Klúður utanríkisráðherrans Össur Skarphéðinsson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson er staddur í mjög hættulegum persónulegum leiðangri gegn Þróunarsamvinnustofnun þar sem allar meginreglur stjórnsýslunnar eru brotnar. Í fyrstu virtust rök hans þau, að stofnunin væri ekki nógu vel rekin, tvíverknaður væri í gangi milli hennar og ráðuneytisins, og hann ýjaði með myrkum hætti að því að stofnunin gengi ekki í takt við utanríkisstefnu hans sjálfs. Á Alþingi gat hann ekki fært rök fyrir neinu af þessu. Sjálfstæð rannsókn utanríkismálanefndar fann heldur engin dæmi um ofangreint. Þvert á móti lauk Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður nefndarinnar, sérstöku lofsorði á stofnunina. Skoðun nefndarinnar leiddi í ljós að ÞSSÍ er fyrirmyndarstofnun, sem hlýtur hvarvetna lof, heima og erlendis, ekki síst fyrir nýmæli sem miklu stærri þjóðir vilja taka til eftirdæmis. Bestu einkunn hlaut hún þó þegar stórþjóðir vildu leggja henni til næstum þúsund milljónir króna til samlags við verkefni hennar. ÞSSÍ heldur sig innan fjárlaga og Ríkisendurskoðun gefur henni ítrekað góða umsögn. Hlálegast var þó, að hagræðið sem átti að skapast, og ráðherra varð tíðrætt um í upphafi, er ekkert. Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytis segir umbúðalaust að enginn sparnaður verði af því að leggja stofnunina niður. Þegar ofangreindum dylgjum ráðherrans var hrundið var næsta haldreipi hans að halda því fram að frumvarpið um að leggja stofnunina niður byggðist á ábendingum frá s.k. þróunarsamvinnunefnd OECD. En þegar það álit er lesið kemur í ljós, eins og ASÍ benti á í umsögn sinni, að þar eru hvergi tillögur, vísbendingar, ekki einu sinni ábendingar, um að rétt sé að leggja stofnunina niður. Skv. því er tillagan því byggð á hrapallegum misskilningi, þar sem ráðherrann hefur annaðhvort ekki skilið enskuna, eða ekki lesið skýrsluna. Svona stjórnsýsluklúður myndi ekki einu sinni gerast í vanþróuðustu ríkjum heims.Niðurlægðir starfsmenn Við þessu hefur ráðherrann brugðist með hálfgerðu stríði við starfsmenn stofnunarinnar. Hann niðurlægir þá með ýmsu móti. RÚV sló því þannig upp sem stórfrétt að ráðherrann neitaði að taka yfirstjórn stofnunarinnar með sér þegar hann heimsótti samvinnulönd hennar í Afríku. Það hafði aldrei gerst áður. Hann dinglaði nettri hótun yfir forstjóranum þegar hann lét þess getið að yrði frumvarpið ekki samþykkt, þá yrði forstjórinn ekki ráðinn áfram! – Hvers konar stjórnsýsla er þetta eiginlega? Við undirbúning málsins gætti ráðherrann þess vandlega að leita ekki til fræðimanna við HÍ sem gjörþekkja þróunarsamvinnu og hafa rannsakað um árabil. Álit þeirra, sem barst utanríkismálanefnd, var algerlega á hinn veginn. Háskóli Íslands varaði við því að ÞSSÍ yrði lögð niður, kallaði það „bráðræði“ og lagði þess í stað til að stofnunin yrði efld. Þar að auki brýtur tillaga ráðherrans algerlega gegn áratuga leiðbeiningum Ríkisendurskoðunar um að eftirlit og framkvæmd sé ekki á sömu hendi. Það er því ekki að ófyrirsynju að Gagnsæi – samtök gegn spillingu – hafa eindregið varað við tillögu ráðherrans, sem ætlar að taka verkefni ÞSSÍ, sem fara með mikið fjármagn, beint inn i ráðuneytið til sín. Frumvarpið um að leggja niður ÞSSÍ er versta þingmál sem ég hef séð í 25 ár. Það er algerlega óhugsað, illa undirbúið, og virðist skýrt dæmi um duttlungafulla geðþóttaákvörðun þar sem engin fagleg rök eru til staðar. Svona er ekki hægt að kalla annað en klúður af verstu tegund. Er þetta Nýja Ísland? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson er staddur í mjög hættulegum persónulegum leiðangri gegn Þróunarsamvinnustofnun þar sem allar meginreglur stjórnsýslunnar eru brotnar. Í fyrstu virtust rök hans þau, að stofnunin væri ekki nógu vel rekin, tvíverknaður væri í gangi milli hennar og ráðuneytisins, og hann ýjaði með myrkum hætti að því að stofnunin gengi ekki í takt við utanríkisstefnu hans sjálfs. Á Alþingi gat hann ekki fært rök fyrir neinu af þessu. Sjálfstæð rannsókn utanríkismálanefndar fann heldur engin dæmi um ofangreint. Þvert á móti lauk Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður nefndarinnar, sérstöku lofsorði á stofnunina. Skoðun nefndarinnar leiddi í ljós að ÞSSÍ er fyrirmyndarstofnun, sem hlýtur hvarvetna lof, heima og erlendis, ekki síst fyrir nýmæli sem miklu stærri þjóðir vilja taka til eftirdæmis. Bestu einkunn hlaut hún þó þegar stórþjóðir vildu leggja henni til næstum þúsund milljónir króna til samlags við verkefni hennar. ÞSSÍ heldur sig innan fjárlaga og Ríkisendurskoðun gefur henni ítrekað góða umsögn. Hlálegast var þó, að hagræðið sem átti að skapast, og ráðherra varð tíðrætt um í upphafi, er ekkert. Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytis segir umbúðalaust að enginn sparnaður verði af því að leggja stofnunina niður. Þegar ofangreindum dylgjum ráðherrans var hrundið var næsta haldreipi hans að halda því fram að frumvarpið um að leggja stofnunina niður byggðist á ábendingum frá s.k. þróunarsamvinnunefnd OECD. En þegar það álit er lesið kemur í ljós, eins og ASÍ benti á í umsögn sinni, að þar eru hvergi tillögur, vísbendingar, ekki einu sinni ábendingar, um að rétt sé að leggja stofnunina niður. Skv. því er tillagan því byggð á hrapallegum misskilningi, þar sem ráðherrann hefur annaðhvort ekki skilið enskuna, eða ekki lesið skýrsluna. Svona stjórnsýsluklúður myndi ekki einu sinni gerast í vanþróuðustu ríkjum heims.Niðurlægðir starfsmenn Við þessu hefur ráðherrann brugðist með hálfgerðu stríði við starfsmenn stofnunarinnar. Hann niðurlægir þá með ýmsu móti. RÚV sló því þannig upp sem stórfrétt að ráðherrann neitaði að taka yfirstjórn stofnunarinnar með sér þegar hann heimsótti samvinnulönd hennar í Afríku. Það hafði aldrei gerst áður. Hann dinglaði nettri hótun yfir forstjóranum þegar hann lét þess getið að yrði frumvarpið ekki samþykkt, þá yrði forstjórinn ekki ráðinn áfram! – Hvers konar stjórnsýsla er þetta eiginlega? Við undirbúning málsins gætti ráðherrann þess vandlega að leita ekki til fræðimanna við HÍ sem gjörþekkja þróunarsamvinnu og hafa rannsakað um árabil. Álit þeirra, sem barst utanríkismálanefnd, var algerlega á hinn veginn. Háskóli Íslands varaði við því að ÞSSÍ yrði lögð niður, kallaði það „bráðræði“ og lagði þess í stað til að stofnunin yrði efld. Þar að auki brýtur tillaga ráðherrans algerlega gegn áratuga leiðbeiningum Ríkisendurskoðunar um að eftirlit og framkvæmd sé ekki á sömu hendi. Það er því ekki að ófyrirsynju að Gagnsæi – samtök gegn spillingu – hafa eindregið varað við tillögu ráðherrans, sem ætlar að taka verkefni ÞSSÍ, sem fara með mikið fjármagn, beint inn i ráðuneytið til sín. Frumvarpið um að leggja niður ÞSSÍ er versta þingmál sem ég hef séð í 25 ár. Það er algerlega óhugsað, illa undirbúið, og virðist skýrt dæmi um duttlungafulla geðþóttaákvörðun þar sem engin fagleg rök eru til staðar. Svona er ekki hægt að kalla annað en klúður af verstu tegund. Er þetta Nýja Ísland?
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun