Erlent

Apple biðst afsökunar á að hafa vísað hópi svartra ungmenna úr búð

Atli Ísleifsson skrifar
Apple hefur beðist afsökunar og er málið í rannsókn.
Apple hefur beðist afsökunar og er málið í rannsókn.
Fulltrúar tölvurisans Apple hafa beðið hóp svartra ungmenna afsökunar eftir að farið var fram á að þeir yfirgæfu verslun fyrirtækisins í áströlsku borginni Melbourne.

Atvikið náðist á myndband og segja ungmennin að kynþáttur þeirra útskýri gjörðir starfsmanna verslunarinnar.

Á myndbandinu má sjá öryggisvörð verslunarmiðstöðvar ræða við piltana þar sem hann útskýrir að starfsmenn verslunar Apple hafi farið fram á að þeir yfirgæfu verslunina. Ástæðan sé ótt við að þeir væru búðahnuplarar.

Í frétt Independent af málinu kemur fram að Apple hafi beðist afsökunar og að málið sé í rannsókn.

Khalid Breezy, Petros Smalls, Deebo Ater Abdulahi Haji Ali Mohamed, Andy Gambino Nelson Mahad MohamudSimply Racism, made them apologise tho

Posted by Francis Ose on Tuesday, 10 November 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×