Þúsundir mótmæltu á götum Parísar Sveinn Arnarsson skrifar 30. nóvember 2015 07:00 Hundruðum skópara var raðað á Lýðræðistorgið í París í gær. Loftslagsganga í borginni var bönnuð vegna ótryggs ástands. Lögregla í París þurfti að grípa til táragass gegn mótmælendum á Lýðræðistorginu þar í gær. Þeir sem söfnuðust þar saman mótmæltu því að skipulögð loftslagsganga í borginni var bönnuð vegna óvissu í öryggismálum. Ganga átti um götur Parísar, líkt og annars staðar í heiminum, til að skora á þjóðarleiðtoga heimsins að samþykkja tillögur gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýst neyðarástand er enn í gildi í borginni eftir ódæðin þann 13. nóvember síðastliðinn. Þar létu 130 lífið og tugir særðust. Það var af þeim sökum að borgaryfirvöld í París ákváðu að banna loftslagsgönguna. Áður en gangan var bönnuð hópuðust þúsundir manna á Lýðræðistorgið en þar átti gangan að hefjast. Skildu margir þátttakendur eftir skópar á torginu til þess að sýna málstaðnum stuðning og sem tákn um ófarna kröfugöngu. Þó nokkur fjöldi einstaklinga lét sér það ekki nægja heldur ákvað að ganga og sló þá í brýnu milli lögreglunnar í borginni og mótmælenda. Um 2.000 skipulagðar göngur voru haldnar um allan heim í gær. Krafa var sett fram í göngunni um að íslensk stjórnvöld myndu skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent á næstu árum. 21. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í borginni í dag og stendur til 11. desember. Miklar væntingar eru gerðar til ráðstefnunnar og vonir bundnar við að hún festi í sessi baráttu gegn hlýnun jarðar. Þúsundir eru mættar til Parísar í þeim erindagjörðum að þrýsta á alþjóðasamfélagið að berjast gegn loftslagsbreytingum í heiminum. Loftslagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Lögregla í París þurfti að grípa til táragass gegn mótmælendum á Lýðræðistorginu þar í gær. Þeir sem söfnuðust þar saman mótmæltu því að skipulögð loftslagsganga í borginni var bönnuð vegna óvissu í öryggismálum. Ganga átti um götur Parísar, líkt og annars staðar í heiminum, til að skora á þjóðarleiðtoga heimsins að samþykkja tillögur gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýst neyðarástand er enn í gildi í borginni eftir ódæðin þann 13. nóvember síðastliðinn. Þar létu 130 lífið og tugir særðust. Það var af þeim sökum að borgaryfirvöld í París ákváðu að banna loftslagsgönguna. Áður en gangan var bönnuð hópuðust þúsundir manna á Lýðræðistorgið en þar átti gangan að hefjast. Skildu margir þátttakendur eftir skópar á torginu til þess að sýna málstaðnum stuðning og sem tákn um ófarna kröfugöngu. Þó nokkur fjöldi einstaklinga lét sér það ekki nægja heldur ákvað að ganga og sló þá í brýnu milli lögreglunnar í borginni og mótmælenda. Um 2.000 skipulagðar göngur voru haldnar um allan heim í gær. Krafa var sett fram í göngunni um að íslensk stjórnvöld myndu skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent á næstu árum. 21. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í borginni í dag og stendur til 11. desember. Miklar væntingar eru gerðar til ráðstefnunnar og vonir bundnar við að hún festi í sessi baráttu gegn hlýnun jarðar. Þúsundir eru mættar til Parísar í þeim erindagjörðum að þrýsta á alþjóðasamfélagið að berjast gegn loftslagsbreytingum í heiminum.
Loftslagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira