Körfubolti

ÍR-ingar réðu aðstoðarþjálfara Bjarna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Borce Ilievski.
Borce Ilievski. Vísir/Stefán
Borce Ilievski hefur verið ráðinn þjálfari ÍR í Domnio´s deild karla og stýrir ÍR-ingum í fyrsta sinn á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld þegar sjöunda umferð deildarinnar hefst.

Borce Ilievski tekur við af Bjarna Magnússyni sem hætti með ÍR eftir 52 stiga tap á móti Haukum á heimavelli í sjöttu umferðinni. Þetta kom fram á heimasíðu ÍR.

Borce Ilievski er 43 ára gamall Makedóníumaður sem hefur starfað sem þjálfari á Íslandi nær sleitulaust frá árinu 2006.

Borce Ilievski hefur starfað sem yfirþjálfari yngri flokka hjá ÍR ásamt Sigurði Gíslasyni mun áfram sinna því starfi en Borce var einnig aðstoðarþjálfari Bjarna hjá meistaraflokknum.

Borce Ilievski verður annar þjálfarinn á tímabilinu sem byrjar á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni en það gerði líka Kári Marisson sem tók tímabundið við Tindastólsliðinu af Pieti Poikola.

Borce Ilievski hefur þjálfað áður í úrvalsdeildinni en hann var með Tindastól tímabilið 2011-12 og fyrstu þrjá leikina leiktíðina á eftir.

Borce hefur þjálfað bæði lið KFÍ og Breiðablik í 1. deildinni en hann var með KFÍ frá 2006 til 2010 og með Blikana frá 2012 til 2015.

ÍR-liðið er í 10. Sæti Domino´s deildar karla eftir 2 sigra og 4 töp í fyrstu sex leikjum sínum. Liðið hefur hinsvegar tapað síðustu tveimur leikjum sínum, á móti Þór og Haukum, með samtals 95 stigum.


Tengdar fréttir

Bjarni hættur með ÍR

ÍR-ingar tilkynntu í kvöld að þjálfari körfuboltaliðs félagsins, Bjarni Magnússon, væri hættur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×