum stigum yfir framan af og voru Þórsarar ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna og klikkaði Davíð Arnar til að mynda úr þremur slíkum í fyrsta leikhluta. Leikhlutanum lauk með ágætis kafla heimamanna og leiddu þeir að honum loknum með fimm stigum, 23-18. Ekki byrjaði annar leikhluti vel fyrir Þór en Ragnar Nathanaelsson fékk sína þriðju villu þegar einungis nokkrar sekúndur voru liðnar af leikhlutanum sem þýddi að Ragnar spilaði ekki það sem eftir lifði hálfleiksins. Með Ragnar á bekknum gengu heimamenn á lagið og náðu strax að auka forskot sitt í 13 stig og virtust gestirnir ekki eiga möguleika á þessum tímapunkti. Einar Árni sem var mættur á sinn gamla heimavöll tók þá tvö leikhlé með 30 sekúnda millibili til að reyna koma sínum mönnum í gang. Njarðvíkingar náðu mest 15 stiga forskoti í leikhlutanum og virtust hafa leikinn í höndum sér. Vörnin leit ágætlega út og kom Hjörtur með flottan sprett af bekknum þegar hann skoraði 8 stig í röð. En gestirnir voru ekki á þeim buxunum að hleypa Njarðvíkingum of langt fram úr sér og náðu með mikilli baráttu að minnka muninn niður í sjö stig og var staðan í hálfleik 47-40. Ragnar Nathanaelsson byrjaði þriðja leikhlutann með því að fá dæmda á sig klaufalega villu, sína fjórðu en Einar ákvað að halda honum inni á þrátt fyrir það. Þór hélt áfram að saxa á forskot heimamanna og þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum jafnaði Baldur leikinn fyrir gestina. Liðin skiptust á að komast yfir en Þór lokaði leikhlutanum af krafti og leiddu 61-69 fyrir seinasta leikhlutann. Njarðvíkingum gekk vel í byrjun lokaleikhlutans og þegar hann var hálfnaður var staðan 73-74 gestunum í vil. Á þessum tímapunkti var vendipunktur leiksins þegar Haukur Helgi tók þrist úr horninu þar sem brotið var á honum. Dómarar leiksins dæmdu ekkert og meiddist Haukur í kjölfarið sem olli því að hann spilaði ekki meira í þessum leik. Þór gengu á lagið þar sem Baldur Þór átti stórgóðan kafla og kláraði leikinn með mjög mikilvægum þrist. Þór unnu að lokum góðan sigur, 75-90, og komust þar með upp að hlið Njarðvíkinga með 10 stig.Einar Árni: Kom beint af fæðingardeildinni Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs var mættur á sinn gamla heimavöll í kvöld og var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. „Við vorum svolítið laskaðir í dag,“ sagði Einar Árni. „Við erum búnir að vera að glíma við veikindi í vikunni en Ragnar hefur lítið æft og Þorsteinn var heima í kvöld með ælupest. Ég er því gríðarlega ánægður með sigurinn og vinnusemin í dag var frábær. Við komumst hægt og rólega inn í þetta og voru mjög margir í okkar liði að skila framlagi.“ Einar Árni eignaðist son í vikunni og hefur því misst af síðustu þrem æfingum. „Ég hef bara verið á fæðingadeildinni og Baldur því séð um allan undirbúning fyrir þennan leik. Við höfum átt lélega leiki í seinustu tveim umferðum og inni í klefa fyrir leik voru sett skýr skilaboð. Við ætluðum að hafa gaman í kvöld og leggja okkur alla fram. En það er eitthvað sem hefur vantað í síðustu tveimur leikjum. Við unnum flottan sigur í kvöld og getum því verið mjög ánægði,.“ sagði mjög glaður þjálfari Þórs í leikslok. Friðrik Ingi: Menn voru kærulausir Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga var brúnaþungur í leikslok. Hans menn byrjuðu ágætlega en leikur þeirra í heild var ekki góður. „Ég þarf að skoða aðeins betur hvað skeður hjá okkur í kvöld. Við vorum alls ekki nægilega harðir í kvöld og á ákveðnum kafla í fyrri hálfleik fannst mér við geta farið langleiðina með að klára þennan leik. Ég er því afar ósáttur með spilamennsku okkar því það gekk ágætlega í fyrri hálfleik og fannst mér leikurinn vera okkar megin.“ „Menn urðu kærulausir þegar við vorum komnir 13-15 stigum yfir. Þór býr yfir góðum vopnum sóknarlega og fengu þeir opin skot trekk í trekk. Þeir komast svo inn í leikinn og við það virtist myndast eitthvað óðagot hjá okkur.“ Njarðvík hefur tapað fjórum leikjum það sem af er tímabils og sitja í 6 sæti. Aðspurður hvort hann væri sáttur með tímabilið hingað til hafði Friðrik þetta að segja. „Svona bæði og. Við erum á svona svipuðu róli og á sama tíma í fyrra en við erum að sjálfsögðu ekki ánægðir með að tapa leikjum og hvað þá þegar manni finnst að liðið eigi að vinna leikinn eins og tilfellið var í kvöld. En hrós til Þórsara, þeir gripu tækifærið í kvöld og gerðu vel.“ Marquise Simmons spilaði ekki neitt í fjórða leikhluta í kvöld. Friðrik segir að ástæðan hafi ekki verið sú þeir hafi verið eitthvað sérstaklega óánægðir með hann í kvöld. „Ég var svona meira að leita af ákveðnu flæði, mér fannst Hjörtur koma inn með ákveðinn kraft og komumst við aftur inn í leikinn með hann inni á. Á lokamínútunum vildi ég riðla leik okkar sem minnst og því ákvað ég að halda honum inni á. Svo það hafði ekkert með frammistöðu Simmons að gera, meira kannski það að ég vildi ekki riðla leik okkar á svo mikilvægum tímapunki,“ sagði Friðrik Ingi að lokum. Njarðvík-Þór Þ. 75-90 (23-18, 24-22, 14-29, 14-21)Njarðvík: Logi Gunnarsson 14/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 14/8 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 13, Marquise Simmons 12/5 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 9/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 6/6 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 3/5 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 2, Hjalti Friðriksson 2.Þór Þ.: Emil Karel Einarsson 19/10 fráköst, Ragnar Örn Bragason 18/4 fráköst, Vance Michael Hall 15/10 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 13, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 13/9 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 5, Halldór Garðar Hermannsson 5, Magnús Breki Þórðason 2.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Njarðvík og Þór mættust Ljónagryfjunni í kvöld í leik sem skipti miklu máli fyrir bæði lið. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega þar sem heimamenn höfðu yfirhöndina og leiddu þeir í hálfleik 47-40. Þórsarar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleikog náðu að snúa leiknum sér í vil. Þeir yfirspiluðu Njarðvíkinga í lok þriðja og fjórða leikhluta og unnu að lokum 15 stiga sigur 75-90. Marquise Simmons, Bandaríkjamaður Njarðvíkinga, sem átti slakan leik í seinustu umferð, mætti ákafur til leiks og lék góða vörn á Ragnar Nathanaelsson auk þess sem hann tróð allhressilega um miðjan leikhlutann og kom Njarðvík yfir 11-7. Njarðvíkingar voru ávallt nokkrum stigum yfir framan af og voru Þórsarar ískaldir fyrir utan þriggja stiga línuna og klikkaði Davíð Arnar til að mynda úr þremur slíkum í fyrsta leikhluta. Leikhlutanum lauk með ágætis kafla heimamanna og leiddu þeir að honum loknum með fimm stigum, 23-18. Ekki byrjaði annar leikhluti vel fyrir Þór en Ragnar Nathanaelsson fékk sína þriðju villu þegar einungis nokkrar sekúndur voru liðnar af leikhlutanum sem þýddi að Ragnar spilaði ekki það sem eftir lifði hálfleiksins. Með Ragnar á bekknum gengu heimamenn á lagið og náðu strax að auka forskot sitt í 13 stig og virtust gestirnir ekki eiga möguleika á þessum tímapunkti. Einar Árni sem var mættur á sinn gamla heimavöll tók þá tvö leikhlé með 30 sekúnda millibili til að reyna koma sínum mönnum í gang. Njarðvíkingar náðu mest 15 stiga forskoti í leikhlutanum og virtust hafa leikinn í höndum sér. Vörnin leit ágætlega út og kom Hjörtur með flottan sprett af bekknum þegar hann skoraði 8 stig í röð. En gestirnir voru ekki á þeim buxunum að hleypa Njarðvíkingum of langt fram úr sér og náðu með mikilli baráttu að minnka muninn niður í sjö stig og var staðan í hálfleik 47-40. Ragnar Nathanaelsson byrjaði þriðja leikhlutann með því að fá dæmda á sig klaufalega villu, sína fjórðu en Einar ákvað að halda honum inni á þrátt fyrir það. Þór hélt áfram að saxa á forskot heimamanna og þegar þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum jafnaði Baldur leikinn fyrir gestina. Liðin skiptust á að komast yfir en Þór lokaði leikhlutanum af krafti og leiddu 61-69 fyrir seinasta leikhlutann. Njarðvíkingum gekk vel í byrjun lokaleikhlutans og þegar hann var hálfnaður var staðan 73-74 gestunum í vil. Á þessum tímapunkti var vendipunktur leiksins þegar Haukur Helgi tók þrist úr horninu þar sem brotið var á honum. Dómarar leiksins dæmdu ekkert og meiddist Haukur í kjölfarið sem olli því að hann spilaði ekki meira í þessum leik. Þór gengu á lagið þar sem Baldur Þór átti stórgóðan kafla og kláraði leikinn með mjög mikilvægum þrist. Þór unnu að lokum góðan sigur, 75-90, og komust þar með upp að hlið Njarðvíkinga með 10 stig.Einar Árni: Kom beint af fæðingardeildinni Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs var mættur á sinn gamla heimavöll í kvöld og var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. „Við vorum svolítið laskaðir í dag,“ sagði Einar Árni. „Við erum búnir að vera að glíma við veikindi í vikunni en Ragnar hefur lítið æft og Þorsteinn var heima í kvöld með ælupest. Ég er því gríðarlega ánægður með sigurinn og vinnusemin í dag var frábær. Við komumst hægt og rólega inn í þetta og voru mjög margir í okkar liði að skila framlagi.“ Einar Árni eignaðist son í vikunni og hefur því misst af síðustu þrem æfingum. „Ég hef bara verið á fæðingadeildinni og Baldur því séð um allan undirbúning fyrir þennan leik. Við höfum átt lélega leiki í seinustu tveim umferðum og inni í klefa fyrir leik voru sett skýr skilaboð. Við ætluðum að hafa gaman í kvöld og leggja okkur alla fram. En það er eitthvað sem hefur vantað í síðustu tveimur leikjum. Við unnum flottan sigur í kvöld og getum því verið mjög ánægði,.“ sagði mjög glaður þjálfari Þórs í leikslok. Friðrik Ingi: Menn voru kærulausir Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga var brúnaþungur í leikslok. Hans menn byrjuðu ágætlega en leikur þeirra í heild var ekki góður. „Ég þarf að skoða aðeins betur hvað skeður hjá okkur í kvöld. Við vorum alls ekki nægilega harðir í kvöld og á ákveðnum kafla í fyrri hálfleik fannst mér við geta farið langleiðina með að klára þennan leik. Ég er því afar ósáttur með spilamennsku okkar því það gekk ágætlega í fyrri hálfleik og fannst mér leikurinn vera okkar megin.“ „Menn urðu kærulausir þegar við vorum komnir 13-15 stigum yfir. Þór býr yfir góðum vopnum sóknarlega og fengu þeir opin skot trekk í trekk. Þeir komast svo inn í leikinn og við það virtist myndast eitthvað óðagot hjá okkur.“ Njarðvík hefur tapað fjórum leikjum það sem af er tímabils og sitja í 6 sæti. Aðspurður hvort hann væri sáttur með tímabilið hingað til hafði Friðrik þetta að segja. „Svona bæði og. Við erum á svona svipuðu róli og á sama tíma í fyrra en við erum að sjálfsögðu ekki ánægðir með að tapa leikjum og hvað þá þegar manni finnst að liðið eigi að vinna leikinn eins og tilfellið var í kvöld. En hrós til Þórsara, þeir gripu tækifærið í kvöld og gerðu vel.“ Marquise Simmons spilaði ekki neitt í fjórða leikhluta í kvöld. Friðrik segir að ástæðan hafi ekki verið sú þeir hafi verið eitthvað sérstaklega óánægðir með hann í kvöld. „Ég var svona meira að leita af ákveðnu flæði, mér fannst Hjörtur koma inn með ákveðinn kraft og komumst við aftur inn í leikinn með hann inni á. Á lokamínútunum vildi ég riðla leik okkar sem minnst og því ákvað ég að halda honum inni á. Svo það hafði ekkert með frammistöðu Simmons að gera, meira kannski það að ég vildi ekki riðla leik okkar á svo mikilvægum tímapunki,“ sagði Friðrik Ingi að lokum. Njarðvík-Þór Þ. 75-90 (23-18, 24-22, 14-29, 14-21)Njarðvík: Logi Gunnarsson 14/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 14/8 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 13, Marquise Simmons 12/5 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 9/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 6/6 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 3/5 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 2, Hjalti Friðriksson 2.Þór Þ.: Emil Karel Einarsson 19/10 fráköst, Ragnar Örn Bragason 18/4 fráköst, Vance Michael Hall 15/10 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 13, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 13/9 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 5, Halldór Garðar Hermannsson 5, Magnús Breki Þórðason 2.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira