Leitinni að eftirmanni Pieti Poikola hjá Tindastóli er lokið en félagið tilkynnti í kvöld að það væri búið að ráða Jose Maria Costa Gomez, 43 ára Spánverja.
Poikola entist í aðeins fjóra leiki hjá Stólunum sem var stýrt af Israel Martin, öðrum Spánverja, í fyrra með góðum árangri. Undir hans stjórn fór liðið í lokaúrslitin í vor þar sem það tapaði fyrir KR.
Joe Costa, eins og hann er kallaður í frétt á Feyki.is, starfaði með Israel Martin hjá Tenerife Baloncesto þar sem Costa var yfirþjálfari en Martin aðstoðarþjálfari.
Costa hefur einnig þjálfað í neðri deildum Spánar sem og sinnt margskonar þjálfunarstörfum eins og fram kemur í áðurnefndri frétt.
Einnig kemur fram að Tindastóll hafi reynt að finna liðinu íslenskan þjálfara en að sú leit hafi ekki borið árangur. Áður hafði Sverrir Þór Sverrisson, fyrrum þjálfari Grindavíkur, staðfest að hann hafi gefið Tindastóli afsvar.
Tindastóll er úr leik í bikarkeppninni og er sem stendur í áttunda sæti Domino's-deildar karla með fjögur stig af tíu mögulegum.
Costa tekur við Tindastóli
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn


