Körfubolti

Körfuboltakvöld um Keflavík: "Það er hægt að stoppa Keflavík en það er mjög erfitt"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Fannar Ólafsson fóru vel yfir Keflavík í þættinum Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport á föstudag, en þátturinn er á dagskrá eftir hverja umferð í Dominos-deild karla.

Keflavík hefur byrjað afar vel og er með fullt hús stiga eftir leikina sex sem búnir eru. Þeir unnu granna sína í Grindavík á föstudag 101-94 og tóku þeir félagar nokkrar klippur úr leiknum og leikgreindu.

„Það er hægt að stoppa Keflavík, en það er mjög erfitt," sagði Hermann Hauksson, einn spekingurinn í þættinum. „Þeir eru að fá sig mikið framlag; 57 stig frá byrjunarliðinu og 44 stig frá bekknum. Þeir vinna baráttunni inn í teignum og það er alltaf talað um að þeir séu litlir - kjaftæði!"

„Hann náði bara í klippinguna hans pabba síns og byrjaði að gera þetta," hafði Fannar Ólafsson að segja um Val Orra Valsson sem hefur leikið á alls oddi í upphafi móts

Allt innslagið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×