Innlent

Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi

Birgir Olgeirsson skrifar
Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá.
Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. Vísir/stefán

Hjúkrunarfræðingurinn Ásta Kristín Andrésdóttir var sýknuð af ákæru ríkissaksóknara fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Var Ásta Kristín sökuð um yfirsjón í starfi sem leiddi til dauða sjúklings á gjörgæsludeild Landspítalans 3. október árið 2012.

Ásta Kristín var sýknuð af ákæru ríkissaksóknara sem og Landspítalinn. Var öllum bótakröfum vísað frá.Vísir/Vilhelm.

Landspítalinn var einnig sýknaður af ákæru ríkissaksóknara og var öllum bótakröfum vísað frá. Ásta Kristín táraðist þegar niðurstaðan var ljós sem og nánasta fólk hennar og samstarfsfólk. Var fjölmenni í héraðsdómi þegar dómurinn var kveðinn upp og fjölmargir sem föðmuðu Ástu.



Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“



Var henni gefið að sök að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hún tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna.



Sjá einnig: Saksóknari taldi mögulegt að framburður vitna væri ótrúverðugur vegna samhugar 



Afleiðingar þess urðu þær að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér lofti en ekki frá sér. Varð fall í súrefnismettuninni og blóðþrýstingi sjúklingsins og lést hann skömmu síðar. 



Ásta Kristín neitaði sök í málinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×