Þar sem eru breytingar þar eru tækifæri Almar Guðmundsson skrifar 8. desember 2015 07:00 Miklar væntingar eru gerðar til loftslagsráðstefnunnar COP21 í París. Þar verður þess freistað að ná samkomulagi um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar markmiðin hafa verið sett þarf að setja af stað vinnu til að ná þeim. Það verður ekki gert án aðkomu fyrirtækja. Þau leggja til tæknilausnir sem breyta framleiðsluferlum og koma með nýjar vistvænni lausnir. Það er mikilvægt að samkomulag náist í París. Skýr umgjörð um málaflokkinn eykur líkur á að fyrirtæki leggi í þá vegferð að fjárfesta í loftslagsvænni tækni. Í sóknaráætlun um loftslagsmál leggja stjórnvöld áherslu á sjávarútveg og samgöngur. Fjölmörg íslensk iðnfyrirtæki bjóða lausnir sem minnka orkunotkun í sjávarútvegi með betri tækjabúnaði, orkustýringu og bættri nýtingu hráefnis. Einnig framleiða íslensk fyrirtæki eldsneyti fyrir samgöngur og skip. Heimurinn kallar eftir tæknilausnum sem minnka losun gróðurhúsalofttegunda og við getum gripið tækifærið. Þannig stuðlum við að minni losun, ekki bara heima fyrir heldur einnig á alþjóðavettvangi. Stuðningur stjórnvalda styrkir uppbyggingu á sterkri atvinnugrein, grænni tækni. Samtök iðnaðarins fagna því áherslu stjórnvalda á þessu sviði. Stóriðja er sá einstaki geiri sem losar mest hérlendis. Losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með loftslagsheimildir. Þannig sitja fyrirtækin við sama borð og önnur stórfyrirtæki í Evrópu og lúta þeim ströngu reglum sem þar gilda um vöktun losunar og kaup og sölu á losunarheimildum. Stóriðjan hefur náð gríðarlega góðum árangri og losun á hvert tonn af áli sem er framleitt hefur minnkað um rúm 70% frá árinu 1990, sem er viðmiðunarár Kyoto-samkomulagsins. Heildarlosunin hefur samt aukist talsvert samhliða aukinni framleiðslu. Orkunotkun á hvert unnið tonn af áli hefur hins vegar minnkað. Fyrirtækin leggja metnað í að ná eins góðum árangri og hægt er enda ná íslensku álfyrirtækin einna besta árangri sem þekkist í heiminum. Atvinnulífið er stór hluti vandans því þar er stór uppspretta gróðurhúsalofttegunda. En gleymum því ekki að atvinnulífið er hreyfiafl sem getur komið með lausnirnar. Þar sem eru breytingar, þar eru tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Loftslagsmál Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Miklar væntingar eru gerðar til loftslagsráðstefnunnar COP21 í París. Þar verður þess freistað að ná samkomulagi um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar markmiðin hafa verið sett þarf að setja af stað vinnu til að ná þeim. Það verður ekki gert án aðkomu fyrirtækja. Þau leggja til tæknilausnir sem breyta framleiðsluferlum og koma með nýjar vistvænni lausnir. Það er mikilvægt að samkomulag náist í París. Skýr umgjörð um málaflokkinn eykur líkur á að fyrirtæki leggi í þá vegferð að fjárfesta í loftslagsvænni tækni. Í sóknaráætlun um loftslagsmál leggja stjórnvöld áherslu á sjávarútveg og samgöngur. Fjölmörg íslensk iðnfyrirtæki bjóða lausnir sem minnka orkunotkun í sjávarútvegi með betri tækjabúnaði, orkustýringu og bættri nýtingu hráefnis. Einnig framleiða íslensk fyrirtæki eldsneyti fyrir samgöngur og skip. Heimurinn kallar eftir tæknilausnum sem minnka losun gróðurhúsalofttegunda og við getum gripið tækifærið. Þannig stuðlum við að minni losun, ekki bara heima fyrir heldur einnig á alþjóðavettvangi. Stuðningur stjórnvalda styrkir uppbyggingu á sterkri atvinnugrein, grænni tækni. Samtök iðnaðarins fagna því áherslu stjórnvalda á þessu sviði. Stóriðja er sá einstaki geiri sem losar mest hérlendis. Losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með loftslagsheimildir. Þannig sitja fyrirtækin við sama borð og önnur stórfyrirtæki í Evrópu og lúta þeim ströngu reglum sem þar gilda um vöktun losunar og kaup og sölu á losunarheimildum. Stóriðjan hefur náð gríðarlega góðum árangri og losun á hvert tonn af áli sem er framleitt hefur minnkað um rúm 70% frá árinu 1990, sem er viðmiðunarár Kyoto-samkomulagsins. Heildarlosunin hefur samt aukist talsvert samhliða aukinni framleiðslu. Orkunotkun á hvert unnið tonn af áli hefur hins vegar minnkað. Fyrirtækin leggja metnað í að ná eins góðum árangri og hægt er enda ná íslensku álfyrirtækin einna besta árangri sem þekkist í heiminum. Atvinnulífið er stór hluti vandans því þar er stór uppspretta gróðurhúsalofttegunda. En gleymum því ekki að atvinnulífið er hreyfiafl sem getur komið með lausnirnar. Þar sem eru breytingar, þar eru tækifæri.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar