Baldur: KR sýndi lítinn sem engan áhuga | Kemur heim sem betri leikmaður Anton Ingi Leifsson skrifar 14. nóvember 2015 13:31 Baldur spilar á gervigrasinu á næstu leiktíð í bláa búningnum. vísir/daníel Baldur Sigurðsson, sem gekk í raðir Stjörnunnar í dag, segir að KR hafi haft lítinn sem engan áhuga á að sækjast eftir starfskröfum Baldurs. Baldur skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna. „Eftir að ég fór að ræða við Stjörnuna; þjálfarana, stjórnina og allar kanónurnar sem hringja þá kom í ljós að Stjarnan virkaði á mig sem mjög spennandi félag," sagði Baldur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu. „Öll okkar samskipti í samningaviðræðum hafa verið mjög fagmannlega unnin og þegar maður tekur fótbolta legu hliðina þá er Stjarnan með hörkulið og þeir eru með gott þjálfarateymi." „Það skemmir ekki fyrir að það er alltaf besta stemningin á leikjum hjá þeim. Það skiptir gífurlega miklu máli og Silfurskeiðin eru frábærir stuðningsmenn. Ég hef alveg fengið að kynnast því þegar maður er að spila á móti þeim og það verður væntanlega enn skemmtilegra að spila með þeim." Vísir greindi frá því í vikunni að FH og Stjarnan hafi verið að berjast um Baldur og Baldur játaði það. Hann segir að KR hafi lítið sett sig í samband við sig, þrátt fyrir að hann hafi boðið þeim upp í dans. „FH var eitt af þessum liðum og það var spennandi. FH er besta liðið á Íslandi eins og staðan er í dag. KR sýndi lítinn sem engan áhuga," og aðspurður hvort það hafi verið svekkjandi eða hvort hann hafi ekkert pælt í því svaraði Baldur: „Ekki svekkjandi, en vissulega skrýtið. Ég bauð þeim upp í dans, eðlilega. Þú gerir það þegar þú ert búinn að ná góðum árangri með liðinu. Ég á ekkert heimalið í efstu deild, en ef það er eitthvað þá er það KR." „Ég átti mjög góð sex ár þar, en þeir vildu ekki stíga dansinn. Þá voru bara aðrir meira spennandi kostir í boði fyrir mig. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu."Baldur í leik með KR á sínum tíma.vísir/vilhelmBaldur er spenntur fyrir því að koma heim og segir íslensku deildina vera mjög krefjandi og spennandi. Hann komi einnig heim sem betri maður. „Ég er mjög spenntur. Íslenska deildin er mjög skemmtileg og hún er mjög krefjandi fyrir leikmenn. Maður hefur upplifað það hérna í Danmörku að eftir leiki og maður er kallaður fram í viðtal að það eru fleiri fjölmiðlamenn á Íslandi heldur en í Danmörku." „Þetta er mjög skemmtilegt svið að spila á. Þetta er lítið land og ég er mjög spenntur. Að fara út gerði mér mjög gott. Ég viðurkenni það að ég var orðinn pínulítið þreyttur og maður var orðinn pínu saddur eftir tímabilið 2014." „Danir eru mjög góðir í fótbolta og ég hef lært rosalega mikið á þessum tíma. Þrátt fyrir að ég hafi verið mikið meiddur þá er þetta alveg hálft ár sem ég náði að spila fótbolta með Dönunum. Ég tel mig koma heim sem mun betri leikmann," sagði Baldur að lokum sem spilar þrjá leiki í viðbót með SönderjyskE og flytur svo heim. Baldur er þriðji leikmaðurinn sem Stjarnan klófestir, en þeir höfðu áður fengið þá Grétar Sigfinn Sigurðarson og Hilmar Árna Halldórsson. Þeir hafa þó misst fjóra leikmenn; Gunnar Nielsen til FH, Michael Præst til KR, Garðar Jóhannsson til Fylkis og Pablo Punyed til ÍBV. Pepsi Max-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
Baldur Sigurðsson, sem gekk í raðir Stjörnunnar í dag, segir að KR hafi haft lítinn sem engan áhuga á að sækjast eftir starfskröfum Baldurs. Baldur skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna. „Eftir að ég fór að ræða við Stjörnuna; þjálfarana, stjórnina og allar kanónurnar sem hringja þá kom í ljós að Stjarnan virkaði á mig sem mjög spennandi félag," sagði Baldur í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu. „Öll okkar samskipti í samningaviðræðum hafa verið mjög fagmannlega unnin og þegar maður tekur fótbolta legu hliðina þá er Stjarnan með hörkulið og þeir eru með gott þjálfarateymi." „Það skemmir ekki fyrir að það er alltaf besta stemningin á leikjum hjá þeim. Það skiptir gífurlega miklu máli og Silfurskeiðin eru frábærir stuðningsmenn. Ég hef alveg fengið að kynnast því þegar maður er að spila á móti þeim og það verður væntanlega enn skemmtilegra að spila með þeim." Vísir greindi frá því í vikunni að FH og Stjarnan hafi verið að berjast um Baldur og Baldur játaði það. Hann segir að KR hafi lítið sett sig í samband við sig, þrátt fyrir að hann hafi boðið þeim upp í dans. „FH var eitt af þessum liðum og það var spennandi. FH er besta liðið á Íslandi eins og staðan er í dag. KR sýndi lítinn sem engan áhuga," og aðspurður hvort það hafi verið svekkjandi eða hvort hann hafi ekkert pælt í því svaraði Baldur: „Ekki svekkjandi, en vissulega skrýtið. Ég bauð þeim upp í dans, eðlilega. Þú gerir það þegar þú ert búinn að ná góðum árangri með liðinu. Ég á ekkert heimalið í efstu deild, en ef það er eitthvað þá er það KR." „Ég átti mjög góð sex ár þar, en þeir vildu ekki stíga dansinn. Þá voru bara aðrir meira spennandi kostir í boði fyrir mig. Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu."Baldur í leik með KR á sínum tíma.vísir/vilhelmBaldur er spenntur fyrir því að koma heim og segir íslensku deildina vera mjög krefjandi og spennandi. Hann komi einnig heim sem betri maður. „Ég er mjög spenntur. Íslenska deildin er mjög skemmtileg og hún er mjög krefjandi fyrir leikmenn. Maður hefur upplifað það hérna í Danmörku að eftir leiki og maður er kallaður fram í viðtal að það eru fleiri fjölmiðlamenn á Íslandi heldur en í Danmörku." „Þetta er mjög skemmtilegt svið að spila á. Þetta er lítið land og ég er mjög spenntur. Að fara út gerði mér mjög gott. Ég viðurkenni það að ég var orðinn pínulítið þreyttur og maður var orðinn pínu saddur eftir tímabilið 2014." „Danir eru mjög góðir í fótbolta og ég hef lært rosalega mikið á þessum tíma. Þrátt fyrir að ég hafi verið mikið meiddur þá er þetta alveg hálft ár sem ég náði að spila fótbolta með Dönunum. Ég tel mig koma heim sem mun betri leikmann," sagði Baldur að lokum sem spilar þrjá leiki í viðbót með SönderjyskE og flytur svo heim. Baldur er þriðji leikmaðurinn sem Stjarnan klófestir, en þeir höfðu áður fengið þá Grétar Sigfinn Sigurðarson og Hilmar Árna Halldórsson. Þeir hafa þó misst fjóra leikmenn; Gunnar Nielsen til FH, Michael Præst til KR, Garðar Jóhannsson til Fylkis og Pablo Punyed til ÍBV.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira