Þúsundir mótmæltu á götum Parísar Sveinn Arnarsson skrifar 30. nóvember 2015 07:00 Hundruðum skópara var raðað á Lýðræðistorgið í París í gær. Loftslagsganga í borginni var bönnuð vegna ótryggs ástands. Lögregla í París þurfti að grípa til táragass gegn mótmælendum á Lýðræðistorginu þar í gær. Þeir sem söfnuðust þar saman mótmæltu því að skipulögð loftslagsganga í borginni var bönnuð vegna óvissu í öryggismálum. Ganga átti um götur Parísar, líkt og annars staðar í heiminum, til að skora á þjóðarleiðtoga heimsins að samþykkja tillögur gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýst neyðarástand er enn í gildi í borginni eftir ódæðin þann 13. nóvember síðastliðinn. Þar létu 130 lífið og tugir særðust. Það var af þeim sökum að borgaryfirvöld í París ákváðu að banna loftslagsgönguna. Áður en gangan var bönnuð hópuðust þúsundir manna á Lýðræðistorgið en þar átti gangan að hefjast. Skildu margir þátttakendur eftir skópar á torginu til þess að sýna málstaðnum stuðning og sem tákn um ófarna kröfugöngu. Þó nokkur fjöldi einstaklinga lét sér það ekki nægja heldur ákvað að ganga og sló þá í brýnu milli lögreglunnar í borginni og mótmælenda. Um 2.000 skipulagðar göngur voru haldnar um allan heim í gær. Krafa var sett fram í göngunni um að íslensk stjórnvöld myndu skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent á næstu árum. 21. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í borginni í dag og stendur til 11. desember. Miklar væntingar eru gerðar til ráðstefnunnar og vonir bundnar við að hún festi í sessi baráttu gegn hlýnun jarðar. Þúsundir eru mættar til Parísar í þeim erindagjörðum að þrýsta á alþjóðasamfélagið að berjast gegn loftslagsbreytingum í heiminum. Loftslagsmál Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira
Lögregla í París þurfti að grípa til táragass gegn mótmælendum á Lýðræðistorginu þar í gær. Þeir sem söfnuðust þar saman mótmæltu því að skipulögð loftslagsganga í borginni var bönnuð vegna óvissu í öryggismálum. Ganga átti um götur Parísar, líkt og annars staðar í heiminum, til að skora á þjóðarleiðtoga heimsins að samþykkja tillögur gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýst neyðarástand er enn í gildi í borginni eftir ódæðin þann 13. nóvember síðastliðinn. Þar létu 130 lífið og tugir særðust. Það var af þeim sökum að borgaryfirvöld í París ákváðu að banna loftslagsgönguna. Áður en gangan var bönnuð hópuðust þúsundir manna á Lýðræðistorgið en þar átti gangan að hefjast. Skildu margir þátttakendur eftir skópar á torginu til þess að sýna málstaðnum stuðning og sem tákn um ófarna kröfugöngu. Þó nokkur fjöldi einstaklinga lét sér það ekki nægja heldur ákvað að ganga og sló þá í brýnu milli lögreglunnar í borginni og mótmælenda. Um 2.000 skipulagðar göngur voru haldnar um allan heim í gær. Krafa var sett fram í göngunni um að íslensk stjórnvöld myndu skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent á næstu árum. 21. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í borginni í dag og stendur til 11. desember. Miklar væntingar eru gerðar til ráðstefnunnar og vonir bundnar við að hún festi í sessi baráttu gegn hlýnun jarðar. Þúsundir eru mættar til Parísar í þeim erindagjörðum að þrýsta á alþjóðasamfélagið að berjast gegn loftslagsbreytingum í heiminum.
Loftslagsmál Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Sjá meira