Körfubolti

Woods samdi við FSu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Woods í leik með Snæfelli.
Woods í leik með Snæfelli. vísir/stefán
Nýliðar FSu í Dominos-deild karla hafa fengið liðsstyrk í Bandaríkjamanninum Chris Woods.

Erik Olson, þjálfari FSu, staðfestir í samtali við karfan.is að búið sé að skrifa undir samning við leikmanninn.

Olson segir að búið sé að ganga frá öllum pappírum hjá Útlendingastofnun og kemur hann fljótlega til landsins.

Woods þekkir vel til hér á landi eftir að hafa leikið með Snæfelli í fyrra og tvö ár þar á undan með Vali.

Hann var frákastahæstur í deildinni í fyrra með 13,9 fráköst að meðalatali í leik og þess utan skoraði hann 23,5 stig að meðaltali í leik.

FSu er enn án stiga eftir fimm leiki í Dominos-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×