Strákarnir falla um fimm sæti á næsta lista og Svíar verða konungar norðursins Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 09:30 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fellur um fimm sæti á heimslista FIFA þegar hann verður næst birtur 3. desember og verður þá í 36. sæti. Spænski tölfræðisnillingurinn Alexis Martín er búinn að reikna út 60 efstu sætin á næsta lista eftir úrslit landsleikjanna sem fóru fram á síðustu dögum. Strákarnir okkar töpuðu tveimur vináttuleikjum; gegn Póllandi og Slóvakíu, en þeir eru búnir að tapa þremur leikjum í röð og ekki vinna í síðustu fimm. Íslenska liðið var í 31. sæti á síðasta lista en verður í 36. sæti þegar nýr listi verður birtur í byrjun næsta mánaðar og verður ekki lengur besta Norðurlandaþjóðin. Zlatan Ibrahimovic og Svíar verða konungar norðursins á nýjum heimslista, en þeir unnu tvo sigra á nágrönnum sínum Dönum í umspili um sæti á EM í Frakklandi og fara upp um tíu sæti. Svíar verða í 35. sæti, einu sæti fyrir ofan strákana okkar á nýja listanum sem birtur verður 2. desember. Danir falla um sjö sæti niður í það 42. eftir töpin gegn Svíum en Finnar verða hástökkvarar Norðurlandanna annan listann í röð. Finnar, sem fór uupp um átta sæti á síðasta lista, fara upp um þrettán sæti á næsta lista og verða í 43. sæti, aðeins einu sæti á eftir Dönum. Norðmenn verða svo í 54. sæti, en þeir falla um átta sæti eftir tvö töp gegn Ungverjalandi í umspilinu um sæti á Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári. Belgar verða áfram á toppnum og Argentínumenn í öðru sæti en Spánverjar lyfta sér upp í þriðja sætið á nýja listanum.Efstu fimm á næsta heimslista: 1. Belgía 2. Argentína +1 3. Spánn +3 4. Þýskaland -2 5. SíleStaða Norðurlandaþjóðanna á næsta heimslista: 35. Svíþjóð +10 36. Ísland -5 42. Danmörk -7 43. Finnland +13 54. Noregur -8 Hér að neðan má svo sjá stöðu 60 efstu þjóðanna þegar nýr heimslisti verður birtur í byrjun desember.Spain will rise to 3rd in the next FIFA Ranking that will be released in December-3. Here's the TOP-60 pic.twitter.com/fLncPxr105— MisterChip (English) (@MisterChiping) November 18, 2015 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fellur um fimm sæti á heimslista FIFA þegar hann verður næst birtur 3. desember og verður þá í 36. sæti. Spænski tölfræðisnillingurinn Alexis Martín er búinn að reikna út 60 efstu sætin á næsta lista eftir úrslit landsleikjanna sem fóru fram á síðustu dögum. Strákarnir okkar töpuðu tveimur vináttuleikjum; gegn Póllandi og Slóvakíu, en þeir eru búnir að tapa þremur leikjum í röð og ekki vinna í síðustu fimm. Íslenska liðið var í 31. sæti á síðasta lista en verður í 36. sæti þegar nýr listi verður birtur í byrjun næsta mánaðar og verður ekki lengur besta Norðurlandaþjóðin. Zlatan Ibrahimovic og Svíar verða konungar norðursins á nýjum heimslista, en þeir unnu tvo sigra á nágrönnum sínum Dönum í umspili um sæti á EM í Frakklandi og fara upp um tíu sæti. Svíar verða í 35. sæti, einu sæti fyrir ofan strákana okkar á nýja listanum sem birtur verður 2. desember. Danir falla um sjö sæti niður í það 42. eftir töpin gegn Svíum en Finnar verða hástökkvarar Norðurlandanna annan listann í röð. Finnar, sem fór uupp um átta sæti á síðasta lista, fara upp um þrettán sæti á næsta lista og verða í 43. sæti, aðeins einu sæti á eftir Dönum. Norðmenn verða svo í 54. sæti, en þeir falla um átta sæti eftir tvö töp gegn Ungverjalandi í umspilinu um sæti á Evrópumótinu í Frakklandi á næsta ári. Belgar verða áfram á toppnum og Argentínumenn í öðru sæti en Spánverjar lyfta sér upp í þriðja sætið á nýja listanum.Efstu fimm á næsta heimslista: 1. Belgía 2. Argentína +1 3. Spánn +3 4. Þýskaland -2 5. SíleStaða Norðurlandaþjóðanna á næsta heimslista: 35. Svíþjóð +10 36. Ísland -5 42. Danmörk -7 43. Finnland +13 54. Noregur -8 Hér að neðan má svo sjá stöðu 60 efstu þjóðanna þegar nýr heimslisti verður birtur í byrjun desember.Spain will rise to 3rd in the next FIFA Ranking that will be released in December-3. Here's the TOP-60 pic.twitter.com/fLncPxr105— MisterChip (English) (@MisterChiping) November 18, 2015
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira