Rússar skipuleggja aðgerðir gegn Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2015 14:30 Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, kynnti aðgerðirnar í dag. Vísir/EPA Stjórnvöld í Rússlandi vinna nú að framkvæmd efnahagslegra- og stjórnmálaþvingana gegn Tyrkjum. Aðgerðirnar eru fyrirhugaðar vegna þess að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél í fyrradag. Þar að auki eru Rússar hættir öllu hernaðarlegu samstarfi með Tyrkjum.Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir að aðgerðirnar verði útfærðar á tveimur dögum samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu. Hann segir enn fremur að aðgerðirnar verði ekki byggðar innan einhvers tímaramma heldur verði þeim haldið út eins lengi og þörf sé á. Rússar hafa nú þegar hert reglur og eftirlit varðandi flutning landbúnaðarvara frá Tyrklandi. Landbúnaðarráðherran Alexander Tkachev sagði í gær að mögulega væri öllum innflutning matvæla frá Tyrklandi hætt. Hægt væri að flytja inn grænmeti frá Íran, Ísrael, Marokkó, Aserbaísjan og Úsbekistan.Samkvæmt frétt BBC gætu aðgerðirnar einnig falið í sér að hætt verði við sameiginlegar fjárfestingar ríkjanna. Samband Rússlands og Tyrklands er nú mjög stirt eftir að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél á þriðjudaginn. Tyrkir segja vélinni hafa verið flogið inn fyrir lofthelgi Tyrklands og að flugmenn hennar hafi hundsað ítrekaðar viðvaranir. NATO hefur stutt við þessa lýsingu Tyrkja. Rússar segja hins vegar að vélinni hafi aldrei verið flogið inn í lofthelgi Tyrklands. Enn fremur segja þeir að með þessu hafi Tyrkir sýnt að þeir styðji við hryðjuverk Íslamska ríkisins. Undanfarna daga hafa yfirvöld í Rússlandi gagnrýnt Tyrki harðlega og jafnvel haldið því fram að Tyrkir kaupi olíu af ISIS og haldi þannig starfsemi þeirra gangandi. Annar flugmaður flugvélarinnar var myrtur af uppreisnarmönnum Túrkmena í norðanverðu Sýrlandi þar sem flugvélin brotlenti. Hinum var bjargað eftir að hafa verið á flótta í tólf tíma. Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Segir árás Tyrkja hafa verið „skipulagða ögrun“ Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa „ekki vera á leið í stríð við „Tyrki“. 25. nóvember 2015 12:43 Tyrkir segjast ekki hafa vitað að þotan væri rússnesk Tyrklandsher segist reiðubúinn að starfa með þeim rússneska. 25. nóvember 2015 21:40 Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir. 25. nóvember 2015 07:45 Flugmaðurinn sem lifði af segir enga aðvörun hafa borist Hann segir einnig að þeir hafi verið í lofthelgi Sýrlands þegar vél hans var skotin niður af Tyrkjum. 25. nóvember 2015 14:53 Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rússland "vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi. 26. nóvember 2015 07:00 Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Vladimir Putin segir að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. 25. nóvember 2015 10:57 Tyrkir birtu hljóðupptöku af viðvörunum Segjast hafa margsinnis varað flugmenn rússnesku sprengjuvélarinnar um að þeir væru á leið inn í lofthelgi Tyrklands. 26. nóvember 2015 07:45 Öðrum flugmanninum hefur verið bjargað Sendiherra Rússlands í Frakklandi segir að sýrlenski herinn hafi flutt hann til herstöðvar Rússa. 25. nóvember 2015 08:50 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi vinna nú að framkvæmd efnahagslegra- og stjórnmálaþvingana gegn Tyrkjum. Aðgerðirnar eru fyrirhugaðar vegna þess að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél í fyrradag. Þar að auki eru Rússar hættir öllu hernaðarlegu samstarfi með Tyrkjum.Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir að aðgerðirnar verði útfærðar á tveimur dögum samkvæmt frétt TASS fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu. Hann segir enn fremur að aðgerðirnar verði ekki byggðar innan einhvers tímaramma heldur verði þeim haldið út eins lengi og þörf sé á. Rússar hafa nú þegar hert reglur og eftirlit varðandi flutning landbúnaðarvara frá Tyrklandi. Landbúnaðarráðherran Alexander Tkachev sagði í gær að mögulega væri öllum innflutning matvæla frá Tyrklandi hætt. Hægt væri að flytja inn grænmeti frá Íran, Ísrael, Marokkó, Aserbaísjan og Úsbekistan.Samkvæmt frétt BBC gætu aðgerðirnar einnig falið í sér að hætt verði við sameiginlegar fjárfestingar ríkjanna. Samband Rússlands og Tyrklands er nú mjög stirt eftir að Tyrkir skutu niður rússneska sprengjuflugvél á þriðjudaginn. Tyrkir segja vélinni hafa verið flogið inn fyrir lofthelgi Tyrklands og að flugmenn hennar hafi hundsað ítrekaðar viðvaranir. NATO hefur stutt við þessa lýsingu Tyrkja. Rússar segja hins vegar að vélinni hafi aldrei verið flogið inn í lofthelgi Tyrklands. Enn fremur segja þeir að með þessu hafi Tyrkir sýnt að þeir styðji við hryðjuverk Íslamska ríkisins. Undanfarna daga hafa yfirvöld í Rússlandi gagnrýnt Tyrki harðlega og jafnvel haldið því fram að Tyrkir kaupi olíu af ISIS og haldi þannig starfsemi þeirra gangandi. Annar flugmaður flugvélarinnar var myrtur af uppreisnarmönnum Túrkmena í norðanverðu Sýrlandi þar sem flugvélin brotlenti. Hinum var bjargað eftir að hafa verið á flótta í tólf tíma.
Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Segir árás Tyrkja hafa verið „skipulagða ögrun“ Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa „ekki vera á leið í stríð við „Tyrki“. 25. nóvember 2015 12:43 Tyrkir segjast ekki hafa vitað að þotan væri rússnesk Tyrklandsher segist reiðubúinn að starfa með þeim rússneska. 25. nóvember 2015 21:40 Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir. 25. nóvember 2015 07:45 Flugmaðurinn sem lifði af segir enga aðvörun hafa borist Hann segir einnig að þeir hafi verið í lofthelgi Sýrlands þegar vél hans var skotin niður af Tyrkjum. 25. nóvember 2015 14:53 Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rússland "vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi. 26. nóvember 2015 07:00 Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Vladimir Putin segir að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. 25. nóvember 2015 10:57 Tyrkir birtu hljóðupptöku af viðvörunum Segjast hafa margsinnis varað flugmenn rússnesku sprengjuvélarinnar um að þeir væru á leið inn í lofthelgi Tyrklands. 26. nóvember 2015 07:45 Öðrum flugmanninum hefur verið bjargað Sendiherra Rússlands í Frakklandi segir að sýrlenski herinn hafi flutt hann til herstöðvar Rússa. 25. nóvember 2015 08:50 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira
Segir árás Tyrkja hafa verið „skipulagða ögrun“ Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa „ekki vera á leið í stríð við „Tyrki“. 25. nóvember 2015 12:43
Tyrkir segjast ekki hafa vitað að þotan væri rússnesk Tyrklandsher segist reiðubúinn að starfa með þeim rússneska. 25. nóvember 2015 21:40
Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir. 25. nóvember 2015 07:45
Flugmaðurinn sem lifði af segir enga aðvörun hafa borist Hann segir einnig að þeir hafi verið í lofthelgi Sýrlands þegar vél hans var skotin niður af Tyrkjum. 25. nóvember 2015 14:53
Rússar búa sig undir fleiri árásir á herþotur Rússneski herþotuflugmaðurinn segist aldrei hafa fengið neina viðvörun frá Tyrkjum áður en þotan var skotin niður. Forsætisráðherra Tyrklands segir Rússland "vin okkar og nágranna“. Rússar koma sér upp loftvarnakerfi í Sýrlandi. 26. nóvember 2015 07:00
Segir leiðtoga Tyrklands stuðla að íslam-væðingu landsins Vladimir Putin segir að rússneskir borgarar í Tyrklandi séu mögulega í hættu. 25. nóvember 2015 10:57
Tyrkir birtu hljóðupptöku af viðvörunum Segjast hafa margsinnis varað flugmenn rússnesku sprengjuvélarinnar um að þeir væru á leið inn í lofthelgi Tyrklands. 26. nóvember 2015 07:45
Öðrum flugmanninum hefur verið bjargað Sendiherra Rússlands í Frakklandi segir að sýrlenski herinn hafi flutt hann til herstöðvar Rússa. 25. nóvember 2015 08:50