Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Stjarnan 73-85 | Haukum skellt niður á jörðina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2015 21:30 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/vilhelm Stjarnan gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn í kvöld og vann sannfærandi sigur á slöppu liði Hauka.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Stjörnumenn yfir leikinn í þriðja leikhluta með Al'lonzo Coleman í stóru hlutverki. Frábær varnarleikur sá til þess að Haukar áttu ekki afturkvæmt í fjórða leikhluta, þegar þeir freistuðu þess að koma með áhlaup. Flestir í Stjörnunni að spila vel á meðan að Kári Jónsson virtist sá eini í liði Haukanna sem var að spila af eðlilegri getu. Stjarnan hefur ekki náð að vinna tvo deildarleiki í röð í allan vetur en kvittaði þó fyrir slæmt tap á heimavelli gegn Þór í síðustu umferð með sigrinum í kvöld. Ef þetta er það sem koma skal veit það á gott fyrir Garðbæinga en þeir hafa átt erfitt með að halda dampi í deildinni hingað til. Haukum var hins vegar skellt niður á jörðina eftir þrjá sigra í röð og rúmlega 50 stiga sigur á ÍR í síðustu umferð. Bæði lið eru nú jöfn með átta stig. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi í fyrri hálfleik en staðan að honum var jöfn, 36-36. Það var rétt svo í lok fyrri hálfleiksins að liðin komust yfir 30 stigin með nokkrum þriggja stiga körfum. Haukarnir voru lengur að komast í gang en Kári Jónsson snögghitnaði í öðrum leikhluta og náði forystu fyrir Hauka með tveimur þriggja stiga körfum undir lok fyrri hálfleiks. Aðeins flautuþristur Al'lonzo Coleman sá til þess að leikar stóðu jafnir að honum loknum. Stjörnumenn tóku völdin í þriðja leikhluta. Ágúst Angantýsson og Marvin Valdimarsson spiluðu einkar vel undir körfunni í sókninni en það var fyrst og fremst frábær varnarleikur sem skildi á þá á milli liðanna. Gestirnir þvinguðu Hauka í erfið skot, hvað eftir annað. Það gekk upp og Haukar skoruðu aðeins tíu stig í leikhlutanum, en Stjarnan 27. Eftirleikurinn var í raun bara formsatriði fyrir Garðbæinga. Coleman átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í kvöld og daðraði við þrefalda tvennu (29/10/7). Ef liðið nær að nýta hann jafn vel undir körfunni og Stjörnumenn gerðu í kvöld opnar það fyrir menn eins og Marvin og Ágúst, sem áttu báðir góðan leik í kvöld. Justin Shouse hefur oft spilað betri tölum en hann gerði í kvöld en sýndi þrátt fyrir það enn og aftur hversu mikilvægur hann er sínu liði. Kári var langbesti maður Haukanna í kvöld með 22 stig, 9 fráköst og sex stoðsendingar. En Hafnfirðingar þurfa mun stærra framlega frá jafn mikilvægum mönnum eins og Stephen Madison og Emil Barja í sókinni. Finnur Atli Magnússon var einnig langt frá sínu besta. Ef Haukar ætla sér að blanda sér af alvöru í toppbaráttu deildarinnar eins og þeir hafa gefið í skyn síðustu vikurnar þurfa þeir að spila mun betur í jafn mikilvægum leikjum í kvöld. Stjörnumenn sýndu hins vegar góða hlið á sér í kvöld en það hafa þeir áður gert en ekki náð að fylgja því eftir. Það þurfa þeir að gera til að halda í við topplið deildarinnar.Haukar-Stjarnan 73-85 (21-20, 15-16, 10-27, 27-22)Haukar: Kári Jónsson 22/9 fráköst/6 stoðsendingar, Stephen Michael Madison 16/4 fráköst, Haukur Óskarsson 14/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 10/5 varin skot, Emil Barja 4/8 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 4/5 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Kristinn Jónasson 3.Stjarnan: Al'lonzo Coleman 29/10 fráköst/7 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 13/5 fráköst, Justin Shouse 13/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 12, Daði Lár Jónsson 7, Tómas Heiðar Tómasson 7/6 stoðsendingar, Magnús Bjarki Guðmundsson 3, Sæmundur Valdimarsson 1/8 fráköst.Hrafn: Tókum þetta skrefi lengra Stjarnan hefur skipst á að vinna og tapa deildarleikjum í allan vetur og það varð engin breyting þar á í kvöld. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með að sjá góðu hliðina á sínu liði í kvöld. „Við spiluðum frábærlega í dag en það er vel pirrandi að bjóða bara upp á þetta í öðrum hverjum leik. En núna er lag og við eigum mjög stóran leik gegn Njarðvík á heimavelli í næstu umferð,“ sagði Hrafn. „Vonandi náum við að koma okkur á smá skrið með þeim leik.“ Hann segir að Coleman nýtist liðinu vel þegar hann er dekkaður af tveimur stórum mönnum eins og var tilfellið í kvöld. „Hann er með ákveðna kosti í sóknarleik sínum sem er erfitt að eiga við. Við reyndum að stíla inn á það. En heilt yfir var sóknarflæðið okkar mjög gott og varnarleikurinn lengst af einstaklega góður.“ Stjörnumenn kláruðu leikinn í þriðja leikhluta en Haukar létu dómgæsluna þá fara í taugarnar á sér. En Hrafn hrósaði dómurunum fyrir frammistöðuna sína. „Ég vil minnast á að þeir stóðu sig vel á þeim kafla. Það voru mikil læti í húsinu en við stóðum oftast teinréttir og reyndum að komast fyrir hvert skot. Mér fannst dómararnir taka hárrétta línu þá.“ „Við þurftum ekki að kortleggja Haukana mikið. Það spila svo mörg lið þríhyrninginn og við þurftum að passa okkur á að vera nægilega vel á tánum og það tókst.“ „Núna tóku menn þá ákvörðun að taka þetta einu skrefi lengra. Að gera sendingar erfiðar, pressa boltann og hætta að stytta sér leið. Það skiptir gríðarlega miklu máli gegn jafn sterku liði og Haukum.“Kári Jónsson.Vísir/VilhelmKári: Vorum of flatir Kári Jónsson átti flottan leik fyrir Hauka í kvöld en það dugði ekki til gegn Stjörnunni á Ásvöllum. „Þetta var alls ekki gott. Við erum ekki sáttir. Við vorum flatir frá fyrstu mínútu og náðum aldrei að komast í takt við leikinn,“ sagði Kári eftir leikinn í kvöld. „Við vorum alltaf að elta og það fór mikill kraftur í það. Þetta var ekki bara nógu gott hjá okkur.“ Hann hrósaði liði Stjörnunnar fyrir frammistöðuna en sagði að Haukar eiga að spila miklu betur en þeir gerðu í kvöld. „Við eigum að vera miklu betri á heimavelli og mæta tilbúnir í svona leiki. Það gerðist ekki í kvöld.“ Haukar höfðu unnið þrjá leiki í röð fyrir þennan en Kári segir að það eigi ekki að gefa mönnum falska von. „Það er aldrei hægt að slaka á í þessari deild og þrír sigrar í röð ætti að gefa mönnum sjálfstraust og sjá til þess að menn mæti enn betur stemmdir í næsta leik. En við mættum mjög flatir í dag.“Ívar: Æfingin í gær var léleg Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var heldur niðurlútur eftir slæmt tap hans manna gegn Stjörnunni í kvöld. „Við vorum mjög flatir í kvöld, bæði í vörn og sókn. Við vorum slakir. Við reyndum í vörn en það vantaði liðssamvinnuna. Menn töluðu ekkert saman,“ segir Ívar sem segist hafa séð í hvað stefndi. „Æfingin í gær var ekki góð og mér fannst leikurinn í beinu framhaldi af því. Það var mér að kenna en það er óafsakanlegt að menn komi ekki tilbúnir í leikinn.“ „Ég sá að æfingin í gær var léleg og kláraði hana án þess að taka á því. Það var slæmt.“ Hann segir að Stjörnumenn hafi í raun ekki komið sér á óvart. „Við vitum að þeir geta spilað góða vörn og þeir gerðu það í dag. Þeir ýttu okkur úr öllum stöðum.“ „Við bökkuðum eiginlega frá þeim. Við tókum ekki á móti, kölluðum ekki í gegn, við vorum of flatir, of neðarlega á veiku hliðinni og seinir að gefa boltann.“ „Emil [Barja] átti ekki góðan dag í sókninni. Hann spilaði fína vörn og lagði sig fram í dag. En hann stýrði þessu ekki nógu vel í sókninni eftir að hafa gert það vel í síðustu leikjum.“ Haukar höfðu unnið þrjá leiki í röð fyrir kvöldið og Ívar segir að þeir voru ef til vill að spila við lakari lið en þeir mættu í kvöld. „Kannski héldum við að við værum betri en við erum. En ég held að málið hafi verið í kvöld að við vorum ekki tilbúnir í þennan leik. Þegar það er þannig þá taparðu bara.“Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Stjarnan gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn í kvöld og vann sannfærandi sigur á slöppu liði Hauka.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Stjörnumenn yfir leikinn í þriðja leikhluta með Al'lonzo Coleman í stóru hlutverki. Frábær varnarleikur sá til þess að Haukar áttu ekki afturkvæmt í fjórða leikhluta, þegar þeir freistuðu þess að koma með áhlaup. Flestir í Stjörnunni að spila vel á meðan að Kári Jónsson virtist sá eini í liði Haukanna sem var að spila af eðlilegri getu. Stjarnan hefur ekki náð að vinna tvo deildarleiki í röð í allan vetur en kvittaði þó fyrir slæmt tap á heimavelli gegn Þór í síðustu umferð með sigrinum í kvöld. Ef þetta er það sem koma skal veit það á gott fyrir Garðbæinga en þeir hafa átt erfitt með að halda dampi í deildinni hingað til. Haukum var hins vegar skellt niður á jörðina eftir þrjá sigra í röð og rúmlega 50 stiga sigur á ÍR í síðustu umferð. Bæði lið eru nú jöfn með átta stig. Varnarleikurinn var í fyrirrúmi í fyrri hálfleik en staðan að honum var jöfn, 36-36. Það var rétt svo í lok fyrri hálfleiksins að liðin komust yfir 30 stigin með nokkrum þriggja stiga körfum. Haukarnir voru lengur að komast í gang en Kári Jónsson snögghitnaði í öðrum leikhluta og náði forystu fyrir Hauka með tveimur þriggja stiga körfum undir lok fyrri hálfleiks. Aðeins flautuþristur Al'lonzo Coleman sá til þess að leikar stóðu jafnir að honum loknum. Stjörnumenn tóku völdin í þriðja leikhluta. Ágúst Angantýsson og Marvin Valdimarsson spiluðu einkar vel undir körfunni í sókninni en það var fyrst og fremst frábær varnarleikur sem skildi á þá á milli liðanna. Gestirnir þvinguðu Hauka í erfið skot, hvað eftir annað. Það gekk upp og Haukar skoruðu aðeins tíu stig í leikhlutanum, en Stjarnan 27. Eftirleikurinn var í raun bara formsatriði fyrir Garðbæinga. Coleman átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í kvöld og daðraði við þrefalda tvennu (29/10/7). Ef liðið nær að nýta hann jafn vel undir körfunni og Stjörnumenn gerðu í kvöld opnar það fyrir menn eins og Marvin og Ágúst, sem áttu báðir góðan leik í kvöld. Justin Shouse hefur oft spilað betri tölum en hann gerði í kvöld en sýndi þrátt fyrir það enn og aftur hversu mikilvægur hann er sínu liði. Kári var langbesti maður Haukanna í kvöld með 22 stig, 9 fráköst og sex stoðsendingar. En Hafnfirðingar þurfa mun stærra framlega frá jafn mikilvægum mönnum eins og Stephen Madison og Emil Barja í sókinni. Finnur Atli Magnússon var einnig langt frá sínu besta. Ef Haukar ætla sér að blanda sér af alvöru í toppbaráttu deildarinnar eins og þeir hafa gefið í skyn síðustu vikurnar þurfa þeir að spila mun betur í jafn mikilvægum leikjum í kvöld. Stjörnumenn sýndu hins vegar góða hlið á sér í kvöld en það hafa þeir áður gert en ekki náð að fylgja því eftir. Það þurfa þeir að gera til að halda í við topplið deildarinnar.Haukar-Stjarnan 73-85 (21-20, 15-16, 10-27, 27-22)Haukar: Kári Jónsson 22/9 fráköst/6 stoðsendingar, Stephen Michael Madison 16/4 fráköst, Haukur Óskarsson 14/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 10/5 varin skot, Emil Barja 4/8 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 4/5 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Kristinn Jónasson 3.Stjarnan: Al'lonzo Coleman 29/10 fráköst/7 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 13/5 fráköst, Justin Shouse 13/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 12, Daði Lár Jónsson 7, Tómas Heiðar Tómasson 7/6 stoðsendingar, Magnús Bjarki Guðmundsson 3, Sæmundur Valdimarsson 1/8 fráköst.Hrafn: Tókum þetta skrefi lengra Stjarnan hefur skipst á að vinna og tapa deildarleikjum í allan vetur og það varð engin breyting þar á í kvöld. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með að sjá góðu hliðina á sínu liði í kvöld. „Við spiluðum frábærlega í dag en það er vel pirrandi að bjóða bara upp á þetta í öðrum hverjum leik. En núna er lag og við eigum mjög stóran leik gegn Njarðvík á heimavelli í næstu umferð,“ sagði Hrafn. „Vonandi náum við að koma okkur á smá skrið með þeim leik.“ Hann segir að Coleman nýtist liðinu vel þegar hann er dekkaður af tveimur stórum mönnum eins og var tilfellið í kvöld. „Hann er með ákveðna kosti í sóknarleik sínum sem er erfitt að eiga við. Við reyndum að stíla inn á það. En heilt yfir var sóknarflæðið okkar mjög gott og varnarleikurinn lengst af einstaklega góður.“ Stjörnumenn kláruðu leikinn í þriðja leikhluta en Haukar létu dómgæsluna þá fara í taugarnar á sér. En Hrafn hrósaði dómurunum fyrir frammistöðuna sína. „Ég vil minnast á að þeir stóðu sig vel á þeim kafla. Það voru mikil læti í húsinu en við stóðum oftast teinréttir og reyndum að komast fyrir hvert skot. Mér fannst dómararnir taka hárrétta línu þá.“ „Við þurftum ekki að kortleggja Haukana mikið. Það spila svo mörg lið þríhyrninginn og við þurftum að passa okkur á að vera nægilega vel á tánum og það tókst.“ „Núna tóku menn þá ákvörðun að taka þetta einu skrefi lengra. Að gera sendingar erfiðar, pressa boltann og hætta að stytta sér leið. Það skiptir gríðarlega miklu máli gegn jafn sterku liði og Haukum.“Kári Jónsson.Vísir/VilhelmKári: Vorum of flatir Kári Jónsson átti flottan leik fyrir Hauka í kvöld en það dugði ekki til gegn Stjörnunni á Ásvöllum. „Þetta var alls ekki gott. Við erum ekki sáttir. Við vorum flatir frá fyrstu mínútu og náðum aldrei að komast í takt við leikinn,“ sagði Kári eftir leikinn í kvöld. „Við vorum alltaf að elta og það fór mikill kraftur í það. Þetta var ekki bara nógu gott hjá okkur.“ Hann hrósaði liði Stjörnunnar fyrir frammistöðuna en sagði að Haukar eiga að spila miklu betur en þeir gerðu í kvöld. „Við eigum að vera miklu betri á heimavelli og mæta tilbúnir í svona leiki. Það gerðist ekki í kvöld.“ Haukar höfðu unnið þrjá leiki í röð fyrir þennan en Kári segir að það eigi ekki að gefa mönnum falska von. „Það er aldrei hægt að slaka á í þessari deild og þrír sigrar í röð ætti að gefa mönnum sjálfstraust og sjá til þess að menn mæti enn betur stemmdir í næsta leik. En við mættum mjög flatir í dag.“Ívar: Æfingin í gær var léleg Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var heldur niðurlútur eftir slæmt tap hans manna gegn Stjörnunni í kvöld. „Við vorum mjög flatir í kvöld, bæði í vörn og sókn. Við vorum slakir. Við reyndum í vörn en það vantaði liðssamvinnuna. Menn töluðu ekkert saman,“ segir Ívar sem segist hafa séð í hvað stefndi. „Æfingin í gær var ekki góð og mér fannst leikurinn í beinu framhaldi af því. Það var mér að kenna en það er óafsakanlegt að menn komi ekki tilbúnir í leikinn.“ „Ég sá að æfingin í gær var léleg og kláraði hana án þess að taka á því. Það var slæmt.“ Hann segir að Stjörnumenn hafi í raun ekki komið sér á óvart. „Við vitum að þeir geta spilað góða vörn og þeir gerðu það í dag. Þeir ýttu okkur úr öllum stöðum.“ „Við bökkuðum eiginlega frá þeim. Við tókum ekki á móti, kölluðum ekki í gegn, við vorum of flatir, of neðarlega á veiku hliðinni og seinir að gefa boltann.“ „Emil [Barja] átti ekki góðan dag í sókninni. Hann spilaði fína vörn og lagði sig fram í dag. En hann stýrði þessu ekki nógu vel í sókninni eftir að hafa gert það vel í síðustu leikjum.“ Haukar höfðu unnið þrjá leiki í röð fyrir kvöldið og Ívar segir að þeir voru ef til vill að spila við lakari lið en þeir mættu í kvöld. „Kannski héldum við að við værum betri en við erum. En ég held að málið hafi verið í kvöld að við vorum ekki tilbúnir í þennan leik. Þegar það er þannig þá taparðu bara.“Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Körfubolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti