Andy Murray komst í hóp með McEnroe og Wilander Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 10:00 Andy Murray fagnar sigrinum. Vísir/Getty Andy Murray og félagar í breska tennislandsliðinu tryggðu sér sigur í Davis-bikarnum í gær og var þetta í fyrsta sinn í 79 ár sem Bretar fagna sigri í þessum eiginlega heimsmeistarakeppni landsliða í tennis. Bretar voru að vinna Davis-bikarinn í tíunda sinn en síðasti titilinn vannst fyrir seinni heimsstyrjöld eða árið 1936. Bretar unnu Belga 3-1 í úrslitunum en höfðu áður slegið út Bandaríkjamenn (3-2), Frakka (3-1) og Ástrala (3-2). Andy Murray, stærsta stjarna breska liðsins, stóð undir nafni því hann vann báða einliðaleiki sína á móti Belgum, fyrst 6-3, 6-2 og 7-5 á móti Ruben Bemelmans en svo 6-3, 7-5 og 6-3 á móti David Goffin. „Ég trúi því ekki að við höfum klárað. Við fáum kannski aldrei aftur möguleika á því að endurtaka þetta þannig við ætlum að fagna í kvöld," sagði Andy Murray eftir sigurinn. Andy Murray vann alla átta einliðaleiki sína úi Davis-bikarnum í ár og komst þar í hóp með þeim John McEnroe og Mats Wilander. McEnroe vann alla átta leiki sína með Bandaríkjamönnum 1982 og Wilander lék það eftir með Svíum árið eftir. Andy Murray náði í alls 11 stig og gerði þar mun betur en þegar kappar eins og Novak Djokovic (7 stig í sigri Serbíu 2010), Roger Federer (7 stig í sigri Sviss 2014) og Rafael Nadal (6 stig í sigri Spánar 2011) sem allir unnu Davis-bikarinn með sínum þjóðum. Andy Murray hafði áður endað 77 ára bið Breta eftir sigri á Wimbledon-mótinu árið 2013. Hann hefur unnið tvö risamót og Ólympíugull á ferlinum og bætti nú einni skrautfjöðrinni við. Davis-bikarmeistarar Breta.Vísir/Getty Tennis Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Íslands fyrir fyrsta leik á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sjá meira
Andy Murray og félagar í breska tennislandsliðinu tryggðu sér sigur í Davis-bikarnum í gær og var þetta í fyrsta sinn í 79 ár sem Bretar fagna sigri í þessum eiginlega heimsmeistarakeppni landsliða í tennis. Bretar voru að vinna Davis-bikarinn í tíunda sinn en síðasti titilinn vannst fyrir seinni heimsstyrjöld eða árið 1936. Bretar unnu Belga 3-1 í úrslitunum en höfðu áður slegið út Bandaríkjamenn (3-2), Frakka (3-1) og Ástrala (3-2). Andy Murray, stærsta stjarna breska liðsins, stóð undir nafni því hann vann báða einliðaleiki sína á móti Belgum, fyrst 6-3, 6-2 og 7-5 á móti Ruben Bemelmans en svo 6-3, 7-5 og 6-3 á móti David Goffin. „Ég trúi því ekki að við höfum klárað. Við fáum kannski aldrei aftur möguleika á því að endurtaka þetta þannig við ætlum að fagna í kvöld," sagði Andy Murray eftir sigurinn. Andy Murray vann alla átta einliðaleiki sína úi Davis-bikarnum í ár og komst þar í hóp með þeim John McEnroe og Mats Wilander. McEnroe vann alla átta leiki sína með Bandaríkjamönnum 1982 og Wilander lék það eftir með Svíum árið eftir. Andy Murray náði í alls 11 stig og gerði þar mun betur en þegar kappar eins og Novak Djokovic (7 stig í sigri Serbíu 2010), Roger Federer (7 stig í sigri Sviss 2014) og Rafael Nadal (6 stig í sigri Spánar 2011) sem allir unnu Davis-bikarinn með sínum þjóðum. Andy Murray hafði áður endað 77 ára bið Breta eftir sigri á Wimbledon-mótinu árið 2013. Hann hefur unnið tvö risamót og Ólympíugull á ferlinum og bætti nú einni skrautfjöðrinni við. Davis-bikarmeistarar Breta.Vísir/Getty
Tennis Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Íslands fyrir fyrsta leik á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Hræddist áhorfanda á Wimbledon: „Kannski er hann með hníf“ Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sjá meira