Leggja til sextán milljarða aukaútgjöld og sautján milljarða tekjur á móti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. desember 2015 16:19 Stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um breytingartillögur við fjárlögin. Vísir/Ernir Stjórnarandstaðan leggur til að útgjöld ríkissjóðs verði hækkuð um 16 milljarða króna en að 17 milljarðar verði sóttir, meðal annars í gegnum orkuskatt. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata. „Tillögurnar sýna að mögulegt er að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta bætta afkomu ríkissjóðs á sanngjarnari hátt,“ segir í yfirlýsingu flokkanna. Tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að elli- og örorkulífeyrir hækki afturvirkt og að Landspítalinn fái aukið fjármagn. Flokkarnir vilja hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna upp í hálfa milljón og láta barnabætur hækka með hækkun á skerðingarviðmiðum. Þá er gert ráð fyrir hækkunum til háskóla og afléttingu fjöldatakmarkana í framhaldsskólum. „Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti,“ segir í tilkynningu flokkanna. „Þar fyrir utan má minna á að á yfirstandandi kjörtímabili hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna sem nemur tugum milljarða.“ „Þar má nefna lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts, auk þess að heykjast á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum,“ segja flokkarnir og bæta við að tillögurnar geti skapað gríðarlegt viðbótarsvigrúm í ríkisrekstrinum.ÚtgjöldLandspítali viðhald 1.400Landspítali magnaukning 1.040Landspítali kjarasamningar 400Sjúkrahúsið á Akureyri 100Geðfatlaðir þjónusta, húsnæði 33Háskólar almennt 400Framhaldsskólar almennt 400Hækkun örorku og ellilífeyris 5.305Samgöngur nýframkvæmdir 700Viðhald vega 700Sóknaráætlun landshluta 400Fæðingarorlof hækkun 1.700Barnabætur 2.400Umboðsmaður Alþingis 15Fangelsismálastofnun 80Kynbundið ofbeldi 200Útlendingamál 200Stafræn íslenska 170Loftslagssjóður 200Græna hagkerfið 70Menningarmál 40Ríkisskattstjóri 58TekjurOrkuskattur 2.000Skatteftirlit 4.000Arður af bönkum 8.000Veiðigjöld 3.000 Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggur til að útgjöld ríkissjóðs verði hækkuð um 16 milljarða króna en að 17 milljarðar verði sóttir, meðal annars í gegnum orkuskatt. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata. „Tillögurnar sýna að mögulegt er að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta bætta afkomu ríkissjóðs á sanngjarnari hátt,“ segir í yfirlýsingu flokkanna. Tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að elli- og örorkulífeyrir hækki afturvirkt og að Landspítalinn fái aukið fjármagn. Flokkarnir vilja hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna upp í hálfa milljón og láta barnabætur hækka með hækkun á skerðingarviðmiðum. Þá er gert ráð fyrir hækkunum til háskóla og afléttingu fjöldatakmarkana í framhaldsskólum. „Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti,“ segir í tilkynningu flokkanna. „Þar fyrir utan má minna á að á yfirstandandi kjörtímabili hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna sem nemur tugum milljarða.“ „Þar má nefna lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts, auk þess að heykjast á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum,“ segja flokkarnir og bæta við að tillögurnar geti skapað gríðarlegt viðbótarsvigrúm í ríkisrekstrinum.ÚtgjöldLandspítali viðhald 1.400Landspítali magnaukning 1.040Landspítali kjarasamningar 400Sjúkrahúsið á Akureyri 100Geðfatlaðir þjónusta, húsnæði 33Háskólar almennt 400Framhaldsskólar almennt 400Hækkun örorku og ellilífeyris 5.305Samgöngur nýframkvæmdir 700Viðhald vega 700Sóknaráætlun landshluta 400Fæðingarorlof hækkun 1.700Barnabætur 2.400Umboðsmaður Alþingis 15Fangelsismálastofnun 80Kynbundið ofbeldi 200Útlendingamál 200Stafræn íslenska 170Loftslagssjóður 200Græna hagkerfið 70Menningarmál 40Ríkisskattstjóri 58TekjurOrkuskattur 2.000Skatteftirlit 4.000Arður af bönkum 8.000Veiðigjöld 3.000
Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Fleiri fréttir Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Sjá meira