Þessi átta koma til greina sem maður ársins hjá TIME Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2015 09:51 Tímaritið hefur útnefnt mann ársins frá árinu 1927. Vísir/Getty Bandaríska tímaritið TIME hefur birt lista yfir þá átta sem koma til greina sem maður ársins fyrir árið í ár. Listinn var kynntur í þættinum Today Show á NBC í gærmorgun. Þeir sem til greina koma í ár eru eftirfarandi:Abu Bakr Al-Baghdadi, leiðtogi ISIS samtakanna sem hefur fengið þúsundir manna til liðs við samtökin og berjast fyrir kalífadæmi í Írak og Sýrlandi, auk þess að framkvæma árásir í löndum á borð við Túnis og Frakklandi.Black Lives Matter-aðgerðasinnar, sem hafa mótmælt óréttlæti í garð svartra í Bandaríkjunum og sér í lagi þá meðferð sem þeir verða fyrir af hendi lögreglufólks.Caitlyn Jenner, transkonan sem framkallaði mikla umræðu um kynvitund og jafnréttismál hinsegin fólks.Travis Kalanick, forstjóri leigubílaþjónustunnar Uber, sem hefur gjörbreytt leigubílamarkaðnum víða um heim. Uppgangur Uber hefur einnig leitt til umræðu um galla deilihagkerfisins.Angela Merkel Þýskalandskanslari sem hefur verið áberandi í ýmsum málum á árinu, þeirra á meðal erfiðleika evrusvæðisins og hvernig Evrópa hefur brugðist við flóttamannavandanum.Vladimir Putin Rússlandsforseti sem hefur storkað Vesturlöndum, sem hafa sett viðskiptaþvinganir á landið vegna ástandsins í Úkraínu, og gegnir nú mikilvægu en varasömu hlutverki í baráttunni gegn ISIS.Hassan Rouhani Íransforseti sem hefur reynt bæta samskipi Írans við önnur ríki eftir áralangar viðskiptaþvinganir og með því að tryggja gerð samkomulags við Vesturveldin um kjarnorkuáætlun landsins.Donald Trump, auðjöfurinn sem sækist nú eftir því að verða forsetaframbjóðandi Repúblikana. Popúlísk orðræða hans hefur leitt til að hann mælist með mest fylgi á meðal Repúblikana og leitt til mikillar umræðu um framtíð Repúblikanaflokksins. Tímaritið hefur útnefnt mann ársins frá árinu 1927 þegar flugmaðurinn Charles Lindbergh hlaut útnefninguna eftir að hafa flogið einn yfir Atlantshafið fyrstur manna. Baráttumenn gegn útbreiðslu ebólaveirunnar hlutu útnefninguna á síðasta ári. Greint verður frá hver hlýtur útnefninguna á morgun. Donald Trump Fréttir ársins 2015 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Bandaríska tímaritið TIME hefur birt lista yfir þá átta sem koma til greina sem maður ársins fyrir árið í ár. Listinn var kynntur í þættinum Today Show á NBC í gærmorgun. Þeir sem til greina koma í ár eru eftirfarandi:Abu Bakr Al-Baghdadi, leiðtogi ISIS samtakanna sem hefur fengið þúsundir manna til liðs við samtökin og berjast fyrir kalífadæmi í Írak og Sýrlandi, auk þess að framkvæma árásir í löndum á borð við Túnis og Frakklandi.Black Lives Matter-aðgerðasinnar, sem hafa mótmælt óréttlæti í garð svartra í Bandaríkjunum og sér í lagi þá meðferð sem þeir verða fyrir af hendi lögreglufólks.Caitlyn Jenner, transkonan sem framkallaði mikla umræðu um kynvitund og jafnréttismál hinsegin fólks.Travis Kalanick, forstjóri leigubílaþjónustunnar Uber, sem hefur gjörbreytt leigubílamarkaðnum víða um heim. Uppgangur Uber hefur einnig leitt til umræðu um galla deilihagkerfisins.Angela Merkel Þýskalandskanslari sem hefur verið áberandi í ýmsum málum á árinu, þeirra á meðal erfiðleika evrusvæðisins og hvernig Evrópa hefur brugðist við flóttamannavandanum.Vladimir Putin Rússlandsforseti sem hefur storkað Vesturlöndum, sem hafa sett viðskiptaþvinganir á landið vegna ástandsins í Úkraínu, og gegnir nú mikilvægu en varasömu hlutverki í baráttunni gegn ISIS.Hassan Rouhani Íransforseti sem hefur reynt bæta samskipi Írans við önnur ríki eftir áralangar viðskiptaþvinganir og með því að tryggja gerð samkomulags við Vesturveldin um kjarnorkuáætlun landsins.Donald Trump, auðjöfurinn sem sækist nú eftir því að verða forsetaframbjóðandi Repúblikana. Popúlísk orðræða hans hefur leitt til að hann mælist með mest fylgi á meðal Repúblikana og leitt til mikillar umræðu um framtíð Repúblikanaflokksins. Tímaritið hefur útnefnt mann ársins frá árinu 1927 þegar flugmaðurinn Charles Lindbergh hlaut útnefninguna eftir að hafa flogið einn yfir Atlantshafið fyrstur manna. Baráttumenn gegn útbreiðslu ebólaveirunnar hlutu útnefninguna á síðasta ári. Greint verður frá hver hlýtur útnefninguna á morgun.
Donald Trump Fréttir ársins 2015 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira